Ráðherra ætlar ekki að stöðva lokun Háholts Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. september 2017 06:00 Meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði var opnað árið 1999 og var rekið með þjónustusamningi. vísir/gva Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra ætlar ekki að grípa fram fyrir hendurnar á Barnaverndarstofu vegna meðferðarheimilisins Háholts. Héraðsfréttavefurinn Feykir greindi frá því að þjónustusamningur Barnaverndarstofu við rekstraraðila heimilisins hafi runnið út um mánaðamótin en starfsemin lagðist af í lok júní. Vilji er fyrir því meðal sveitarfélagsins og fyrrverandi starfsmanna að halda rekstrinum áfram. Fyrrverandi forstöðumenn eru aftur á móti horfnir til annarra starfa. Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður VG, hefur farið fram á fund í velferðarnefnd Alþingis vegna málefna Háholts og vill að á fundinn verði boðaður Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra, fulltrúi Barnaverndarstofu og starfsmenn Háholts.Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra„Það er Barnaverndarstofu að tryggja rekstur þeirra úrræða sem hún telur þörf á hverju sinni í tengslum við þennan mikilvæga málaflokk,“ segir Þorsteinn Víglundsson. Ráðherrann segir að afstaða Barnaverndarstofu í málinu hafi verið skýr og ráðuneytinu verið gerð grein fyrir því að sú starfsemi sem rekin væri í Háholti nýttist Barnaverndarstofu ekki sem skyldi og réttlætti ekki árlegan rekstrarkostnað heimilisins. „Þetta væri liður í áralangri þróun þar sem aukin áhersla hefur verið lögð á það af hálfu barnaverndaryfirvalda að veita þjónustu nær heimilum viðkomandi einstaklinga,“ segir Þorsteinn. Stefnan sé að reyna að forðast vistunarúrræði í lengstu lög og í öðru lagi, ef vistunar er algjörlega þörf, séu þau nálægt heimili viðkomandi. „Ég hef hitt fulltrúa sveitarfélagsins og hef sagt það alveg skýrt að málið væri hjá Barnaverndarstofu og rök Barnaverndarstofu fyrir lokun þess virðast vera skýr og greinargóð og ég hef ekki í hyggju að grípa inn í það ferli,“ segir Þorsteinn. Það sé ekki góð stjórnsýsla að ráðherra grípi inn í einstaka rekstrartengdar ákvarðanir Barnaverndarstofu eða annarra stofnana sem undir ráðuneytið heyra. Hins vegar muni hann ræða málið á fundi velferðarnefndar, verði þess óskað. Árið 2014 samdi þáverandi velferðarráðherra, Eygló Harðardóttir, um áframhaldandi rekstur Háholts, þótt Barnaverndarstofa hefði þá þegar komist að þeirri niðurstöðu að úrræðið nýttist ekki. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra ætlar ekki að grípa fram fyrir hendurnar á Barnaverndarstofu vegna meðferðarheimilisins Háholts. Héraðsfréttavefurinn Feykir greindi frá því að þjónustusamningur Barnaverndarstofu við rekstraraðila heimilisins hafi runnið út um mánaðamótin en starfsemin lagðist af í lok júní. Vilji er fyrir því meðal sveitarfélagsins og fyrrverandi starfsmanna að halda rekstrinum áfram. Fyrrverandi forstöðumenn eru aftur á móti horfnir til annarra starfa. Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður VG, hefur farið fram á fund í velferðarnefnd Alþingis vegna málefna Háholts og vill að á fundinn verði boðaður Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra, fulltrúi Barnaverndarstofu og starfsmenn Háholts.Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra„Það er Barnaverndarstofu að tryggja rekstur þeirra úrræða sem hún telur þörf á hverju sinni í tengslum við þennan mikilvæga málaflokk,“ segir Þorsteinn Víglundsson. Ráðherrann segir að afstaða Barnaverndarstofu í málinu hafi verið skýr og ráðuneytinu verið gerð grein fyrir því að sú starfsemi sem rekin væri í Háholti nýttist Barnaverndarstofu ekki sem skyldi og réttlætti ekki árlegan rekstrarkostnað heimilisins. „Þetta væri liður í áralangri þróun þar sem aukin áhersla hefur verið lögð á það af hálfu barnaverndaryfirvalda að veita þjónustu nær heimilum viðkomandi einstaklinga,“ segir Þorsteinn. Stefnan sé að reyna að forðast vistunarúrræði í lengstu lög og í öðru lagi, ef vistunar er algjörlega þörf, séu þau nálægt heimili viðkomandi. „Ég hef hitt fulltrúa sveitarfélagsins og hef sagt það alveg skýrt að málið væri hjá Barnaverndarstofu og rök Barnaverndarstofu fyrir lokun þess virðast vera skýr og greinargóð og ég hef ekki í hyggju að grípa inn í það ferli,“ segir Þorsteinn. Það sé ekki góð stjórnsýsla að ráðherra grípi inn í einstaka rekstrartengdar ákvarðanir Barnaverndarstofu eða annarra stofnana sem undir ráðuneytið heyra. Hins vegar muni hann ræða málið á fundi velferðarnefndar, verði þess óskað. Árið 2014 samdi þáverandi velferðarráðherra, Eygló Harðardóttir, um áframhaldandi rekstur Háholts, þótt Barnaverndarstofa hefði þá þegar komist að þeirri niðurstöðu að úrræðið nýttist ekki.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira