Fréttir

Fréttamynd

Landnemum fjölgar

Ísraelskum landtökumönnum á Vesturbakkanum hefur fjölgað umtalsvert undanfarin misseri.

Erlent
Fréttamynd

Fellibylurinn Katrína á Flórída

Tveir létust á Flórída í gær, þegar fellibylurinn Katrína fór þar yfir. Fellibylurinn feykti niður fjölmörgum trjám og mennirnir tveir sem fórust létust báðir þegar tré féllu á þá. Meira en milljón manns hafa verið án rafmagns á svæðinu síðan í gærkvöldi, þegar vindhraði Katrínar náði meira en tuttugu og fimm metrum á sekúndu.

Innlent
Fréttamynd

Mótmæli á þaki Stjórnarráðsins

Tveir menn klifruðu fyrir stundu upp á þak Stjórnarráðsins, drógu íslenska fánann niður og ætluðu að flagga öðrum fána. Á þeim fána var áletrunin, "Engin helvítis álver", því má leiða líkum að því að mótmælendur framkvæmda við Kárahnjúka hafi staðið fyrir gjörningnum. Lögregla var kölluð til og mennirnir voru handteknir og færðir á lögreglustöðina.

Innlent
Fréttamynd

Tuttugu nauðganir kærðar

Alls hafa borist 81 kynferðisbrotamál til neyðarmóttökunnar það sem af er þessu ári. 34 þeirra hafa verið kærð til lögreglu. Kærur vegna nauðgunar sem lögreglan í Reykjavík hefur fengið til meðferðar það sem af er árinu eru 20 talsins </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Vaxtalaus listmunalán

Vaxtalaus listmunalán þykja hafa hleypt lífi í listmunamarkaðinn hér á landi og opnað almenningi leið að samtímalist. Þegar hefur verið gengið frá tvö hundruð og tuttugu lánum, fyrir rúmlega fjörutíu og þrjár milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Ráðgera kosningar á Sri Lanka

Hæstiréttur Sri Lanka ákvað í morgun að forsetakosningar skildu haldnar í landinu síðar á þessu ári. Nokkrar deilur hafa staðið um hvort valdatíma núverandi forseta, Tsjandríka Kúmaratunga, eigi að ljúka á þessu ári eða því næsta. Sjálf vildi Kúmaratúnga halda völdum í eitt ár til viðbótar, en andstæðingar hennar hafa krafist þess að kosið skuli strax á þessu ári.

Erlent
Fréttamynd

Fleiri fóstureyðingar en fæðingar

Fleiri fóstureyðingar eru í Rússlandi árlega en fæðingar, samkvæmt fréttum rússneskra fjölmiðla. Rússar lifa skemur nú en á tímum kommúnistastjórnarinnar og þeir eru líka fátækari. Ástandið er nú þannig að ellilífeyrisþegar eru mun fleiri en börn og táningar.

Erlent
Fréttamynd

Prófmál í Bolungarvík

Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi í morgun Bolungarvíkurkaupstað til að greiða eigendum þriggja húsa á snjóflóðahættusvæði í bænum rúmar fimmtíu og sjö milljónir króna, sem er nokkuð hærra en bærinn vildi borga. Bæjarstjóri segir að um prófmál sé að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Árleg kaupgeta 24 milljónir króna

Sigurjón Sighvatsson kaupir listaverk eftir Ólaf Elíasson á um 30 milljónir króna. Listasafn Íslands og Listasafn Reykjavíkur fá samtals rúmar 24 milljónir króna til listaverkakaupa á ári. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Gallabuxur á raðgreiðslum

Það kemur eflaust mörgum á óvart en vinsælustu gallabuxurnar á markaðinum í dag kosta yfir 20 þúsund krónur. Og það sem meira er, þær seljast eins og heitar lummur.

Innlent
Fréttamynd

Fjölgun Gyðinga á Vesturbakkanum

Gyðingum sem búa í landnemabyggðum á Vesturbakkanum hefur fjölgað meira en sem nemur þeim fjölda landnema sem fluttir hafa verið frá hernumdum svæðum.

Erlent
Fréttamynd

Mið-Evrópa á floti

Enn er allt á floti víða í Mið-Evrópu þó að rigningin sé að mestu hætt. Á fimmta tug hefur týnt lífi í flóðunum og í Sviss er óttast að fjöldi gamalla bygginga hrynji vegna vatnsflaumsins.

Erlent
Fréttamynd

Vilyrði fyrir lóð við Austurhöfn

Borgarstjóri hefur lýst yfir vilja til að mæta óskum Listaháskólans um lóð í tengslum við fyrirhugað tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð. Stjórn skólans sendi borgarstjóra og menntamálaráðuneyti bréf í byrjun júní þar sem stjórnin lýsti vilja sínum að framtíðarstaðsetning Listaháskólans yrði við Austurhöfn.

Innlent
Fréttamynd

Fílaflutningarnir frestuðust

Stærstu fílaflutningar í sögu Keníu standa nú yfir. Hlé hefur hins vegar verið gert á flutningunum þar sem bifreið sem flytja á fílana gaf sig undan þunganum.

