Erlent

Reynt að myrða líbanska fréttakonu

Þekktur fréttamaður líbanskrar sjónvarpsstöðvar sem er andsnúin sýrlenskum áhrifum í landinu særðist lífshættulega í gær er sprengja sprakk í bíl hans. Fórnarlambið, May Chidiac, er einn stjórnenda vinsæls stjórnmálaspjallþáttar á sjónvarpsstöðinni LBC. Mörg óupplýst sprengjutilræði hafa verið framin í Líbanon síðan Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, var myrtur með gríðaröflugri sprengju í febrúar. Andstæðingar sýrlenskra afskipta af líbönskum innanríkismálum hafa sakað stjórnvöld í Damaskus og pólitíska bandamenn þeirra innan leyniþjónustu Líbanons um tilræðin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×