Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – þriðji hluti Brandon V. Stracener skrifar 1. september 2017 07:00 Þetta er þriðja greinin í röð greina eftir þrjá sérfræðinga í stjórnskipunarrétti við lagadeild háskólans í Berkeley. Þar er gagnrýni á ferlið við gerð nýrrar stjórnarskrár á Íslandi greind og hrakin. Enn fremur er Alþingi hvatt til þess að samþykkja nýju stjórnarskrárdrögin. Í þetta sinn lítum við á aðra tegund af gagnrýni sem beint hefur verið að stjórnarskrárdrögunum. Menn hafa fundið að þeirri leið sem farin var til þess að semja þau stjórnarskrárdrög, sem nú liggja fyrir Alþingi. Þessi gagnrýni tekur til kvartana yfir þeirri krókaleið sem ferlið lenti í á milli mismunandi opinberra stofnana, enn fremur því hversu opin (eður ei) umræðan og undirbúningsvinnan var, og að ágreiningsatriði hafi verið sniðgengin. Slíkar kvartanir eru lítils virði, enda í andstöðu hver við aðra, en það eitt sýnir að ferlið var í jafnvægi. Ólíkir hópar tóku þátt í ferlinu, og árangurinn varð skjal sem nýtist Íslandi best til að festa í sessi grundvallargildi og grundvallarlöggjöf. Gagnrýnendur stjórnarskrárdraganna benda á ýmsar hindranir sem stjórnarskrárdrögin urðu fyrir í stjórnsýslunni og segja þær sönnun þess að þau séu gölluð. Hæstiréttur Íslands ógilti kjör stjórnlagaþings. Loks var nýtt stjórnlagaráð tilnefnt af Alþingi en ekki kosið. Þátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslunni um stjórnarskrárdrögin var tiltölulega lítil miðað við kjörsókn á Íslandi almennt. Þó sigruðust Íslendingar á öllum þessum hindrunum og þær staðfestu að stjórnarskrárdrögin endurspegla sameiginleg gildi íslensku þjóðarinnar. Hagsmunaaðilar komu líka að málinu. Stjórnlagaþingið þurfti ekki að hefja vinnuna við stjórnarskrárdrögin frá grunni. Tekið var mið af undirbúningsvinnu stjórnlaganefndar, núgildandi stjórnarskrá Íslands og öðrum nýlegum stjórnarskrám. Þáttur Alþingis fólst m.a. í því að samþykkja lög um stjórnlagaþing og tilnefna fulltrúa í stjórnlagaráð. Borgararnir tóku virkan þátt í að semja stjórnarskrárdrögin meðan á ferlinu stóð. Lítil þátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslunni var aðeins til marks um það að þeir sem sátu heima vísuðu málinu til þeirra sem greiddu atkvæði. Stjórnarskrárdrögin voru samþykkt með 67% atkvæða þeirra sem tóku afstöðu, og telst það yfirgnæfandi meirihluti hvernig sem á málið er litið.Jafnvægi tryggt Sumir fundu að því að ferlið hefði verið of opið. Aðrir kvörtuðu undan því að það hefði ekki verið nógu opið. Aðfinnslur og kvartanir af þessu tagi eru í andstöðu hvor við aðra. Í upphafi var blásið til almennra kosninga þar sem fólk var valið til þess verks að skrifa nýja stjórnarskrá. Tilteknir einstaklingar voru loks skipaðir til þess að semja heildstæð stjórnarskrárdrög. Þannig þróuðust stjórnarskrárdrögin frá því að vera hópvirkjunarverkefni í það að verða stjórnarskrárdrög stjórnarskrárnefndar, sem tilnefnd var af löggjafanum, og er lokagerðin í höndum sjálfs Alþingis. Þessir áfangar skerptu enn á stjórnarskrárdrögunum, þannig að jafnvægi var tryggt milli opins ferlis og aðkomu sérfræðinga. Allt þetta samþykktu kjósendur sjálfir með yfirgnæfandi meirihluta. Hefði nokkurt ferli getað reynst betur, þrátt fyrir krókaleiðirnar til núverandi draga? Loks hafa sumir kvartað undan því að ágreiningsmál hafi verið sniðgengin og það skorti á að þau hafi verið rædd á sínum tíma, og sé því margt óljóst í stjórnarskrárdrögunum. Nú er það svo, að stjórnarskrá er grundvallarskjal og henni er ætlað að endurspegla viðhorf heillar þjóðar. Stjórnarskrá er ekki svar við öllum spurningum, síst þeim sem eru svo umdeildar að ekki næst um þær samstaða innan hóps sem er mun afmarkaðri en þjóðin sjálf. Þess vegna er löggjöf nauðsynleg. Hlutverk hennar er einmitt að tryggja að umræða fari fram og samstaða myndist. Stjórnarskrá ber að endurspegla þau gildi sem flestir sameinast um. Lög henta betur til þess að leysa úr ágreiningsatriðum. Að því er varðar ofangreindar aðfinnslur og kvartanir eru þær einmitt til marks um hvað ferlið heppnaðist vel, þannig að árangurinn varð stjórnarskrárdrög sem allir hagsmunaaðilar komu að, og sem endurspegla íslensku þjóðina í heild sinni. Höfundur er sérfræðingur við California Constitution Center í lagadeild Berkeley háskóla.Sjá einnig:Um gæði íslensku stjórnarskrárinnar - fyrsti hlutiUm gæði íslensku stjórnarskrárinnar - annar hluti Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – annar hluti Grein þessi er annar hluti í seríu sem þrír sérfræðingar í stjórnskipunarrétti við lagadeild Berkeley-háskóla skrifa. 16. ágúst 2017 06:00 Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – fyrsti hluti Í dag bregst ég við mótbárum þess efnis að aðferðin við að semja stjórnarskrárdrögin hafi skort lögmæti. 2. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Þetta er þriðja greinin í röð greina eftir þrjá sérfræðinga í stjórnskipunarrétti við lagadeild háskólans í Berkeley. Þar er gagnrýni á ferlið við gerð nýrrar stjórnarskrár á Íslandi greind og hrakin. Enn fremur er Alþingi hvatt til þess að samþykkja nýju stjórnarskrárdrögin. Í þetta sinn lítum við á aðra tegund af gagnrýni sem beint hefur verið að stjórnarskrárdrögunum. Menn hafa fundið að þeirri leið sem farin var til þess að semja þau stjórnarskrárdrög, sem nú liggja fyrir Alþingi. Þessi gagnrýni tekur til kvartana yfir þeirri krókaleið sem ferlið lenti í á milli mismunandi opinberra stofnana, enn fremur því hversu opin (eður ei) umræðan og undirbúningsvinnan var, og að ágreiningsatriði hafi verið sniðgengin. Slíkar kvartanir eru lítils virði, enda í andstöðu hver við aðra, en það eitt sýnir að ferlið var í jafnvægi. Ólíkir hópar tóku þátt í ferlinu, og árangurinn varð skjal sem nýtist Íslandi best til að festa í sessi grundvallargildi og grundvallarlöggjöf. Gagnrýnendur stjórnarskrárdraganna benda á ýmsar hindranir sem stjórnarskrárdrögin urðu fyrir í stjórnsýslunni og segja þær sönnun þess að þau séu gölluð. Hæstiréttur Íslands ógilti kjör stjórnlagaþings. Loks var nýtt stjórnlagaráð tilnefnt af Alþingi en ekki kosið. Þátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslunni um stjórnarskrárdrögin var tiltölulega lítil miðað við kjörsókn á Íslandi almennt. Þó sigruðust Íslendingar á öllum þessum hindrunum og þær staðfestu að stjórnarskrárdrögin endurspegla sameiginleg gildi íslensku þjóðarinnar. Hagsmunaaðilar