Erlent
Fréttamynd

Íhugar að taka slaginn við Alfreð

Framsóknarflokkurinn bíður fram undir eigin merkjum í næstu borgarstjórnarkosningum. Þetta var ákveðið á fundi kjördæmissambanda framsóknarfélaganna í gærkvöldi. Mikill vilji er til þess að haldið verði opið prófkjör framsóknarmanna en á fundinum var ákveðið að kjördæmissamböndin þrói útfærslu þess nánar.

Innlent
Fréttamynd

Misvísandi skoðanakannanir

Skoðanakannanir á fylgi flokka í Noregi eru mjög misvísandi. Könnun fyrir Aftenposten bendir til þess að stjórnarandstöðuflokkarnir fái níutíu og fjögur sæti í kosningunum í september, en það væri þá mesta fylgi þeirra frá kosningunum árið 2000.

Innlent
Fréttamynd

Engar upplýsingar um ofbeldisstaði

"Þessar upplýsingar eru trúnaðarmál enda eigum við sjálfir eftir að fara á stúfana og ræða við viðkomandi veitingamann vegna þessa," segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Fá 57 milljónir í stað 40

Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi í gær Bolungarvíkurkaupstað til að greiða eigendum þriggja húsa við Dísarland í Bolungarvík rúmar 57 milljónir auk vaxta í eignarnámsbætur. Olgeir Hávarðarson, eigandi eins hússins, segir þetta í það minnsta einn áfanga og fagnar því, þótt óljóst sé hvort kaupstaðurinn áfrýji dómnum til Hæstaréttar.

Innlent
Fréttamynd

Mjótt á mununum

Horfurnar eru tvísýnar fyrir þingkosningarnar í Þýskalandi sem haldnar verða 18. september.

Erlent
Fréttamynd

Fuglaflensa í Finnlandi

Finnsk yfirvöld segja að hugsanlega hafi greinst fuglaflensa í mávum þar í landi. Mávarnir voru veikir eða dauðir við tjörn í bænum Oulu í Norður-Finnlandi þar sem yfirvöld hafa fylgst með fuglum um hríð.

Erlent
Fréttamynd

Fjórtán börn fórust í brunanum

Eldur kom upp í annað sinn á stuttum tíma í húsi afrískra innflytjenda í París og í þetta sinn brunnu sautján manns inni. Aðstæður þessa þjóðfélagshóp eru afar bágbornar.

Erlent
Fréttamynd

Enn frestur vegna stjórnarskrár

Enn hefur samninganefnd um nýja stjórnarskrá í Írak verið gefinn frestur til að komast að endanlegri niðurstöðu. Talsmaður írakska þingsins sagði í morgun að samninganefndinni yrði gefinn frestur til miðnættis, en ef niðurstaða næðist ekki fyrir þann tíma myndi stjórnarskráin eins og hún lítur út einfaldlega fara beint í þjóðaratkvæðagreiðslu þann fimmtánda október.

Erlent
Fréttamynd

2.000 fá að velja efstu menn

Kjördæmasambönd Framsóknarflokksins í suður- og norðurkjördæmum Reykjavíkur undirbúa sameiginlegan fund þar sem endanlega verður ákveðið hvernig staðið verður að sjálfstæðu framboði Framsóknarflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Fundurinn verður haldinn innan tíðar.

Innlent
Fréttamynd

Ekki meiri fréttaskrif

Yfirmenn hjá Ríkisútvarpinu eru að íhuga framtíð Sigmundar Sigurgeirssonar, forstöðumanns svæðisútvarpsins á Suðurlandi, eftir óvægan pistil á bloggsíðu hans. Hann hefur nú verið leystur frá störfum við fréttir fyrir Ríkisútvarpið.

Innlent
Fréttamynd

Út að borða í allan vetur

Gangi allir samningar eftir munu flestir nemendur grunnskólans á Blönduósi fara út að borða í hádeginu í allan vetur en bæjarráð hefur falið bæjarstjóra að semja við veitingahús um skólamáltíðir barnanna í vetur.

Innlent
Fréttamynd

Sjö létust í fárviðri

Að minnsta kosti sjö létust þegar fellibylurinn Katrín gekk á land á suðurhluta Flórída í fyrrinótt. Tré rifnuðu upp með rótum og yfir ein milljón heimila varð rafmagnslaus í fellibylnum. Vindhraði mældist yfir 40 metrum á sekúndu. Katarína heldur svo á haf út á Mexíkóflóa þar sem óttast er að hún geti valdið skemmdum á olíuborpöllum.

Erlent
Fréttamynd

Þrjú desdýr drápust

Þrjú desdýr af afar sjaldgæfri tegund hafa drepist úr fuglaflensu í þjóðgarði í Víetnam. Er það í fyrsta skipti sem flensan greinist í þessari tegund dýra, að sögn forstöðumanna þjóðgarðsins.

Erlent
Fréttamynd

Stefán Jón vill fyrsta sætið

Í fréttatilkynningu frá Stefáni Jóni Hafstein kemur fram að hann ætlar að gefa kost á sér í fyrsta sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í komandi borgarstjórnarkosningum.

Innlent
Fréttamynd

Skóflustungur að nýjum skóla

Væntanlegir nemendur Hraunvallaskóla í Hafnarfirði tóku fyrstu skóflustungurnar í gær að viðstöddum bæjarstjóranum, Lúðvík Geirssyni, og fulltrúum Fjarðarmóta sem byggja fyrsta áfanga skólans.

Innlent