Innlent

Umferð hleypt á Snorrabraut

Umferð hefur verið hleypt aftur á Snorrabraut en gatan hefur verið lokuð við gatnamót Hringbrautar frá því í lok júní. Að sögn Höskuldar Tryggvasonar hjá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar er framkvæmdum við gatnamótin ekki að fullu lokið og því fyllsta ástæða til að aka með varúð. Umferðarljós verða tekin í notkun í vikunni og í næsta mánuði verður hægt að ganga um undirgöng við gatnamótin. Framkvæmdum við Hringbraut er þó hvergi lokið og verður Njarðargötu lokað vegna endurbóta og smíði göngubrúar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×