Líkamleg og andleg lömun Valdimar Elíasson skrifar 31. ágúst 2017 07:00 Enginn fæðist gallalaus en allir fá í vöggugjöf þokkalegt heilbrigði en gera sér svo ekki grein fyrir dýrmæti þess. Allt þykir orðið svo sjálfsagt og reynt er að gera allt sem auðveldast. Einn daginn stendur svo einstaklingurinn svo frammi fyrir því að nánast öllu er snúið á hvolf og hann þarf að læra upp á nýtt með flestar bjargir. Þá hefst mikil barátta við að sætta sig við orðið hlutskipti og að allt er ekki lengur eins sjálfsagt og áður var. Fólk verður upp á aðra komið en þá blasir við að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Þjóðfélaginu er stundum hnoðað þannig saman að nógu erfitt er fyrir þann sem telst heilbrigður að eiga við það hvað þá lömuðum manni sitjandi í hjólastól. Sumar hverjar byggingar og stofnanir eru eins og minnisvarði yfir hönnuðinum með sínum göllum varðandi aðgengi hjólastóla þótt bætt hafi verið úr sums staðar. Smá athugun leiddi í ljós að á einum af skemmtistöðum borgarinnar luku þjónar lofsorði á þetta fólk. Það kemur til að skemmta sér, drekkur ekkert sull og er ekki til vandræða. Til eru dæmi um að fólk sé nánast gætt undramætti að ná sér upp úr hjólastólnum og kjagi einhvern veginn áfram – hafi jafnvel fengið vinnu. Bætur þessa fólks eru miskunnarlaust skornar niður sem „verðlaun“ fyrir tiltækið.Aðkast og ónot Ég hef til þessa talað um líkamlega lömun en til er annars konar lömun sem er bara hálfu verri en það er andleg lömun eða geðfötlun. Öll þau ósköp geta hent alla hvenær sem er. Aðkastið og ónotin sem þetta fólk upplifir úti í samfélaginu er með ólíkindum. Alveg er sama þótt reynt sé að ræða þetta af skynsemi, fordómarnir halda sínu striki. Til er fólk sem ekkert vill af þessu vita frekar en fátæktinni. Erfitt er að ímynda sér að nokkuð lagist, a.m.k. ekki á næstunni enda þarf kraftaverk til miðað við hvernig samfélagið er í dag. Að vísu er til fólk sem kýs að starfa við umönnun þessa fólks en yfirvöld bera alltaf við fjárskorti ef reynt er gera meira eða betur. Komið hefur fyrir að einstaklingur hafi neitað meðferð eða þeirri hjálp sem í boði er. Slíkt ástand bitnar þá á ættingjum því sá einstaklingur sem ekki virðir boð eða bönn er að sjálfsögðu ekki talinn húsum hæfur og ráfar um eins og hver annar útigangur. Það er því ekkert grín að vera geðfatlaður vitandi hvernig samfélagið tekur á móti manni. Höfundur er sjúkraliði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Enginn fæðist gallalaus en allir fá í vöggugjöf þokkalegt heilbrigði en gera sér svo ekki grein fyrir dýrmæti þess. Allt þykir orðið svo sjálfsagt og reynt er að gera allt sem auðveldast. Einn daginn stendur svo einstaklingurinn svo frammi fyrir því að nánast öllu er snúið á hvolf og hann þarf að læra upp á nýtt með flestar bjargir. Þá hefst mikil barátta við að sætta sig við orðið hlutskipti og að allt er ekki lengur eins sjálfsagt og áður var. Fólk verður upp á aðra komið en þá blasir við að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Þjóðfélaginu er stundum hnoðað þannig saman að nógu erfitt er fyrir þann sem telst heilbrigður að eiga við það hvað þá lömuðum manni sitjandi í hjólastól. Sumar hverjar byggingar og stofnanir eru eins og minnisvarði yfir hönnuðinum með sínum göllum varðandi aðgengi hjólastóla þótt bætt hafi verið úr sums staðar. Smá athugun leiddi í ljós að á einum af skemmtistöðum borgarinnar luku þjónar lofsorði á þetta fólk. Það kemur til að skemmta sér, drekkur ekkert sull og er ekki til vandræða. Til eru dæmi um að fólk sé nánast gætt undramætti að ná sér upp úr hjólastólnum og kjagi einhvern veginn áfram – hafi jafnvel fengið vinnu. Bætur þessa fólks eru miskunnarlaust skornar niður sem „verðlaun“ fyrir tiltækið.Aðkast og ónot Ég hef til þessa talað um líkamlega lömun en til er annars konar lömun sem er bara hálfu verri en það er andleg lömun eða geðfötlun. Öll þau ósköp geta hent alla hvenær sem er. Aðkastið og ónotin sem þetta fólk upplifir úti í samfélaginu er með ólíkindum. Alveg er sama þótt reynt sé að ræða þetta af skynsemi, fordómarnir halda sínu striki. Til er fólk sem ekkert vill af þessu vita frekar en fátæktinni. Erfitt er að ímynda sér að nokkuð lagist, a.m.k. ekki á næstunni enda þarf kraftaverk til miðað við hvernig samfélagið er í dag. Að vísu er til fólk sem kýs að starfa við umönnun þessa fólks en yfirvöld bera alltaf við fjárskorti ef reynt er gera meira eða betur. Komið hefur fyrir að einstaklingur hafi neitað meðferð eða þeirri hjálp sem í boði er. Slíkt ástand bitnar þá á ættingjum því sá einstaklingur sem ekki virðir boð eða bönn er að sjálfsögðu ekki talinn húsum hæfur og ráfar um eins og hver annar útigangur. Það er því ekkert grín að vera geðfatlaður vitandi hvernig samfélagið tekur á móti manni. Höfundur er sjúkraliði.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar