Rússland, Óvinur Evrópu – Fyrri hluti Ingvar Gíslason skrifar 1. september 2017 07:00 Þegar sú stund rann upp í sögu Evrópu að Sovétríkin voru formlega lögð niður árið 1991 var ég stjórnmálaritstjóri og leiðarahöfundur dagblaðsins Tímans, aðalmálgagns Framsóknarflokksins. Þess er að minnast að Framsóknarflokkurinn var þá mikilvægt stjórnmálaafl sem lét til sín taka. Mér er vitaskuld minnisstætt að ég ritaði ýmislegt um þessa þróun heimsmála og fagnaði ekki síst því sem næst stóð að Eystrasaltsþjóðirnar öðluðust sjálfstæði og þjóðfrelsi eftir margra ára innlimun í Sovétríkin. Ekki lét ég undir höfuð leggjast að bera lof á Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra fyrir skörulega framgöngu og frumkvæði þess að Ísland varð í raun fyrst allra vestrænna ríkja til þess að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltslandanna. Mér bjó einnig mjög í hug að benda á, að nú væri að því komið, að vestrænar þjóðir mótuðu skýra stefnu um friðvænleg samskipti við hið nýja Rússaveldi, viðurkenndu þá breytingu sem orðin var í stjórnkerfi þess, líta á þróunina sem upphaf að raunverulegum Evrópufriði, þar sem Rússland fengi viðurkenningu sem Evrópuríki, en ekki litið á það sem einhverja fjarlægja „austurblokk“.Eðlilegar ríkisþarfir Til þess að gera slíka friðarstefnu gildandi var að sjálfsögðu nauðsynlegt að virða stöðu og eðlilegar ríkisþarfir Rússlands, sýna því skilning um það sem hlaut að vera því samboðið. Þar kemur margt til greina, m.a. það að króa ekki ríki Rússa af sem landlukt óvinaflæmi. Litháar áttu í snörpum deilum um sambandsslitin við Sovétveldið , en þeir unnu það til friðar að sínu leyti að afmarka skika lands kringum Kaliningrad (Königsberg) sem flotastöð fyrir Rússa! Allt annað var uppá teningnum hvað varðaði samninga við Úkraínu, þar sem Gorbatsjov sá fyrir það sem nú er orðið, að hatrammar deilur standa um Krímskagann sem Rússaveldi hlaut að vera í mun að ekki væri lokað fyrir aðgang þess að Svartahafi og þær sjóleiðir sem þaðan liggja. Um þetta hef ég ekki fleiri orð að sinni, en bið góðan lesanda að geta í eyðurnar, sjá þróunina í ljósi raunsæis. En lesandi góður! Nú ætla ég, mér til skemmtunar og þér trúlega til furðu, að venda mínu kvæði í kross. Sú kúvending er vel við hæfi, því allt er þvers og kruss í evrópskri friðarpólitík og býsna fjarlæg því sem ég vonaði á þeirri minnistæðu stund þegar Sovétríkin leystust upp fyrir meira en aldarfjórðungi. Sú von mín brást að ráðandi menn í Evrópu og Bandaríkjunum ynnu það til friðarins að virða Rússland sem stórveldi í Evrópu, hvað sem Sovéttímanum leið. Um þetta er öll von úti. Rússland er nú óvinur Evrópu númer eitt. Í stað þess að halda áfram að skrifa eins og leiðarahöfundur eða stjórnmálaskýrandi ætla ég að segja sögu af skrýtnum körlum, m.a. drykkfelldum belsebúbum og hrekkjalómum að hætti Íslenskrar fyndni. Framhald greinarinnar mun birtast síðar undir nafninu Sagan af Jeltsín og Pútín. Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar sú stund rann upp í sögu Evrópu að Sovétríkin voru formlega lögð niður árið 1991 var ég stjórnmálaritstjóri og leiðarahöfundur dagblaðsins Tímans, aðalmálgagns Framsóknarflokksins. Þess er að minnast að Framsóknarflokkurinn var þá mikilvægt stjórnmálaafl sem lét til sín taka. Mér er vitaskuld minnisstætt að ég ritaði ýmislegt um þessa þróun heimsmála og fagnaði ekki síst því sem næst stóð að Eystrasaltsþjóðirnar öðluðust sjálfstæði og þjóðfrelsi eftir margra ára innlimun í Sovétríkin. Ekki lét ég undir höfuð leggjast að bera lof á Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra fyrir skörulega framgöngu og frumkvæði þess að Ísland varð í raun fyrst allra vestrænna ríkja til þess að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltslandanna. Mér bjó einnig mjög í hug að benda á, að nú væri að því komið, að vestrænar þjóðir mótuðu skýra stefnu um friðvænleg samskipti við hið nýja Rússaveldi, viðurkenndu þá breytingu sem orðin var í stjórnkerfi þess, líta á þróunina sem upphaf að raunverulegum Evrópufriði, þar sem Rússland fengi viðurkenningu sem Evrópuríki, en ekki litið á það sem einhverja fjarlægja „austurblokk“.Eðlilegar ríkisþarfir Til þess að gera slíka friðarstefnu gildandi var að sjálfsögðu nauðsynlegt að virða stöðu og eðlilegar ríkisþarfir Rússlands, sýna því skilning um það sem hlaut að vera því samboðið. Þar kemur margt til greina, m.a. það að króa ekki ríki Rússa af sem landlukt óvinaflæmi. Litháar áttu í snörpum deilum um sambandsslitin við Sovétveldið , en þeir unnu það til friðar að sínu leyti að afmarka skika lands kringum Kaliningrad (Königsberg) sem flotastöð fyrir Rússa! Allt annað var uppá teningnum hvað varðaði samninga við Úkraínu, þar sem Gorbatsjov sá fyrir það sem nú er orðið, að hatrammar deilur standa um Krímskagann sem Rússaveldi hlaut að vera í mun að ekki væri lokað fyrir aðgang þess að Svartahafi og þær sjóleiðir sem þaðan liggja. Um þetta hef ég ekki fleiri orð að sinni, en bið góðan lesanda að geta í eyðurnar, sjá þróunina í ljósi raunsæis. En lesandi góður! Nú ætla ég, mér til skemmtunar og þér trúlega til furðu, að venda mínu kvæði í kross. Sú kúvending er vel við hæfi, því allt er þvers og kruss í evrópskri friðarpólitík og býsna fjarlæg því sem ég vonaði á þeirri minnistæðu stund þegar Sovétríkin leystust upp fyrir meira en aldarfjórðungi. Sú von mín brást að ráðandi menn í Evrópu og Bandaríkjunum ynnu það til friðarins að virða Rússland sem stórveldi í Evrópu, hvað sem Sovéttímanum leið. Um þetta er öll von úti. Rússland er nú óvinur Evrópu númer eitt. Í stað þess að halda áfram að skrifa eins og leiðarahöfundur eða stjórnmálaskýrandi ætla ég að segja sögu af skrýtnum körlum, m.a. drykkfelldum belsebúbum og hrekkjalómum að hætti Íslenskrar fyndni. Framhald greinarinnar mun birtast síðar undir nafninu Sagan af Jeltsín og Pútín. Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun