Ríkið nýtir tekjur örorkulífeyrisþega sér til tekna María Óskarsdóttir skrifar 1. september 2017 07:00 Félags- og jafnréttismálaráðherra hefur svarað fyrirspurn á Alþingi um áætlaðan kostnað við að afnema „krónu á móti krónu“ skerðingar á greiðslum Tryggingastofnunar (TR) til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. Hvað er átt við með „krónu á móti krónu“ skerðingum? Hvers vegna mikilvægt að afnema þessar 100% skerðingar? Hver eru áhrif þeirra á kjör þessara hópa?„Krónu á móti krónu“ skerðingar Í september 2008 var framfærsluuppbót innleidd. Henni var ætlað að tryggja lífeyrisþegum ákveðna lágmarksframfærslu á mánuði. Ef allar skattskyldar tekjur lífeyrisþega, að meðtöldum tekjum frá TR, eru undir ákveðinni upphæð, sem nefnd var framfærsluviðmið, fær lífeyrisþegi mismuninn greiddan sem uppbót til framfærslu. Í byrjun janúar 2017 voru „krónu á móti krónu“ skerðingar afnumdar af ellilífeyri frá TR. Stjórnvöld hafa hins vegar þráast við að afnema þessar 100% skerðingar af örorku- og endurhæfingarlífeyri nema samhliða innleiðingu svonefnds starfsgetumats. Mjög óljóst er hvað átt er við með hugtakinu „starfsgetumat“ og er það efni í aðra grein. Allar staðgreiðsluskyldar tekjur fyrir skatt skerða framfærsluuppbótina, krónu á móti krónu. Því eru allir þeir sem fá einhverjar tekjur annars staðar frá í raun að greiða niður almannatryggingar með tekjum sínum. Lítum á dæmi:Dæmi: Atvinnutekjur Sunna er 30 ára örorkulífeyrisþegi. Hún hefur mjög litla starfsgetu en nær að vinna sér inn 20.000 kr. á mánuði (fyrir skatt og iðgjöld). Þrátt fyrir atvinnutekjurnar hækka samanlagðar ráðstöfunartekjur ekkert, hún fær áfram útborgað 196.610 kr. á mánuði. Atvinnutekjur hennar lækka greiðslur TR til hennar um 20.000 kr. (krónu á móti krónu) á mánuði. Hvatinn til vinnu er enginn.Dæmi: Lífeyrissjóðstekjur Árni er 50 ára örorkulífeyrisþegi. Eftir að hann fékk greiðslur frá lífeyrissjóði sínum, 40.000 kr. á mánuði (fyrir skatt) lækkuðu greiðslur Tryggingastofnunar til hans um sömu upphæð. Samanlagðar tekjur hans eru 196.610 kr. eftir skatt, með og án lífeyrissjóðstekna. Það bætir því engu við lífskjör hans að hafa greitt í lífeyrissjóð og áunnið sér rétt þar.Tekjur örorkulífeyrisþega nýttar til að spara fyrir ríkissjóð Fjöldi örorkulífeyrisþega hefur lítinn eða engan ávinning af því að hafa greitt af tekjum sínum í lífeyrissjóð vegna „krónu á móti krónu“ skerðinga. Réttindi þeirra af lögþvinguðum sparnaði eru þess í stað nýtt til að lækka greiðslur frá TR um allt að sömu fjárhæðir og þeir fá greiddar úr lífeyrissjóði fyrir skatt, þ.e. til að spara fyrir ríkissjóð. Tekjuskattur leggst í raun við 100% skerðingar.Er raunverulegur sparnaður af fátæktargildru? Af svari félags- og jafnréttismálaráðherra má ljóst vera að ríkissjóður „sparar“ tæpa 11,5 milljarða kr. árlega á kostnað örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega með „krónu á móti krónu“ skerðingum og eru þá aðrar skerðingar í almannatryggingakerfinu og víðar í „velferðarkerfinu“ ekki meðtaldar. Það verður að teljast mjög hæpinn sparnaður af grimmum tekjuskerðingum sem tryggja að fólki sé haldið í fátæktargildru. Það er hægt að útrýma fátækt ef vilji er fyrir hendi. Fátækt er heilsuspillandi og dýr, bæði fyrir þá sem lifa í fátækt og samfélagið í heild. Kostnaður ríkissjóðs af tekjuskerðingunum kemur því fram í auknum útgjöldum ríkissjóðs annars staðar.Um 37% uppgefins „kostnaðar“ renna til baka til ríkissjóðs Í svari sínu segir félags- og jafnréttismálaráðherra að áætlaður „kostnaður“ ríkissjóðs, sem er í raun ekki kostnaður, af því að afnema „krónu á móti krónu“ skerðingar án þess að gera aðrar breytingar á kerfinu, myndi nema 11,5 milljörðum kr. á ári. Í því sambandi er minnt á að framfærsluuppbótin, eins og flestar aðrar greiðslur TR til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega, er tekjuskattskyld. Um 37% tekjuskattur af fjárhæðunum, sem gefnar eru upp sem kostnaður ríkissjóðs, rennur til baka til ríkissjóðs í formi opinberra gjalda (tekjuskatts og útsvars). Áætlaður „kostnaður“ er því nær því að vera rúmir sjö milljarðar króna. Höfundur er formaður málefnahóps ÖBÍ um kjaramál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Félags- og jafnréttismálaráðherra hefur svarað fyrirspurn á Alþingi um áætlaðan kostnað við að afnema „krónu á móti krónu“ skerðingar á greiðslum Tryggingastofnunar (TR) til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. Hvað er átt við með „krónu á móti krónu“ skerðingum? Hvers vegna mikilvægt að afnema þessar 100% skerðingar? Hver eru áhrif þeirra á kjör þessara hópa?„Krónu á móti krónu“ skerðingar Í september 2008 var framfærsluuppbót innleidd. Henni var ætlað að tryggja lífeyrisþegum ákveðna lágmarksframfærslu á mánuði. Ef allar skattskyldar tekjur lífeyrisþega, að meðtöldum tekjum frá TR, eru undir ákveðinni upphæð, sem nefnd var framfærsluviðmið, fær lífeyrisþegi mismuninn greiddan sem uppbót til framfærslu. Í byrjun janúar 2017 voru „krónu á móti krónu“ skerðingar afnumdar af ellilífeyri frá TR. Stjórnvöld hafa hins vegar þráast við að afnema þessar 100% skerðingar af örorku- og endurhæfingarlífeyri nema samhliða innleiðingu svonefnds starfsgetumats. Mjög óljóst er hvað átt er við með hugtakinu „starfsgetumat“ og er það efni í aðra grein. Allar staðgreiðsluskyldar tekjur fyrir skatt skerða framfærsluuppbótina, krónu á móti krónu. Því eru allir þeir sem fá einhverjar tekjur annars staðar frá í raun að greiða niður almannatryggingar með tekjum sínum. Lítum á dæmi:Dæmi: Atvinnutekjur Sunna er 30 ára örorkulífeyrisþegi. Hún hefur mjög litla starfsgetu en nær að vinna sér inn 20.000 kr. á mánuði (fyrir skatt og iðgjöld). Þrátt fyrir atvinnutekjurnar hækka samanlagðar ráðstöfunartekjur ekkert, hún fær áfram útborgað 196.610 kr. á mánuði. Atvinnutekjur hennar lækka greiðslur TR til hennar um 20.000 kr. (krónu á móti krónu) á mánuði. Hvatinn til vinnu er enginn.Dæmi: Lífeyrissjóðstekjur Árni er 50 ára örorkulífeyrisþegi. Eftir að hann fékk greiðslur frá lífeyrissjóði sínum, 40.000 kr. á mánuði (fyrir skatt) lækkuðu greiðslur Tryggingastofnunar til hans um sömu upphæð. Samanlagðar tekjur hans eru 196.610 kr. eftir skatt, með og án lífeyrissjóðstekna. Það bætir því engu við lífskjör hans að hafa greitt í lífeyrissjóð og áunnið sér rétt þar.Tekjur örorkulífeyrisþega nýttar til að spara fyrir ríkissjóð Fjöldi örorkulífeyrisþega hefur lítinn eða engan ávinning af því að hafa greitt af tekjum sínum í lífeyrissjóð vegna „krónu á móti krónu“ skerðinga. Réttindi þeirra af lögþvinguðum sparnaði eru þess í stað nýtt til að lækka greiðslur frá TR um allt að sömu fjárhæðir og þeir fá greiddar úr lífeyrissjóði fyrir skatt, þ.e. til að spara fyrir ríkissjóð. Tekjuskattur leggst í raun við 100% skerðingar.Er raunverulegur sparnaður af fátæktargildru? Af svari félags- og jafnréttismálaráðherra má ljóst vera að ríkissjóður „sparar“ tæpa 11,5 milljarða kr. árlega á kostnað örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega með „krónu á móti krónu“ skerðingum og eru þá aðrar skerðingar í almannatryggingakerfinu og víðar í „velferðarkerfinu“ ekki meðtaldar. Það verður að teljast mjög hæpinn sparnaður af grimmum tekjuskerðingum sem tryggja að fólki sé haldið í fátæktargildru. Það er hægt að útrýma fátækt ef vilji er fyrir hendi. Fátækt er heilsuspillandi og dýr, bæði fyrir þá sem lifa í fátækt og samfélagið í heild. Kostnaður ríkissjóðs af tekjuskerðingunum kemur því fram í auknum útgjöldum ríkissjóðs annars staðar.Um 37% uppgefins „kostnaðar“ renna til baka til ríkissjóðs Í svari sínu segir félags- og jafnréttismálaráðherra að áætlaður „kostnaður“ ríkissjóðs, sem er í raun ekki kostnaður, af því að afnema „krónu á móti krónu“ skerðingar án þess að gera aðrar breytingar á kerfinu, myndi nema 11,5 milljörðum kr. á ári. Í því sambandi er minnt á að framfærsluuppbótin, eins og flestar aðrar greiðslur TR til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega, er tekjuskattskyld. Um 37% tekjuskattur af fjárhæðunum, sem gefnar eru upp sem kostnaður ríkissjóðs, rennur til baka til ríkissjóðs í formi opinberra gjalda (tekjuskatts og útsvars). Áætlaður „kostnaður“ er því nær því að vera rúmir sjö milljarðar króna. Höfundur er formaður málefnahóps ÖBÍ um kjaramál.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun