Krakkar

Flottustu fermingartrendin hjá Galleri 17 í sannkallaðri „fashion“töku
„Við ákváðum að breyta um stefnu og fara í meira „fashion” töku í ár. Hingað til höfum við fókusað á stílhreinar og tímalausar fermingartökur en í ár ákváðum við að leika okkur aðeins meira með fötin og hafa þetta lifandi og skemmtilegt,“ segir Tania Lind Fodilsdóttir, markaðsstjóri NTC.

Söngsnillingar léku á als oddi á Öskudeginum
Ofurhetjur, risaeðlur og ýmsar furðuverur voru á vappi víða um land í dag. Tilefnið að sjálfsögðu sjálfur öskudagurinn sem var haldinn hátíðlegur víða um land í dag.

Draumar geta ræst í morgunsöng Laugarnesskóla
Nemendur Laugarnesskóla sungu lagið Draumar geta ræst eftir tónlistarmanninn Jón Jónsson í morgunsöngnum í morgun. Krakkarnir voru að sjálfsögðu klæddir í búninga enda Öskudagur haldinn hátíðlegur í dag.

Gengu út úr tíma í Hagaskóla og fóru í verkfall fyrir Palestínu
Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun út úr tíma og fóru í „skólaverkfall fyrir Palestínu“. Krakkarnir vilja að ríkisstjórnin bregðist við og sameini fjölskyldur en lýsa aðgerðinni einnig sem stuðningsyfirlýsingu.

Úlfur, úlfur slær í gegn hjá 10. bekk á Akranesi
Nemendur í 10. bekk Grundaskóla á Akranesi hafa lítið þurft að kíkja í skólabækurnar sínar síðustu vikur því öll einbeiting þeirra og kraftur hefur farið í að æfa söngleikinn “Úlfur, úlfur”, sem þau sýna nú fyrir fullu húsi kvöld eftir kvöld.

Sextán ára snillingur á Selfossi í andlitsmyndum
Sextán ára stelpa á Selfossi kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að mála andlitsmyndir af fólki því hún hefur náð svo flottum árangri með myndirnar sína.

Leita að krökkum til að taka þátt í alþjóðlegu tónlistarmyndbandi
FAST 112 hetjurnar leita nú að hressum krökkum og sprækum fullorðnum til að taka þátt í alþjóðlegu tónlistarmyndbandi. Myndbandið er hluti af vitundarvakningu um heilaslag og einkenni þess.

Stelpur moka fyrir gott málefni
Þrjár harðduglegar ellefu ára stúlkur safna nú fyrir Barnaspítala Hringsins með því að moka innkeyrslur og tröppur hjá fólki. Þetta gera stúlkurnar af mikilli hjartagæsku og hugsjón því þær þekkja til spítalans.

Ein vinsælasta ungmennabók landsins
Skandar og draugaknapinn í þýðingu Ingunnar Snædal er ein vinsælasta ungmennabók landsins um þessar mundir.

Jólagjöfin sem býr til skemmtilegar samverustundir
Það tilheyrir jólum að grípa í spil og eiga samverustund með vinum og fjölskyldu. Við tókum saman þrjú stórskemmtileg spil sem eiga fullt erindi undir jólatréð og í möndlugjöfina.

Ellefu ára stelpa fer daglega út að hlaupa með hrútinn Ástaraldin
Einstakt samband hefur skapast á milli hrútsins Ástaraldins og 11 ára stelpu á sveitabæ í Flóahreppi en þau fara á hverjum degi saman út að hlaupa. Eftir hlaupið kembir stelpan hrútnum og dekrar við hann enda er hann gæfur með eindæmum.

„Leiklistarkrakkar með sérstaka töfra í sér“
Hún er óstöðvandi gleðisprengja, skarpgreind en fljótfær. Fíasól eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur er komin á svið en bækurnar eru orðnar sex talsins.

Stjörnum prýdd frumsýning Fíusólar
Söngleikurinn Fíasól gefst aldrei upp var frumsýndur á stóra sviði Borgarleikhússins liðna helgi. Fíasól er löngu orðin sígild í íslenskri bókmenntasögu og á sér aðdáendur á öllum aldri. Fjöldi þjóðþekktra einstaklinga létu sig ekki vanta á sýninguna. Þar má nefna Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur, Elizu Reid, Berg Ebba Benediktsson og Unni Ösp Stefánsdóttur, svo fáir einir séu nefndir.

Gáfu bílskúrsfylli af dósum til Grindavíkur
Þrír ungir drengir skiluðu í gær hundrað þúsund krónum til Rauða krossins eftir mikla dósasöfnun í Laugardalnum. Móðir eins þeirra segir að bílskúr hafi verið orðinn troðfullur af dósum eftir söfnunina.

Ungmennaþing á Hvolsvelli – hlustað á börn og unglinga
Það var mikið um að vera á Hvolsvelli í dag því þá fór fram ungmennaþing þar sem unga fólkið ræddi skólamál, félagslíf, menningu og fræðslumál. Tillögum þingsins verður síðan komið til sveitarstjórnar með von um úrbætur um það sem betur mætti fara.

Bókaormar framtíðarinnar fjölmenntu í útgáfuhóf
„Við erum í skýjunum með viðtökurnar,“ segir rithöfundurinn Bergrún Íris en hún ásamt leikaranum Þorvaldi Davíð fögnuðu útgáfu bókarinnar Sokkalabbarnir nýverið.

Dansandi skólaliði á Sauðárkróki með nemendum
Eitt af því allra skemmtilegasta sem nemendur í Árskóla á Sauðárkróki gera er að dansa út í frímínútum þar sem lög með Skagfirðingnum Geirmundi Valtýssyni þykja lang skemmtilegust að dansa við.

Safna dósum svo grindvísk börn fái bangsa
Síðustu daga hafa fyrirtæki, einstaklingar og verkalýðsfélög lýst yfir stuðningi við Grindvíkinga og boðið fram aðstoð. Nokkrir ungir drengir úr Laugardalnum vildu leggja sitt af mörkum til að aðstoða Grindvíkinga. Þeir safna nú dósum til að grindvísk börn geti eignast nýjan bangsa.

Sunnlensk ungmenni unnu Skjálftann
Grunnskólinn í Hveragerði vann Skjálftann 2023, hæfileikakeppni ungmenna í grunnskólum á Suðurlandi. Keppnin fór fram í íþróttahúsinu í Þorlákshöfn síðastliðinn laugardag með pompi og prakt.

Myndaveisla: Úrslitakvöld Skrekks
Hagaskóli vann Skrekk, hæfileikakeppni skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, í kvöld með atriðinu Líttu upp, taktu eftir.

Hagaskóli vann Skrekk
Hagaskóli var hlutskarpastur í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur, í Borgarleikhúsinu í kvöld.

Hundrað grunnskólanemar keppa í byggingu LEGO
Ríflega 100 grunnskólanemar á aldrinum 10 til 16 ára alls staðar af landinu taka um helgina þátt í hinni árlegu tækni- og hönnunarkeppni FIRST LEGO League sem fram fer í Háskólabíói í dag. Keppnin var opnuð almenningi eftir hádegi og þá jafnframt í Vísindasmiðju Háskóla Íslands í bíóinu.

Fimmtán ára áhugakokkur slær í gegn á Instagram
Hinn fimmtán ára gamli Gauti Einarsson er á hraði leið með að verða ein stærsta Instagram stjarna Íslands. Tæplega tíu þúsund manns fylgja honum nú á samfélagsmiðlum þar sem hann sýnir listir sínar í eldhúsinu.

Réttarholtsskóli og Háteigsskóli áfram í úrslit Skrekks
Réttarholtsskóli og Háteigsskóli komust áfram í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur, í Borgarleikhúsinu í kvöld. Atriði skólanna fjölluðu um sjálfsöryggi annars vegar og sjálfsvígshugsanir hins vegar.

Seljaskóli og Landakotsskóli áfram í Skrekk
Atriði Seljaskóla og Landakotsskóla komust áfram í úrslit á öðru undanúrslitakvöldi Skrekks, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík, sem fram fór í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi.

Ekkert stressuð yfir jarðhræringum í bakgarðinum
Viðbragðs- og rýmingaráætlanir hafa verið æfðar í skólanum í Grindavík undanfarið en nemendur þar segjast þó ekki hafa miklar áhyggjur af jarðhræringunum í bakgarðinum.

Hagaskóli og Laugalækjarskóli í úrslit Skrekks
Atriði Hagaskóla og Laugalækjarskóla komust í gærkvöldi áfram í úrslit Skrekks, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík, á fyrsta undanúrslitakvöldi keppninnar.

Liverpool-draumur varð að veruleika
Soffía Dögg Garðarsdóttir þáttastjórnandi Skreytum hús aðstoðaði tíu ára fótboltastelpu að breyta og bæta herbergið hennar í fyrsta þætti af fjórðu þáttaröðinni sem fór í loftið á Vísi á laugardaginn.

Átta ára búin að safna fyrir fjölskylduferð til Parísar með kleinusölu
Átta ára gömul Kópavogsmær hefur síðustu mánuði mætt samviskusamlega í hverri viku til ömmu sinnar og bakað kíló af kleinum. Kleinurnar hefur hún svo selt, en fyrir ágóðann hyggst hún bjóða fjölskyldu sinni til Parísar.

Læknar sinntu hálsbrotinni risaeðlu og fótbrotnum Sonic
Fjórar heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu, sem breytt hafði verið í bangsaspítala, önnuðu vart eftirspurn í dag þegar þangað streymdu misslasaðir bangsar og áhyggjufullir eigendur þeirra