Gætum jafnræðis og látum ÖLL börn njóta gjaldfrjálsrar grunnmenntunar Erna Reynisdótir skrifar 31. ágúst 2017 07:00 Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa frá árinu 2015 hvatt yfirvöld til að afnema kostnaðarþátttöku fjölskyldna vegna skólagagna grunnskólabarna eða svokallaða innkaupalista. Hvorki samræmist sú gjaldtaka 29. grein Barnasáttmálans né er hún í anda þeirrar stefnu að skólinn skuli vera hornsteinn jöfnuðar í þjóðfélaginu. Velferðarvaktin, sem Barnaheill eiga fulltrúa í, hefur einnig tekið málið upp á sína arma og m.a. látið gera könnun á kostnaðarþátttöku vegna skólagagna grunnskólabarna í öllum 74 sveitarfélögum landsins. Samtökin fagna heilshugar niðurstöðum þeirrar könnunar. Þar kemur fram að 55,4% sveitarfélaga ætla að útvega grunnskólabörnum skólagögn án endurgjalds frá og með skólaárinu 2017-2018. Eru þetta gleðitíðindi fyrir þau grunnskólabörn og fjölskyldur þeirra sem búa í þessum sveitarfélögum en því miður endurspeglar þetta hlutfall ekki fjölda þeirra grunnskólabarna á landinu sem munu njóta góðs af þessu. Stærstu sveitarfélögin á landinu, Reykjavík og Kópavogur, eru til dæmis ekki inni í þessari prósentutölu. Bæði þessi sveitarfélög segjast þó ætla að draga úr kostnaðarþátttöku grunnskólanemenda vegna skólagagna. Það er vissulega skref í rétta átt en kemur ekki í veg fyrir hættuna á mismunun á milli barna innan sama sveitarfélags. Í könnuninni kemur fram að í 18 sveitarfélögum er kostnaður á nemendur í sama árgangi misjafn á milli skóla. Börn í sama árgangi, í sama sveitarfélagi, en mismunandi skólum eru að greiða mismikið fyrir námsgögn og er það algjörlega óásættanlegt og mismunun barna sveitarfélagsins. Barnaheill telja það því gríðarlega mikilvægt að 31. grein grunnskólalaga sé breytt á þann veg að tekið sé fyrir þessa kostnaðarþátttöku heimilanna í skólagögnum. Einungis þannig er hægt að tryggja til framtíðar jöfnuð milli allra barna varðandi þennan kostnað án tillits til búsetu eða í hvaða skóla þau ganga. Barnaheill – Save the Children á Íslandi þakka öllum þeim einstaklingum sem tóku þátt í undirskriftasöfnun og studdu samtökin í baráttu sinni fyrir gjaldfrjálsri grunnmenntun í raun. Það er mikils virði að sjá árangur af þeirri vinnu í niðurstöðum þessarar könnunnar. En björninn er ekki unninn fyrr en glufunni í grunnskólalögunum hefur verið lokað. Því ítreka samtökin áskorun sína og þjóðarinnar til þingheims um að taka fyrir þessa gjaldtöku með breytingu á 31. grein grunnskólalaga og stuðla þar með að þeim jöfnuði sem grunnskólar þessa lands eiga að standa fyrir. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaheilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa frá árinu 2015 hvatt yfirvöld til að afnema kostnaðarþátttöku fjölskyldna vegna skólagagna grunnskólabarna eða svokallaða innkaupalista. Hvorki samræmist sú gjaldtaka 29. grein Barnasáttmálans né er hún í anda þeirrar stefnu að skólinn skuli vera hornsteinn jöfnuðar í þjóðfélaginu. Velferðarvaktin, sem Barnaheill eiga fulltrúa í, hefur einnig tekið málið upp á sína arma og m.a. látið gera könnun á kostnaðarþátttöku vegna skólagagna grunnskólabarna í öllum 74 sveitarfélögum landsins. Samtökin fagna heilshugar niðurstöðum þeirrar könnunar. Þar kemur fram að 55,4% sveitarfélaga ætla að útvega grunnskólabörnum skólagögn án endurgjalds frá og með skólaárinu 2017-2018. Eru þetta gleðitíðindi fyrir þau grunnskólabörn og fjölskyldur þeirra sem búa í þessum sveitarfélögum en því miður endurspeglar þetta hlutfall ekki fjölda þeirra grunnskólabarna á landinu sem munu njóta góðs af þessu. Stærstu sveitarfélögin á landinu, Reykjavík og Kópavogur, eru til dæmis ekki inni í þessari prósentutölu. Bæði þessi sveitarfélög segjast þó ætla að draga úr kostnaðarþátttöku grunnskólanemenda vegna skólagagna. Það er vissulega skref í rétta átt en kemur ekki í veg fyrir hættuna á mismunun á milli barna innan sama sveitarfélags. Í könnuninni kemur fram að í 18 sveitarfélögum er kostnaður á nemendur í sama árgangi misjafn á milli skóla. Börn í sama árgangi, í sama sveitarfélagi, en mismunandi skólum eru að greiða mismikið fyrir námsgögn og er það algjörlega óásættanlegt og mismunun barna sveitarfélagsins. Barnaheill telja það því gríðarlega mikilvægt að 31. grein grunnskólalaga sé breytt á þann veg að tekið sé fyrir þessa kostnaðarþátttöku heimilanna í skólagögnum. Einungis þannig er hægt að tryggja til framtíðar jöfnuð milli allra barna varðandi þennan kostnað án tillits til búsetu eða í hvaða skóla þau ganga. Barnaheill – Save the Children á Íslandi þakka öllum þeim einstaklingum sem tóku þátt í undirskriftasöfnun og studdu samtökin í baráttu sinni fyrir gjaldfrjálsri grunnmenntun í raun. Það er mikils virði að sjá árangur af þeirri vinnu í niðurstöðum þessarar könnunnar. En björninn er ekki unninn fyrr en glufunni í grunnskólalögunum hefur verið lokað. Því ítreka samtökin áskorun sína og þjóðarinnar til þingheims um að taka fyrir þessa gjaldtöku með breytingu á 31. grein grunnskólalaga og stuðla þar með að þeim jöfnuði sem grunnskólar þessa lands eiga að standa fyrir. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaheilla.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar