Birtist í Fréttablaðinu

Fréttamynd

Arpaio lykilmaður í íslensku dómsmáli

Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að náða umdeildan lögreglustjóra. Sá lýsir sér sem harðasta lögreglustjóra Bandaríkjanna og hefur verið sakaður um kynþáttafordóma í garð rómanskamerískra.

Innlent
Fréttamynd

Rannsókn og lögsaga afstýri 18 ára fangelsi

Sækjandi telur átján ára fangelsi hæfilega refsingu handa Thomasi Møller Olsen. Verjandi segir lögregluna ekki hafa kannað málið ofan í kjölinn og handtöku hans ólögmæta. Niðurstaða dómara málsins er væntanleg innan fjögurra vikna.

Innlent
Fréttamynd

Hagsmunir sjúklinga eiga að ganga fyrir

Áhyggjur af einkarekstri í heilbrigðiskerfinu snúast mest um mögulegan ójöfnuð gagnvart sjúklingum. Eitt af grunngildum íslensks heilbrigðiskerfis er jafnt aðgengi að bestu þjónustu sem völ er á. Um þetta erum við Katrín Jakobsdóttir sammála.

Skoðun
Fréttamynd

Stærsta málið

Gamalkunnugt stef er hafið. Fram undan er umfangsmikil samningalota á vinnumarkaði, ekki hvað síst hjá opinberum starfsmönnum, þar sem 37 kjarasamningar eru lausir í haust. Útlit er fyrir að þar ætli hið opinbera – í enn eitt skiptið – að leiða launaþróun í landinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – þriðji hluti

Þetta er þriðja greinin í röð greina eftir þrjá sérfræðinga í stjórnskipunarrétti við lagadeild háskólans í Berkeley. Þar er gagnrýni á ferlið við gerð nýrrar stjórnarskrár á Íslandi greind og hrakin. Enn fremur er Alþingi hvatt til þess að samþykkja nýju stjórnarskrárdrögin.

Skoðun
Fréttamynd

Hagsmunagæsla í miðbænum. Hver á Víkurgarð?

Ráðagerðir um að breyta Landsímahúsinu í hótel hafa lengi verið í mótun og eigendur hússins hafa lagt sig fram um að haga málum þannig að framkvæmdin verði eins arðbær og kostur er. Í því efni hafa þeir fengið dyggan stuðning skipulagsyfirvalda í Reykjavík.

Skoðun
Fréttamynd

Er hægt að sigra fasisma og hafa gaman í leiðinni?

Einu sinni var kaldhæðni sjaldgæft stílbragð. Þegar Oscar Wilde, sem virðist hafa verið frekar kaldhæðinn náungi, var uppi, gat kaldhæðni verið virkilega beitt. Þetta var á Viktoríutímanum. Þegar það var nánast hættulegt að vera kaldhæðinn opinberlega. Enda var Oscar Wilde settur í fangelsi fyrir "sódómíseringu“, hvað í fjandanum sem það er.

Fastir pennar
Fréttamynd

27.364 Íslendingar undirrita áskorun til forseta um sakaruppgjöf

Í september 1952 gekk Guðmundur Thoroddsen, prófessor við Háskóla Íslands, á fund forseta Íslands, Ásgeirs Ásgeirssonar, og afhenti áskorun um sakaruppgjöf til handa þeim tuttugu mönnum sem Hæstiréttur dæmdi til refsinga vegna atburðanna 30. mars 1949. Vísað var til 29. gr. stjórnarskrár íslenska lýðveldisins:

Skoðun
Fréttamynd

Hvaða æru er verið að reisa við?

Nú fer fram í samfélagi okkar mikil umræða um æruna og uppreist æru. Samkvæmt málskilningi mínum ætti uppreist æru að þýða að manni sé aftur fengin eða gefin æran sem tapaðist. Ég er ekki löglærð og ef til vill skilur löggjafinn hugtakið á annan hátt en ég. En á mig sækir hugsunin hvort maður sem nauðgar t.d. fimm ára barni eigi einhverja æru.

Skoðun
Fréttamynd

Bankalánið Benedikt Bogason

Það var hreint og klárt "bankalán“ fyrir Landsbankann að fá Benedikt Bogason hæstaréttardómara sem dómsformann í innheimtumáli gegn mér nýverið. Þrátt fyrir að bankinn væri með allt á hælunum í málatilbúnaðinum gegn mér, þá fór Benedikt létt með að dæma honum í vil.

Skoðun
Fréttamynd

Rússland, Óvinur Evrópu – Fyrri hluti

Þegar sú stund rann upp í sögu Evrópu að Sovétríkin voru formlega lögð niður árið 1991 var ég stjórnmálaritstjóri og leiðarahöfundur dagblaðsins Tímans, aðalmálgagns Framsóknarflokksins. Þess er að minnast að Framsóknarflokkurinn var þá mikilvægt stjórnmálaafl sem lét til sín taka.

Skoðun
Fréttamynd

Friðhelgistips

97 prósent Íslendinga nota internetið reglulega. Að sjálfsögðu Evrópumet. Húh! Stór hluti notkunarinnar fer fram á samfélagsmiðlum. Níutíu prósent fullorðinna nota Facebook.

Bakþankar
Fréttamynd

Gætum jafnræðis og látum ÖLL börn njóta gjaldfrjálsrar grunnmenntunar

Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa frá árinu 2015 hvatt yfirvöld til að afnema kostnaðarþátttöku fjölskyldna vegna skólagagna grunnskólabarna eða svokallaða innkaupalista. Hvorki samræmist sú gjaldtaka 29. grein Barnasáttmálans né er hún í anda þeirrar stefnu að skólinn skuli vera hornsteinn jöfnuðar í þjóðfélaginu.

Skoðun
Fréttamynd

Þaðan koma þjófsaugun

Hún heitir Isabel dos Santos og er sögð vera ríkasta kona Afríku. Eignir hennar eru metnar á 3,5 milljarða Bandaríkjadala eða 375 milljarða íslenzkra króna. Fjárhæðin er stjarnfræðileg: hún jafngildir samanlögðum skuldum íslenzkra sjávarútvegsfyrirtækja í árslok 2015 skv. upplýsingum Hagstofu Íslands.

Fastir pennar
Fréttamynd

Loftslagsbörnin

Það fellur í skaut komandi kynslóða að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga. Eftir rúmlega tvö hundruð ár af framförum og tilheyrandi losun gróðurhúsalofttegunda finnum við nú fyrir fyrstu hrinu áfalla sem rekja má til hnattrænna breytinga á veðrakerfum Jarðarinnar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hlutur TM í Stoðum metinn á 1,8 milljarða

Eignarhlutur tryggingafélagsins TM í eignarhaldsfélaginu Stoðum, áður FL Group, var metinn á tæpa 1,8 milljarða í bókum félagsins í lok júnímánaðar. Hluturinn er langsamlega stærsta einstaka fjárfestingareign félagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðisflokkurinn og Donald Trump

Donald Trump á sér engan líka. Á sinni skömmu en dramatísku forsetatíð hefur hann dregið niður virðingu fyrir stöðu Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi. Sem forseti hefur hann ráðist í orði og í verki gegn grundvallarmannréttindum samfélagshópa, bæði í Bandaríkjunum og hjá þeim sem vilja koma til landsins. Hann er forseti sem hefur sett Bandaríkin á kaldan klaka þegar kemur að alþjóðlegum aðgerðum gegn loftslagsbreytingum.

Skoðun
Fréttamynd

Útkoman varð minningar og meiningar í söngvum

Í yfir 30 ár hefur íslenska þjóðin notið þess að hlusta á Magnús R. Einarsson tala í útvarp, nánar tiltekið á Rás 2. Nú er söngrödd hans komin út á hljómdiskinum Máðar myndir. Það er fyrsti diskur hans og þar flytur hann eigin lög og texta við gítarundirleik.

Lífið
Fréttamynd

Séreign er ekki sýnd veiði, heldur þín eign

Hrafn Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, skrifaði grein í Fréttablaðið fimmtudaginn 17. ágúst undir fyrirsögninni "Séreign er sýnd veiði en ekki gefin“. Þar er hann meðal annars að tala um samkomulag vegna 3,5% viðbótariðgjalda í tilgreinda séreign að hluta eða öllu leyti, þegar iðgjald atvinnurekanda í lífeyrissjóði hækkar úr 8% í 11,5% og heildariðgjaldið verður komið í 15,5% um mitt næsta ár.

Skoðun
Fréttamynd

Nærri 20.000 flúið á viku

Þjóðflokkurinn flýr átök í Rakhine-héraði Bangladess en átökin í héraðinu versnuðu til muna þegar Rohingya-múslimar réðust á þrjátíu lögreglustöðvar á föstudag. Yfirvöld svöruðu árásunum með hervaldi.

Erlent
Fréttamynd

Líkamleg og andleg lömun

Enginn fæðist gallalaus en allir fá í vöggugjöf þokkalegt heilbrigði en gera sér svo ekki grein fyrir dýrmæti þess. Allt þykir orðið svo sjálfsagt og reynt er að gera allt sem auðveldast. Einn daginn stendur svo einstaklingurinn svo frammi fyrir því að nánast öllu er snúið á hvolf og hann þarf að læra upp á nýtt með flestar bjargir.

Skoðun
Fréttamynd

Geta beðið átekta uns leigutíminn rennur út

Fjármálaráðuneytið bendir á að í stað þess að ríkið kaupi húsgrunn á leigulóð ríkisins við Þingvallavatn á 70 milljónir króna eins og Þingvallanefnd vildi sé hægt að bíða þar til leigusamningurinn rennur út eftir fjögur ár og fá þá lóðina til baka.

Innlent