Hagsmunir sjúklinga eiga að ganga fyrir Óttarr Proppé skrifar 1. september 2017 07:00 Áhyggjur af einkarekstri í heilbrigðiskerfinu snúast mest um mögulegan ójöfnuð gagnvart sjúklingum. Eitt af grunngildum íslensks heilbrigðiskerfis er jafnt aðgengi að bestu þjónustu sem völ er á. Um þetta erum við Katrín Jakobsdóttir sammála. Nýr liður í gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands gagnvart aðgerðum hjá konum sem greinast með BRCA-genið er í samræmi við þessi gildi. Hér eru einmitt hagsmunir sjúklinga í fyrirrúmi. Breytingin er í framhaldi af úrskurði Úrskurðarnefndar velferðarmála. Þessi viðbót við gjaldskrá boðar ekki niðurskurð á fjárframlögum til annarrar heilbrigðisþjónustu. Slíkar ásakanir eru í besta falli tilraunir til að slá pólitískar keilur. Framlög til heilbrigðiskerfisins hafa aldrei verið hærri, tugum milljarða hærri en þegar Katrín sat í ríkisstjórn. Ég skal hins vegar fyrstur samsinna því að við þurfum að gera enn betur á næstu árum. Það er ekkert nýtt að hægt sé að leita til lækna utan Landspítalans en innan ramma sjúkratrygginga, innan ramma jöfnuðar. Það felst því engin kerfisbreyting í þessari viðbót við gjaldskrá heldur kemur það þvert á móti fyrst og fremst sjúklingum til góða. Öðrum spurningum Katrínar er auðsvarað. Í fjármálaáætlun er gert ráð fyrir að auka enn framlög til heilbrigðisþjónustu á næstu árum. Strax á næsta ári hefst bygging meðferðarkjarna Nýja Landspítalans. Það verður mesta framfaraskref í íslenskri heilbrigðisþjónustu um margra áratuga skeið. Nýtt sjúkrahótel við Landspítalann tekur til starfa á næsta ári og gjörbreytir aðstöðu fyrir sjúklinga og aðstandendur, sér í lagi utan af landi. Markmið heilbrigðiskerfisins verður áfram að veita bestu þjónustu sem völ er á með hagsmuni sjúklinga að leiðarljósi. Það eru mér töluverð vonbrigði að sjá formann Vinstri-grænna snúa viðkvæmum og mikilvægum heilsufarsmálum upp í pólitískt keiluspil. Slíkir skotgrafaleikir stjórnmálanna sem draga athyglina frá kjarna máls eru einmitt eitt af því sem við í Bjartri framtíð höfum mikið gagnrýnt. Hættum því. Tölum saman. Höfundur er heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Áhyggjur af einkarekstri í heilbrigðiskerfinu snúast mest um mögulegan ójöfnuð gagnvart sjúklingum. Eitt af grunngildum íslensks heilbrigðiskerfis er jafnt aðgengi að bestu þjónustu sem völ er á. Um þetta erum við Katrín Jakobsdóttir sammála. Nýr liður í gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands gagnvart aðgerðum hjá konum sem greinast með BRCA-genið er í samræmi við þessi gildi. Hér eru einmitt hagsmunir sjúklinga í fyrirrúmi. Breytingin er í framhaldi af úrskurði Úrskurðarnefndar velferðarmála. Þessi viðbót við gjaldskrá boðar ekki niðurskurð á fjárframlögum til annarrar heilbrigðisþjónustu. Slíkar ásakanir eru í besta falli tilraunir til að slá pólitískar keilur. Framlög til heilbrigðiskerfisins hafa aldrei verið hærri, tugum milljarða hærri en þegar Katrín sat í ríkisstjórn. Ég skal hins vegar fyrstur samsinna því að við þurfum að gera enn betur á næstu árum. Það er ekkert nýtt að hægt sé að leita til lækna utan Landspítalans en innan ramma sjúkratrygginga, innan ramma jöfnuðar. Það felst því engin kerfisbreyting í þessari viðbót við gjaldskrá heldur kemur það þvert á móti fyrst og fremst sjúklingum til góða. Öðrum spurningum Katrínar er auðsvarað. Í fjármálaáætlun er gert ráð fyrir að auka enn framlög til heilbrigðisþjónustu á næstu árum. Strax á næsta ári hefst bygging meðferðarkjarna Nýja Landspítalans. Það verður mesta framfaraskref í íslenskri heilbrigðisþjónustu um margra áratuga skeið. Nýtt sjúkrahótel við Landspítalann tekur til starfa á næsta ári og gjörbreytir aðstöðu fyrir sjúklinga og aðstandendur, sér í lagi utan af landi. Markmið heilbrigðiskerfisins verður áfram að veita bestu þjónustu sem völ er á með hagsmuni sjúklinga að leiðarljósi. Það eru mér töluverð vonbrigði að sjá formann Vinstri-grænna snúa viðkvæmum og mikilvægum heilsufarsmálum upp í pólitískt keiluspil. Slíkir skotgrafaleikir stjórnmálanna sem draga athyglina frá kjarna máls eru einmitt eitt af því sem við í Bjartri framtíð höfum mikið gagnrýnt. Hættum því. Tölum saman. Höfundur er heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar