Líkamleg og andleg lömun Valdimar Elíasson skrifar 31. ágúst 2017 07:00 Enginn fæðist gallalaus en allir fá í vöggugjöf þokkalegt heilbrigði en gera sér svo ekki grein fyrir dýrmæti þess. Allt þykir orðið svo sjálfsagt og reynt er að gera allt sem auðveldast. Einn daginn stendur svo einstaklingurinn svo frammi fyrir því að nánast öllu er snúið á hvolf og hann þarf að læra upp á nýtt með flestar bjargir. Þá hefst mikil barátta við að sætta sig við orðið hlutskipti og að allt er ekki lengur eins sjálfsagt og áður var. Fólk verður upp á aðra komið en þá blasir við að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Þjóðfélaginu er stundum hnoðað þannig saman að nógu erfitt er fyrir þann sem telst heilbrigður að eiga við það hvað þá lömuðum manni sitjandi í hjólastól. Sumar hverjar byggingar og stofnanir eru eins og minnisvarði yfir hönnuðinum með sínum göllum varðandi aðgengi hjólastóla þótt bætt hafi verið úr sums staðar. Smá athugun leiddi í ljós að á einum af skemmtistöðum borgarinnar luku þjónar lofsorði á þetta fólk. Það kemur til að skemmta sér, drekkur ekkert sull og er ekki til vandræða. Til eru dæmi um að fólk sé nánast gætt undramætti að ná sér upp úr hjólastólnum og kjagi einhvern veginn áfram – hafi jafnvel fengið vinnu. Bætur þessa fólks eru miskunnarlaust skornar niður sem „verðlaun“ fyrir tiltækið.Aðkast og ónot Ég hef til þessa talað um líkamlega lömun en til er annars konar lömun sem er bara hálfu verri en það er andleg lömun eða geðfötlun. Öll þau ósköp geta hent alla hvenær sem er. Aðkastið og ónotin sem þetta fólk upplifir úti í samfélaginu er með ólíkindum. Alveg er sama þótt reynt sé að ræða þetta af skynsemi, fordómarnir halda sínu striki. Til er fólk sem ekkert vill af þessu vita frekar en fátæktinni. Erfitt er að ímynda sér að nokkuð lagist, a.m.k. ekki á næstunni enda þarf kraftaverk til miðað við hvernig samfélagið er í dag. Að vísu er til fólk sem kýs að starfa við umönnun þessa fólks en yfirvöld bera alltaf við fjárskorti ef reynt er gera meira eða betur. Komið hefur fyrir að einstaklingur hafi neitað meðferð eða þeirri hjálp sem í boði er. Slíkt ástand bitnar þá á ættingjum því sá einstaklingur sem ekki virðir boð eða bönn er að sjálfsögðu ekki talinn húsum hæfur og ráfar um eins og hver annar útigangur. Það er því ekkert grín að vera geðfatlaður vitandi hvernig samfélagið tekur á móti manni. Höfundur er sjúkraliði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Enginn fæðist gallalaus en allir fá í vöggugjöf þokkalegt heilbrigði en gera sér svo ekki grein fyrir dýrmæti þess. Allt þykir orðið svo sjálfsagt og reynt er að gera allt sem auðveldast. Einn daginn stendur svo einstaklingurinn svo frammi fyrir því að nánast öllu er snúið á hvolf og hann þarf að læra upp á nýtt með flestar bjargir. Þá hefst mikil barátta við að sætta sig við orðið hlutskipti og að allt er ekki lengur eins sjálfsagt og áður var. Fólk verður upp á aðra komið en þá blasir við að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Þjóðfélaginu er stundum hnoðað þannig saman að nógu erfitt er fyrir þann sem telst heilbrigður að eiga við það hvað þá lömuðum manni sitjandi í hjólastól. Sumar hverjar byggingar og stofnanir eru eins og minnisvarði yfir hönnuðinum með sínum göllum varðandi aðgengi hjólastóla þótt bætt hafi verið úr sums staðar. Smá athugun leiddi í ljós að á einum af skemmtistöðum borgarinnar luku þjónar lofsorði á þetta fólk. Það kemur til að skemmta sér, drekkur ekkert sull og er ekki til vandræða. Til eru dæmi um að fólk sé nánast gætt undramætti að ná sér upp úr hjólastólnum og kjagi einhvern veginn áfram – hafi jafnvel fengið vinnu. Bætur þessa fólks eru miskunnarlaust skornar niður sem „verðlaun“ fyrir tiltækið.Aðkast og ónot Ég hef til þessa talað um líkamlega lömun en til er annars konar lömun sem er bara hálfu verri en það er andleg lömun eða geðfötlun. Öll þau ósköp geta hent alla hvenær sem er. Aðkastið og ónotin sem þetta fólk upplifir úti í samfélaginu er með ólíkindum. Alveg er sama þótt reynt sé að ræða þetta af skynsemi, fordómarnir halda sínu striki. Til er fólk sem ekkert vill af þessu vita frekar en fátæktinni. Erfitt er að ímynda sér að nokkuð lagist, a.m.k. ekki á næstunni enda þarf kraftaverk til miðað við hvernig samfélagið er í dag. Að vísu er til fólk sem kýs að starfa við umönnun þessa fólks en yfirvöld bera alltaf við fjárskorti ef reynt er gera meira eða betur. Komið hefur fyrir að einstaklingur hafi neitað meðferð eða þeirri hjálp sem í boði er. Slíkt ástand bitnar þá á ættingjum því sá einstaklingur sem ekki virðir boð eða bönn er að sjálfsögðu ekki talinn húsum hæfur og ráfar um eins og hver annar útigangur. Það er því ekkert grín að vera geðfatlaður vitandi hvernig samfélagið tekur á móti manni. Höfundur er sjúkraliði.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun