Fréttir

Fréttamynd

Ræddi aðeins hæfni Jóns Steinars

Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, segist hafa rætt við Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblaðsins, um hæfi og hæfni Jóns Steinars Gunnlaugssonar til þess að taka að sér mál Jón Geralds Sullenbergers, en ekki um nein efnisatriði ágreinings Baugs og Jóns Geralds. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Kjartan sendi frá sér nú í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Jón Steinar kom að Baugsmáli í maí

Kjartan Gunnarsson segist hafa veitt Styrmi Gunnarssyni álit sitt á hæfi Jóns Steinars Gunnlaugssonar sem lögmanns Jóns Geralds um mánaðamót júní og júlí 2002. Samskipti Jóns Steinars og Jóns Geralds hófust hins vegar í maí sama ár. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Óttaðist að verða sakborningur

Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, Jón Steinar Gunnlaugsson, núverandi hæstaréttardómari, og Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, funduðu um kæru Jóns Geralds Sullenberger á hendur Baugi. Hik var á Jóni Gerald Sullenberger við að leggja fram kæru því hann óttaðist að verða sakborningur sjálfur.

Innlent
Fréttamynd

Hæfi Jóns Steinars vafi eða ekki?

Styrmir Gunnarsson segir að honum hafi orðið ljóst hvílíkur afburða lögfræðingur Jón Steinar Gunnlaugsson sé þegar hann var lögmaður Morgunblaðsins. Það má því spyrja hvers vegna hann hafi þurft að funda með Kjartani Gunnarssyni til að spyrja um hæfi og hæfni Jóns Steinars sem lögfræðings.

Innlent
Fréttamynd

Bakterían á þremur stöðum á LHS

Hermannaveikibaktería hefur fundist á þremur stöðum á Landspítala háskólasjúkrahúsi frá því að skipulögð leit hófst að bakteríunni innan veggja spítalans síðastliðinn vetur. Starfsmenn Landspítalans hófu snemma árs leit að hermannaveikibakteríum á sjúkrahúsinu.

Innlent
Fréttamynd

Komu af stað skógareldum

Skógareldar hafa geisað á Suður-Spáni frá því í fyrradag og brennt meira um 2600 hektara lands. Tveir ferðamenn á sextugsaldri, breskur karlmaður og frönsk kona, hafa viðurkennt að hafa orðið völd að bálinu óviljandi þegar þau ætluðu að orna sér við bálköst og senda merki um leið eftir að hafa týnst í skóglendinu.

Erlent
Fréttamynd

Afl Rítu komið niður í einn

Afl fellibylsins Rítu hefur minnkað mjög og er nú aðeins einn á fellibyljakvarðanum en var kominn upp í fimm þegar mest var áður en hann náði ströndum Bandaríkjanna. Engar fréttir hafa borist af manntjóni.

Erlent
Fréttamynd

Óvenju miklar annir slökkviliðs

Nóttin var óvenju annasöm hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Slökkviliðsmenn fóru í sjö útköll frá klukkan hálf tíu í gærkvöld til klukkan hálf fimm í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Tíu fótboltamenn hurfu

Leikmenn fótboltaliða frá Zimbabwe „hurfu“ á ferð liðs þeirra til Bretlands. Talið er að mennirnir, sem eru tíu talsins, hafi ákveðið að stinga af með það í huga að gerast ólöglegir innflytjendur í Bretlandi og eiga þar með von um nýtt og betra líf.

Erlent
Fréttamynd

Barinn á skemmtistað

Karlmaður leitaði á náðir lögreglunnar í Keflavík og kvaðst hafa orðið fyrir líkamsárás á skemmtistað þar í bæ rétt fyrir klukkan sex í morgun. Manninum var bent á að fara á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til að fá áverkavottorð og kæra árásina að því loknu.

Innlent
Fréttamynd

Brýtur gegn stjórnarskrá

Stjórnvöld brjóta gegn stjórnarskránni og fjárreiðulögum, eins og staðið er að byggingu tónlistarhússins við Reykjavíkurhöfn. Það er mat Péturs Blöndals, formanns efnahags- og viðskiptanefndar.

Innlent
Fréttamynd

Komast óheftir um Alþingishúsið

Fatlaðir geta nú í fyrsta sinn komist óheftir um Alþingishúsið. Lyfta var tekin þar í notkun í dag sem kemur fólki í hjólastól alla leið upp á þingpalla. Þinghúsið verður opið almenningi til sýnis á morgun milli klukkan tíu og þrjú.

Innlent
Fréttamynd

Tveir Palestínumenn drepnir á Gaza

Að minnsta kosti tveir Palestínumenn létust þegar tvær bifreiðar með meðlimi Hamas-samtakanna innanborðs var sprengd í loft upp á Gaza í dag. Haft er eftir vitnum að ísraelskar herþotur hafi skotið á bifreiðarnar.

Erlent
Fréttamynd

Gömlum Kínverjum fjölgar

Eldri borgarar í Kína eru nú um 130 milljónir og meira en tíu prósent íbúanna þar, samkvæmt upplýsingum frá ríkisstjórn Kína

Erlent
Fréttamynd

Sagt í gamansemi segir Styrmir

Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, segir orðalag í tölvubréfi sínu til Jónínu Benediktsdóttur um að „fingraför Morgunblaðsins“ skuli þurrkuð út, hafa verið notað í gamansemi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein í sunnudagsblaði Morgunblaðsins sem var að koma úr prentsmiðjunni.

Innlent
Fréttamynd

Aðkoma Styrmis er áfall

"Það kemur ekki á óvart að Kjartan og Jón Steinar áttu hlut að máli, en það að Styrmir skuli hafa verið með í ráðum og stýrt atburðarásinni er áfall," segir Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, um fréttir af aðkomu Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, að Baugsmálinu.

Innlent
Fréttamynd

Kannast ekki við óeðlilegar tafir

Árni Magnússon félagsmálaráðherra kannast ekki við að óeðlilegar tafir hafi orðið á vinnu nefndar sem hann skipaði og falið var að kanna hugsanlega lagasetningu á starfsemi starfsmannaleiga á íslenskum vinnumarkaði. Ingvar Sverrisson, lögfræðingur ASÍ, gagnrýndi nýverið hversu lengi nefndin hefði starfað án þess að skila niðurstöðu.

Innlent
Fréttamynd

Minna tjón en óttast var

Fellibylurinn Rita gekk á land í Texas og Louisiana í gær. Tjón virtist ætla að verða minna en óttast var enda dró allhratt úr veðurhamnum. Mikil úrkoma olli þó flóðahættu, meðal annars í New Orleans. Rafmagnslaust varð hjá yfir milljón manns.

Erlent
Fréttamynd

Henti handsprengju að unglingum

Þrír unglingspiltar létust og að minnsta kosti átta aðrir særðust þegar maður henti handsprengju að hópi unglinga á bæjarskemmtun á suðurhluta Filippseyja í dag. Lögregla segir að einn drengjanna hafi áður hent grjóti í manninn sem brást við fyrrnefndum afleiðingum.

Erlent
Fréttamynd

Sakargiftir fyrndar vegna tafa

Tafir á rannsókn efnhagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra hafa orðið til þess að sakargiftir á hendur fyrrverandi forsvarsmönnum Lífeyrissjóðs Austurlands eru nú að hluta til fyrndar. Málið hefur verið á borði Ríkislögreglustjóra í að verða þrjú ár.

Innlent
Fréttamynd

Enn ekki verið yfirheyrður

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Austurlands hefur enn ekki verið yfirheyrður vegna ákæru á hendur honum og sex öðrum vegna gruns um misnotkun á fjármunum sjóðsins. Þrú ár eru liðin frá því að málið var kært.

Innlent
Fréttamynd

Flugvöllurinn sé ekki varavöllur

Höfuðborgarsamtökin krefjast þess að borgarstjórn Reykjavíkur geri nauðsynlegar ráðstafanir til að Flugmálastjórn Íslands hætti nú þegar að skilgreina Reykjavíkurflugvöll sem varaflugvöll fyrir Keflavíkurflugvöll.

Innlent
Fréttamynd

Líkamsárásarmál naut forgangs

Líkamsárásarmál naut forgangs hjá lögreglu yfir rannsókn á máli konu sem þrír menn nauðguðu. Vika leið áður en tveir mannanna voru yfirheyrðir, þrátt fyrir að lögregla vissi deili á þeim.

Innlent
Fréttamynd

Matvælaeftilit í biðstöðu

Frá því í mars hefur matvælaeftilit með vítamínbættri matvöru í Reykjavík verið í biðstöðu. Þá var sölubann á Kristal F+ fellt úr gildi og bíður matvælaeftirlitið nú eftir reglugerð frá umhverfisráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Eingöngu rætt um hæfi Jóns

Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna frétta af samráði hans við Styrmi Gunnarssona, ritstjóra Morgunblaðsins, varðandi Jón Gerald Sullenberger.

Innlent
Fréttamynd

Tveir særðir eftir vegsprengju

Tveir bandarískir hermenn særðust þegar sprengja í vegkanti sprakk í þann mund sem hersveit þeirra ók fram hjá henni í suðurhluta Afganistans í morgun. Skotbardagi upphófst í kjölfarið á milli hermanna og uppreisnarmanna sem endaði með því að þrír skæruliðar voru handsamaðir, að því er talsmaður Bandaríkjahers greindi frá.

Erlent
Fréttamynd

Afsögn ráðherra veldur ólgu

Stjórnarkreppa blasir við á Ítalíu í kjölfar þess að forsætisráðherrann, Silvio Berlusconi krafðist þess á föstudag að bankastjóri Seðlabanka Ítalíu segði af sér.

Erlent
Fréttamynd

Jón Steinar tjáir sig ekki

Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari sagði í samtali við fréttastofu í dag að það væri alveg sama hversu mikið hann yrði spurður um umfjöllun <em>Fréttablaðsins </em>í morgun, hann myndi ekki tjá sig um það. Jónína Benediktsdóttir svaraði ekki skilaboðum.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla braut verklagsreglur

Lögreglan braut gegn eigin verklagsreglum við rannsókn á máli konu sem þrír menn nauðguðu segir Atli Gíslason, lögmaður konunnar.

Innlent