Innlent

Brýtur gegn stjórnarskrá

Stjórnvöld brjóta gegn stjórnarskránni og fjárreiðulögum, eins og staðið er að byggingu tónlistarhússins við Reykjavíkurhöfn. Það er mat Péturs Blöndals, formanns efnahags- og viðskiptanefndar. Árið 2009 eignast íslendingar Tónlistarhús. Hús, sem mjög hefur verið þrýst á síðustu ár. Pétri er hins vegar ekki skemmt. Hann segir leiðinlegt að skemma þá „einróma gleði“ sem virðist ríkja um húsið en nú sé það þannig að ekki megi skuldbinda ríkissjóð samkvæmt stjórnarskránni nema með lögum frá Alþingi. Hér sé hins vegar verið að gera það, sem og borgarsjóð. Þetta sé heldur ekki heimilt samkvæmt fjárreiðulögunum og því þurfi að setja um þetta sér lög.  Stofnkostnaður við tónlistar- og ráðstefnuhöllina við hafnarbakkann eru rúmlega 12 milljarðar, töluvert hærra en gert var ráð fyrir í upphafi. Framlag ríkis og borgar hámarkast við 600 milljónir á ári út samningstímann í 35 ár. Pétur minnir á að kostnaður við Tónlistarhúsið sé svipaður og ef ráðist yrði í gerð Sundabrautar sem stjórnvöld hafi ekki talið fært að ráðast í, meðal annars vegna þenslu. Tónlistarhúsið eigi hins vegar að rísa á fjórum árum, við hrifningu þröngs hóps manna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×