Gætum jafnræðis og látum ÖLL börn njóta gjaldfrjálsrar grunnmenntunar Erna Reynisdótir skrifar 31. ágúst 2017 07:00 Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa frá árinu 2015 hvatt yfirvöld til að afnema kostnaðarþátttöku fjölskyldna vegna skólagagna grunnskólabarna eða svokallaða innkaupalista. Hvorki samræmist sú gjaldtaka 29. grein Barnasáttmálans né er hún í anda þeirrar stefnu að skólinn skuli vera hornsteinn jöfnuðar í þjóðfélaginu. Velferðarvaktin, sem Barnaheill eiga fulltrúa í, hefur einnig tekið málið upp á sína arma og m.a. látið gera könnun á kostnaðarþátttöku vegna skólagagna grunnskólabarna í öllum 74 sveitarfélögum landsins. Samtökin fagna heilshugar niðurstöðum þeirrar könnunar. Þar kemur fram að 55,4% sveitarfélaga ætla að útvega grunnskólabörnum skólagögn án endurgjalds frá og með skólaárinu 2017-2018. Eru þetta gleðitíðindi fyrir þau grunnskólabörn og fjölskyldur þeirra sem búa í þessum sveitarfélögum en því miður endurspeglar þetta hlutfall ekki fjölda þeirra grunnskólabarna á landinu sem munu njóta góðs af þessu. Stærstu sveitarfélögin á landinu, Reykjavík og Kópavogur, eru til dæmis ekki inni í þessari prósentutölu. Bæði þessi sveitarfélög segjast þó ætla að draga úr kostnaðarþátttöku grunnskólanemenda vegna skólagagna. Það er vissulega skref í rétta átt en kemur ekki í veg fyrir hættuna á mismunun á milli barna innan sama sveitarfélags. Í könnuninni kemur fram að í 18 sveitarfélögum er kostnaður á nemendur í sama árgangi misjafn á milli skóla. Börn í sama árgangi, í sama sveitarfélagi, en mismunandi skólum eru að greiða mismikið fyrir námsgögn og er það algjörlega óásættanlegt og mismunun barna sveitarfélagsins. Barnaheill telja það því gríðarlega mikilvægt að 31. grein grunnskólalaga sé breytt á þann veg að tekið sé fyrir þessa kostnaðarþátttöku heimilanna í skólagögnum. Einungis þannig er hægt að tryggja til framtíðar jöfnuð milli allra barna varðandi þennan kostnað án tillits til búsetu eða í hvaða skóla þau ganga. Barnaheill – Save the Children á Íslandi þakka öllum þeim einstaklingum sem tóku þátt í undirskriftasöfnun og studdu samtökin í baráttu sinni fyrir gjaldfrjálsri grunnmenntun í raun. Það er mikils virði að sjá árangur af þeirri vinnu í niðurstöðum þessarar könnunnar. En björninn er ekki unninn fyrr en glufunni í grunnskólalögunum hefur verið lokað. Því ítreka samtökin áskorun sína og þjóðarinnar til þingheims um að taka fyrir þessa gjaldtöku með breytingu á 31. grein grunnskólalaga og stuðla þar með að þeim jöfnuði sem grunnskólar þessa lands eiga að standa fyrir. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaheilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa frá árinu 2015 hvatt yfirvöld til að afnema kostnaðarþátttöku fjölskyldna vegna skólagagna grunnskólabarna eða svokallaða innkaupalista. Hvorki samræmist sú gjaldtaka 29. grein Barnasáttmálans né er hún í anda þeirrar stefnu að skólinn skuli vera hornsteinn jöfnuðar í þjóðfélaginu. Velferðarvaktin, sem Barnaheill eiga fulltrúa í, hefur einnig tekið málið upp á sína arma og m.a. látið gera könnun á kostnaðarþátttöku vegna skólagagna grunnskólabarna í öllum 74 sveitarfélögum landsins. Samtökin fagna heilshugar niðurstöðum þeirrar könnunar. Þar kemur fram að 55,4% sveitarfélaga ætla að útvega grunnskólabörnum skólagögn án endurgjalds frá og með skólaárinu 2017-2018. Eru þetta gleðitíðindi fyrir þau grunnskólabörn og fjölskyldur þeirra sem búa í þessum sveitarfélögum en því miður endurspeglar þetta hlutfall ekki fjölda þeirra grunnskólabarna á landinu sem munu njóta góðs af þessu. Stærstu sveitarfélögin á landinu, Reykjavík og Kópavogur, eru til dæmis ekki inni í þessari prósentutölu. Bæði þessi sveitarfélög segjast þó ætla að draga úr kostnaðarþátttöku grunnskólanemenda vegna skólagagna. Það er vissulega skref í rétta átt en kemur ekki í veg fyrir hættuna á mismunun á milli barna innan sama sveitarfélags. Í könnuninni kemur fram að í 18 sveitarfélögum er kostnaður á nemendur í sama árgangi misjafn á milli skóla. Börn í sama árgangi, í sama sveitarfélagi, en mismunandi skólum eru að greiða mismikið fyrir námsgögn og er það algjörlega óásættanlegt og mismunun barna sveitarfélagsins. Barnaheill telja það því gríðarlega mikilvægt að 31. grein grunnskólalaga sé breytt á þann veg að tekið sé fyrir þessa kostnaðarþátttöku heimilanna í skólagögnum. Einungis þannig er hægt að tryggja til framtíðar jöfnuð milli allra barna varðandi þennan kostnað án tillits til búsetu eða í hvaða skóla þau ganga. Barnaheill – Save the Children á Íslandi þakka öllum þeim einstaklingum sem tóku þátt í undirskriftasöfnun og studdu samtökin í baráttu sinni fyrir gjaldfrjálsri grunnmenntun í raun. Það er mikils virði að sjá árangur af þeirri vinnu í niðurstöðum þessarar könnunnar. En björninn er ekki unninn fyrr en glufunni í grunnskólalögunum hefur verið lokað. Því ítreka samtökin áskorun sína og þjóðarinnar til þingheims um að taka fyrir þessa gjaldtöku með breytingu á 31. grein grunnskólalaga og stuðla þar með að þeim jöfnuði sem grunnskólar þessa lands eiga að standa fyrir. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaheilla.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar