Fréttir

Fréttamynd

Reynt að myrða líbanska fréttakonu

Þekktur fréttamaður líbanskrar sjónvarpsstöðvar sem er andsnúin sýrlenskum áhrifum í landinu særðist lífshættulega í gær er sprengja sprakk í bíl hans. Fórnarlambið, May Chidiac, er einn stjórnenda vinsæls stjórnmálaspjallþáttar á sjónvarpsstöðinni LBC.

Erlent
Fréttamynd

Breytir líklega ekki neinu

Jóhannes Jónsson, einn eigenda Baugs og sakborningur í Baugsmálinu, segir að fréttir helgarinnar hafi fært honum heim sanninn um að rætur Baugsmálsins séu pólitískar. Hann er þó ekki viss um að þetta breyti neinu fyrir framvindu málsins.

Innlent
Fréttamynd

Bölvun fyrir Palestínumenn

Óformlegt vopnahlé Ísraela og Hamas-samtakanna er í hættu eftir að samtökin skutu eldflaugum á Ísrael og þeim árásum var svarað af mikilli hörku. Varaforsætisráðherra Ísraels, Shimon Peres, segir Hamas-samtökin bölvun fyrir Palestínumenn, ógnun við friðinn og vandamál fyrir Ísraelsmenn.

Erlent
Fréttamynd

Alhvít jörð fyrir norðan og vestan

Jörð er nú alhvít á Norðurlandi og flughált á götum í byggð sem og á þjóðvegum. Fyrsti alvöru snjórinn féll í gærkvöld og í nótt og er nú 5-10 sentímetra jafnfallinn snjór á Akureyri. Á norðanverðum Vestfjörðum er einnig alhvít jörð.

Innlent
Fréttamynd

Vegið harkalega að fyrirtækinu

Fjarskiptafyrirtækið Og Vodafone ætlar að skoða réttarstöðu sína í kjölfar ummæla Jónínu Benediktsdóttur á Bylgjunni í gær um að fyrirtækið tengdist ólögmætri dreifingu persónulegra gagna viðskiptavina.

Innlent
Fréttamynd

Var ekki gerandi

"Til mín leitar alls konar fólk með alls konar erindi. Ég tjái mig ekki um innihald einkafunda. Ég hef aldrei haft áhrif á framvindu málsins og hef aldrei verið gerandi," segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttastjóri Stöðvar 2. 

Innlent
Fréttamynd

Formaðurinn veitti ekki viðtal

Stefán Pétur Eggertsson, formaður stjórnar Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, vildi ekki veita fréttastofu Stöðvar 2 viðtal þegar eftir því var leitað í dag en hann sagðist telja að Styrmir Gunnarsson ritstjóri nyti fyllsta trausts stjórnarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Óveður í aðsigi

Veðurstofa Íslands spáir í dag stormi á Norðvestanverðu landinu, á Suðausturströndinni og á hálendinu. Reiknað er með að vindhraðinn geti farið allt upp í 23 metra á sekúndu.

Innlent
Fréttamynd

Björgunarsveitir aðstoða fólk

Björgunarsveitir eru nú að aðstoða hundruð manna sem þurftu að leita skjóls á þökum húsa sinna í suðurhluta Louisiana vegna flóða sem fylgdu fellibylnum Rítu. Veðrið er nú gengið niður en yfirvöld í Texas og Louisiana hvetja flóttafólk til þess að vera ekkert að flýta sér heim meðan verið er að gera við flóðgarða sem rofnuðu í óveðrinu.

Erlent
Fréttamynd

Úrslitaáhrif fjármálaráðherra?

Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Jónína Benediktsdóttir sendu gögn varðandi Baug sem þau höfðu fengið frá Jóni Geraldi Sullenberger til tollstjórans í Reykjavík og til skattrannsóknarstjóra. Hann aðhafðist ekki frekar, en svo er að sjá sem Styrmir hafi búist við að fjármálaráðherra hefði úrslitaáhrif á það hvort farið yrði í skattrannsókn.

Innlent
Fréttamynd

Ræddi við Ingibjörgu og Stefán Jón

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, staðfesti við fréttastofuna í dag að Jónína Benediktsdóttir hafi sagt sér miður fagrar sögur af forsvarsmönnum Baugs, líkt og Jónína greindi frá í hádegisfréttum Bylgjunnar, og að Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi hafi einnig verið viðstaddur.

Innlent
Fréttamynd

Vilja þrjú börn í stað tveggja

Franska ríkisstjórnin hvetur landa sína til að eignast þriðja barnið, en láta ekki staðar numið eftir tvö eins og flestar franskar fjölskyldur gera nú, og hefur ákveðið að bjóða aukna fjárhagslega aðstoð fyrir fjölskyldufólk.

Erlent
Fréttamynd

Var trúnaðarsamtal

"Ég leit á þetta samtal sem trúnaðarsamtal," segir Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Vegurinn um Víkurskarð lokaður

Bílar hafa verið að festast á veginum um Víkurskarð í dag og vill lögreglan á Akureyri koma því á framfæri að veginum hefur verið lokað vegna færðarinnar en verður hugsanlega opnaður síðar í dag. Veghefill er á leiðinni þangað til að ryðja veginn.

Innlent
Fréttamynd

Prinsinn á von á barni í lausaleik

Louis prins í Lúxemborg og kærastan hans eiga von á barni. Prinsinn, sem er aðeins nítján ára gamall, kynntist kærustunni í herþjónustu í Kosovo á síðasta ári.

Erlent
Fréttamynd

Njóta lakari réttinda

Erlendir starfsmenn starfsmannaleiga njóta lakari réttinda en íslenskir starfsmenn sem vinna sömu vinnu. Þetta segir formaður Verkalýðsfélags Akraness að sé mat yfirlögfræðings Samtaka atvinnulífsins í bréfi til verkalýðsfélagsins.

Innlent
Fréttamynd

Fyrstir til að festa sig í snjó

Lögreglan á Húsavík þurfti að koma ökumönnum og farþegum tveggja bíla til aðstoðar eftir að þeir festu bíla sína í snjó á Dettifossvegi. Vegurinn er einna helst fær jeppum en báðir bílarnir sem festust eru fólksbílar. Þetta er í fyrsta skipti í haust sem lögreglumenn á Húsavík þurfa að hjálpa þeim sem festa sig í snjó.

Innlent
Fréttamynd

Sprenging í kornframleiðslu

Kornrækt hefur tuttugufaldast hér á ári síðustu fimmtán ár og er búist við að uppskeran verði 11.000 tonn í ár. Þá hefur það stóraukist að menn þurrki korn frekar en súrsa það, en sé það þurrkað er hægt að nota það til manneldis.

Innlent
Fréttamynd

Engin viðbrögð frá Árvakri

Ekki fengust viðbrögð frá aðalstjórn Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, við fréttum af aðkomu ritstjóra blaðsins að Baugsmálinu þegar eftir því var leitað í gær. Halldór Þór Halldórsson, ritari stjórnarinnar, sagðist ekki hafa getað kynnt sér málið og vildi því ekki tjá sig um það að svo stöddu. 

Innlent
Fréttamynd

Írönum gefið lokatækifæri

Stjórn Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA), sem í sitja fulltrúar 35 ríkja, samþykkti í gær ályktun sem gæti leitt til þess að Íransstjórn verði stefnt fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna vegna meintra brota á alþjóðasáttmála um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna.

Erlent
Fréttamynd

Ræddi aðeins hæfni Jóns Steinars

Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, segist hafa rætt við Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblaðsins, um hæfi og hæfni Jóns Steinars Gunnlaugssonar til þess að taka að sér mál Jón Geralds Sullenbergers, en ekki um nein efnisatriði ágreinings Baugs og Jóns Geralds. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Kjartan sendi frá sér nú í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Jón Steinar kom að Baugsmáli í maí

Kjartan Gunnarsson segist hafa veitt Styrmi Gunnarssyni álit sitt á hæfi Jóns Steinars Gunnlaugssonar sem lögmanns Jóns Geralds um mánaðamót júní og júlí 2002. Samskipti Jóns Steinars og Jóns Geralds hófust hins vegar í maí sama ár. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Óttaðist að verða sakborningur

Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, Jón Steinar Gunnlaugsson, núverandi hæstaréttardómari, og Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, funduðu um kæru Jóns Geralds Sullenberger á hendur Baugi. Hik var á Jóni Gerald Sullenberger við að leggja fram kæru því hann óttaðist að verða sakborningur sjálfur.

Innlent
Fréttamynd

Hæfi Jóns Steinars vafi eða ekki?

Styrmir Gunnarsson segir að honum hafi orðið ljóst hvílíkur afburða lögfræðingur Jón Steinar Gunnlaugsson sé þegar hann var lögmaður Morgunblaðsins. Það má því spyrja hvers vegna hann hafi þurft að funda með Kjartani Gunnarssyni til að spyrja um hæfi og hæfni Jóns Steinars sem lögfræðings.

Innlent
Fréttamynd

Sakargiftir fyrndar vegna tafa

Tafir á rannsókn efnhagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra hafa orðið til þess að sakargiftir á hendur fyrrverandi forsvarsmönnum Lífeyrissjóðs Austurlands eru nú að hluta til fyrndar. Málið hefur verið á borði Ríkislögreglustjóra í að verða þrjú ár.

Innlent
Fréttamynd

Enn ekki verið yfirheyrður

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Austurlands hefur enn ekki verið yfirheyrður vegna ákæru á hendur honum og sex öðrum vegna gruns um misnotkun á fjármunum sjóðsins. Þrú ár eru liðin frá því að málið var kært.

Innlent
Fréttamynd

Flugvöllurinn sé ekki varavöllur

Höfuðborgarsamtökin krefjast þess að borgarstjórn Reykjavíkur geri nauðsynlegar ráðstafanir til að Flugmálastjórn Íslands hætti nú þegar að skilgreina Reykjavíkurflugvöll sem varaflugvöll fyrir Keflavíkurflugvöll.

Innlent
Fréttamynd

Líkamsárásarmál naut forgangs

Líkamsárásarmál naut forgangs hjá lögreglu yfir rannsókn á máli konu sem þrír menn nauðguðu. Vika leið áður en tveir mannanna voru yfirheyrðir, þrátt fyrir að lögregla vissi deili á þeim.

Innlent