Fréttir

Fréttamynd

Einn fékk reykeitrun í eldsvoðanum

Á annan tug manna björguðust út þegar eldur kom upp í svefnskála við Kárahnjúka í nótt. Einn maður var fluttur til Egilsstaða til meðferðar vegna reykeitrunar en öðrum varð ekki meint af. Sjálfvirkt viðvörunarkerfi sendi boð um eldinn um klukkan hálfeitt og um svipað leyti varð fólk á staðnum vart við eldsvoðann.

Innlent
Fréttamynd

Tímósjenkó höll undir auðjöfra

Viktor Júsjenkó, forseti Úkraínu, sagði í gær að ástæðan fyrir stjórnarkreppu og brottrekstri ríkisstjórnar Júlíu Tímósjenkó hafi verið að hún hefði verið höll undir ákveðna auðjöfra í þjóðnýtingarferli á málmverksmiðjum landsins.

Erlent
Fréttamynd

Enn óljóst um tölu látinna

Minningarathafnir um fórnarlömb hryðjuverkaárásanna 11. september voru haldnar í nokkrum skugga fellibylsins Katrínar. Bandaríska þjóðin er enda rétt að gera sér grein fyrir því sem gerðist á hamfarasvæðunum í suðurhluta landsins og enn er langt þar til ljóst verður hversu margir týndu þar lífi.

Erlent
Fréttamynd

Byrja að kemba fjörur

Víðtæk leit að rúmlega þrítugum manni, sem enn er saknað eftir að skemmtibátur sökk við Viðey í fyrrinótt, hefur haldið áfram í dag. Leit hófst að nýju í morgun eftir að hlé var gert á henni í nótt. Fimmtán kafarar hafa leitað neðansjávar og hópar björgunarsveitarmanna eru þessa stundina að byrja að ganga meðfram allri strandlínunni frá Gróttu og upp á Kjalarnes.

Innlent
Fréttamynd

Nafn konunar sem lést

Konan sem lést í sjóslysinu í Viðeyjarsundi aðfaranótt laugardags hét Matthildur Harðardóttir. Matthildur var 51 árs, fædd 20. mars 1954. Hún lætur eftir sig tvo syni. Matthildur var búsett í Kópavogi og starfaði sem lögfræðingur.

Innlent
Fréttamynd

Pappírsbeinagrindur vekja furðu

Pappírsbeinagrindur sem blöstu við íbúum Caracas, höfuðborgar Venesúela, þegar þeir vöknuðu fyrr í vikunni valda borgarbúum furðu. Landsmenn hafa búið við blóðug mótmæli og ásakanir um samsæri gegn stjórnvöldum en beinagrindurnar, með árituð slagorð gegn stjórnvöldum, eru ólíkar öllu því sem landsmenn hafa áður kynnst.

Erlent
Fréttamynd

Hvetja til að hafna sameiningu

Samtök sem ætla að hvetja landsmenn til að hafna sameiningu sveitarfélaga í kosningum í næsta mánuði eru að verða til í Svarfaðardal. Bitur reynsla heimamanna af sameiningu norðanlands veldur því að forsvarsmenn sjá ástæðu til að vara aðra landsmenn við.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert neyðarástand á Sogni

Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra segir að ráðuneytið ætli ekki að vetia aukafjármagni til réttargeðdeildarinnar á Sogni. Í frétt Fréttablaðins í gær kom fram að réttargeðdeildin er full og hefur verið brugðið á það ráð að vista einn sjúkling í vinnuherbergi.

Innlent
Fréttamynd

Tala látinna líklega ofmetin

Færri kunna að hafa látist af völdum fellibylsins Katrínar en fyrst var óttast. Starf björgunarsveitarmanna beinist nú fyrst og fremst að því að hafa uppi á líkum í New Orleans.

Erlent
Fréttamynd

Umferð hleypt á Snorrabraut

Umferð hefur verið hleypt aftur á Snorrabraut en gatan hefur verið lokuð við gatnamót Hringbrautar frá því í lok júní. Að sögn Höskuldar Tryggvasonar hjá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar er framkvæmdum við gatnamótin ekki að fullu lokið og því fyllsta ástæða til að aka með varúð.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra sýnt morðtilræði

Varnarmálaráðherra Afganistans slapp naumlega undan morðtilræði snemma í morgun. Ráðherrann var nýstiginn út úr bifreið sinni og kominn upp í þyrlu á flugvelli í höfuðborginni, Kabúl, þegar nokkrir byssumenn hófu skothríð á bifreiðina. Enginn særðist í árásinni og búið er að handtaka árásarmennina.

Erlent
Fréttamynd

Ný húsakynni Félags eldri borgara

Félag eldri borgara fagnar nýjum húsakynnum um helgina með opnu húsi að Stangarhyl 4 á Ártúnsholti í Reykjavík, milli klukkan tvö og fjögur, bæði í dag og á morgun. Þar fer fram formleg opnun á nýju og glæslegu húsnæði félagsins og eru eldri borgarar hvattir til að mæta og taka með sér gesti til að kynna sér starf félagsins.

Innlent
Fréttamynd

Fer fram gegn Júsjenkó

Júlía Timosjenkó, fyrrum forsætisráðherra Úkraínu, ætlar að stofna nýja stjórnmálahreyfingu og bjóða sig fram gegn Viktor Júsjenkó forseta í næstu forsetakosningum. Júsjenkó vék henni úr embætti forsætisráðherra á fimmtudag.

Erlent
Fréttamynd

Skemmti­bátur fórst á Við­eyjar­sundi

Þremur var bjargað og tveggja er saknað eftir að skemmtibátur fórst á Viðeyjarsundi í nótt. Leit stendur yfir að karlmanni og konu, björgunarsveitarmenn ganga fjörur og kafarar leita í sjónum og hefur flak bátsins fundist.

Innlent
Fréttamynd

Báturinn ný­kominn til landsins

Báturinn sem fórst á Viðeyjarsundi í nótt hét Harpa og var nýkominn til landsins. Að sögn Magnúsar Jóhannssonar hjá svæðisstjórn Landsbjargar var skyggni lélegt á slysstað í nótt en báturinn virðist hafa strandað á Skarfaskeri og sokkið í kjölfarið.

Innlent
Fréttamynd

Neyðar­kall tíu ára drengs

Þrennt bjargaðist, hjón og tíu ára sonur þeirra, þegar skemmtibátur steytti á Skarfaskeri við Viðey og sökk um klukkan tvö í fyrrinótt. Rúmlega fimmtug kona lést og rúmlega þrítugs karlmanns er enn saknað. Talið er að hann hafi reynt að kafa undir bátinn eftir konunni sem lést.

Innlent
Fréttamynd

Bush aldrei óvinsælli

Einungis 39 prósent Bandaríkjamanna eru sátt við frammistöðu George W. Bush sem forseta samkvæmt nýrri skoðanakönnun Ipsos fyrir AP-fréttastofuna. Er þetta í fyrsta skipti sem innan við fjörutíu prósent landsmanna eru sátt við frammistöðu hans í könnunum fyrirtækisins.

Erlent
Fréttamynd

Svartur blettur á ferli Powells

Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segist líða hryllilega yfir því að hafa fært fölsk rök fyrir öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í aðdraganda innrásarinnar í Írak. Þetta kom fram í viðtali við hann hjá Barböru Walters á sjónvarpsstöðinni ABC í gærkvöldi.

Erlent
Fréttamynd

VG átelja ríkisstjórnina

Flokksráð Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs telur óumflýjanlegt og brýnt að gripið verði til samræmdra aðgerða til að tryggja efnahagslegan stöðugleika og átelur ríkisstjórnina fyrir háskalegt andvaraleysi. Þetta kemur fram í ályktun flokksráðsfundar Vinstri - grænna sem lýkur í dag.

Innlent
Fréttamynd

Setja met nánast daglega

"Við setjum met nánast á hverjum degi. Það stefnir í það að okkur berist yfir þúsund tonn af fötum á þessu ári. Við settum líka met í sölu í ágústmánuði en við seldum fyrir yfir eina milljón í búðinni á Laugavegi", segir Örn Ragnarsson, starfsmaður Rauða krossins.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í húsnæði Hreinsitækni

Eldur kviknaði í húsnæði Hreinsitækni við Stórhöfða á sjötta tímanum. Enginn var inni í húsinu þegar eldurinn kom upp. Rétt fyrir fréttir voru slökkviliðsmenn við það að ráða niðurlögum eldsins.

Innlent
Fréttamynd

Lík af konu fundið

Lík af rúmlega fimmtugri konu sem saknað var eftir að lítill skemmtibátur fórst á Viðeyjarsundi í nótt er fundið. Rúmlega þrítugs karlmanns er enn saknað og stendur leit yfir. Þriggja var bjargað af kili bátsins sem maraði í hálfu kafi. Það voru lögreglumenn á bát sem fundu fólkið við Skarfasker utan við Laugarnestanga.

Innlent
Fréttamynd

Vaxandi yfirgangur framkvæmdavalds

Formaður Vinstri - grænna segir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um hvernig verja beri ágóðanum af símasölunni dæmi um vaxandi yfirgang framkvæmdavaldsins gagnvart Alþingi. Þarna sé verið að ráðstafa gríðarlegum fjármunum í eigu þjóðarinnar fram yfir næstu tvennar alþingiskosningar, án þess að málið sé rætt annars staðar en í stjórnarflokkunum.

Innlent
Fréttamynd

Byssumaður á kosningasamkomu

Þýska lögreglan handtók mann sem skaut að minnsta kosti tíu skotum úr loftriffli á kosningasamkomu kristilegra demókrata í bænum Sinsheim í dag. Einn samkomugesta fékk skot í höndina og var fluttur á sjúkrahús.

Erlent
Fréttamynd

Mátti ekki tæpara standa

"Miðað við aðstæður var það rauninni hrein hending að við römbuðum á bátinn," segir Bogi Sigvaldason, einn fjögurra lögregluþjóna sem bjargaði fjölskyldunni af kili bátsins sem steytti á skeri á Viðeyjarsundi í fyrrinótt."

Innlent
Fréttamynd

Spenna fyrir kosningarnar í Noregi

Mikil spenna ríkir fyrir þingkosningar í Noregi sem fara fram á mánudaginn. Nýjar skoðanakannanir benda til þess að ríkisstjórn Kjells Magne Bondeviks bæti við sig fylgi og nú virðist fylgi hennar og bandalags stjórnaranstöðuflokkanna nærri hnífjafnt.

Innlent
Fréttamynd

Fimm handtekin með fíkniefni

Fimm ungmenni voru handtekin á Akureyri í gærkvöldi eftir að lögregla fann fíkniefni í bíl þeirra. Lögregla stöðvaði bílinn við hefðbundið eftirlit og kom þá í ljós að fólkið hafði kannabisefni undir höndum en þó lítilræði, samkvæmt upplýsingum lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Sigldi undir breskum fána

Skemmtibáturinn sem fórst á Viðeyjarsundi í nótt sigldi undir breskum fána og var nýkeyptur til landsins að því er fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Báturinn var 9,9 metra langur af gerðinni Skilsö, smíðaður í Noregi.

Innlent
Fréttamynd

Enginn greiddi atkvæði á móti

Enginn þriggja fulltrúa stjórnarandstöðunnar í bankaráði Seðlabankans greiddi atkvæði gegn því að bankastjórar hækkuðu í launum um tuttugu og sjö prósent í þremur áföngum fram til ársins 2007. Þeir segjast allir telja að það hefði átt að standa öðruvísi að ráðningu nýs seðlabankastjóra en enginn þeirra íhugar þó að hætta í ráðinu í mótmælaskyni.

Innlent
Fréttamynd

Árni gefur ekki kost á sér

Árni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, ætlar ekki að bjóða sig fram til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag segist Árni ætla að styðja Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra í varaformannskjörinu enda komi það sér best fyrir flokkinn.

Innlent