komu líka að málinu. Stjórnlagaþingið þurfti ekki að hefja vinnuna við stjórnarskrárdrögin frá grunni. Tekið var mið af undirbúningsvinnu stjórnlaganefndar, núgildandi stjórnarskrá Íslands og öðrum nýlegum stjórnarskrám. Þáttur Alþingis fólst m.a. í því að samþykkja lög um stjórnlagaþing og tilnefna fulltrúa í stjórnlagaráð. Borgararnir tóku virkan þátt í að semja stjórnarskrárdrögin meðan á ferlinu stóð. Lítil þátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslunni var aðeins til marks um það að þeir sem sátu heima vísuðu málinu til þeirra sem greiddu atkvæði. Stjórnarskrárdrögin voru samþykkt með 67% atkvæða þeirra sem tóku afstöðu, og telst það yfirgnæfandi meirihluti hvernig sem á málið er litið.Jafnvægi tryggt Sumir fundu að því að ferlið hefði verið of opið. Aðrir kvörtuðu undan því að það hefði ekki verið nógu opið. Aðfinnslur og kvartanir af þessu tagi eru í andstöðu hvor við aðra. Í upphafi var blásið til almennra kosninga þar sem fólk var valið til þess verks að skrifa nýja stjórnarskrá. Tilteknir einstaklingar voru loks skipaðir til þess að semja heildstæð stjórnarskrárdrög. Þannig þróuðust stjórnarskrárdrögin frá því að vera hópvirkjunarverkefni í það að verða stjórnarskrárdrög stjórnarskrárnefndar, sem tilnefnd var af löggjafanum, og er lokagerðin í höndum sjálfs Alþingis. Þessir áfangar skerptu enn á stjórnarskrárdrögunum, þannig að jafnvægi var tryggt milli opins ferlis og aðkomu sérfræðinga. Allt þetta samþykktu kjósendur sjálfir með yfirgnæfandi meirihluta. Hefði nokkurt ferli getað reynst betur, þrátt fyrir krókaleiðirnar til núverandi draga? Loks hafa sumir kvartað undan því að ágreiningsmál hafi verið sniðgengin og það skorti á að þau hafi verið rædd á sínum tíma, og sé því margt óljóst í stjórnarskrárdrögunum. Nú er það svo, að stjórnarskrá er grundvallarskjal og henni er ætlað að endurspegla viðhorf heillar þjóðar. Stjórnarskrá er ekki svar við öllum spurningum, síst þeim sem eru svo umdeildar að ekki næst um þær samstaða innan hóps sem er mun afmarkaðri en þjóðin sjálf. Þess vegna er löggjöf nauðsynleg. Hlutverk hennar er einmitt að tryggja að umræða fari fram og samstaða myndist. Stjórnarskrá ber að endurspegla þau gildi sem flestir sameinast um. Lög henta betur til þess að leysa úr ágreiningsatriðum. Að því er varðar ofangreindar aðfinnslur og kvartanir eru þær einmitt til marks um hvað ferlið heppnaðist vel, þannig að árangurinn varð stjórnarskrárdrög sem allir hagsmunaaðilar komu að, og sem endurspegla íslensku þjóðina í heild sinni. Höfundur er sérfræðingur við California Constitution Center í lagadeild Berkeley háskóla.Sjá einnig:Um gæði íslensku stjórnarskrárinnar - fyrsti hlutiUm gæði íslensku stjórnarskrárinnar - annar hluti
Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – annar hluti Grein þessi er annar hluti í seríu sem þrír sérfræðingar í stjórnskipunarrétti við lagadeild Berkeley-háskóla skrifa. 16. ágúst 2017 06:00
Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – fyrsti hluti Í dag bregst ég við mótbárum þess efnis að aðferðin við að semja stjórnarskrárdrögin hafi skort lögmæti. 2. ágúst 2017 06:00
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun