Fréttir

Fréttamynd

Fundu fjögur lík í Mexíkó

Lík fjögurra manna, þar á meðal 13 ára drengs, fundust á búgarði í borginni Nuevo Laredo í norðurhluta Mexíkós í gær en allir höfðu mennirnir verið skotnir til bana. Lögreglan segir morðin líklega tengd eiturlyfjasölu. Á morðstaðnum voru tæki og tól til viðgerða á dekkjum en þau eru notuð í miklum mæli til að smygla eiturlyfjum frá Mexíkó til Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Dæmdir fyrir fíkniefnabrot

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt fjóra menn um tvítugt í 45 daga til fimm mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar vegna stórfelldra innbrota í heimahús og verslanir á þessu ári, auk smávægilegra fíkniefnabrota. Bótakröfum trygggingafélagsins Sjóvá-Almennra var vísað frá dómi.

Innlent
Fréttamynd

Bóluefnismál skýrast í nóv-des

Kostnaður við fyrirhugaða verksmiðju vegna framleiðslu á bóluefni við fuglaflensunni liggur ekki fyrir. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu er ekki ljóst hvar framleiðslan mun fara fram en skoðað verður hvort mögulegt sé að framleiða bóluefnið hér á landi. Þetta skýrist nánar í nóvember og desember.

Innlent
Fréttamynd

Forsætisráðherranum stefnt

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur verið stefnt sem fulltrúa ríkisins fyrir að hafa brotið stjórnarskrána með aðild Danmerkur að innrásinni í Írak fyrir um tveimur og hálfu ári.

Erlent
Fréttamynd

Lánum og fjárdrætti blandað saman

Ég tek að sjálfsögðu ábyrgð á dómsmálaráðherra í minni ríkisstjórn," sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra í gær um þau ummæli Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra á vefsíðu sinni að réttarkerfið hefði ekki sagt sitt síðasta orð í Baugsmálinu.

Innlent
Fréttamynd

Gjaldeyristekjur nær þær sömu

Gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu eru nær þær sömu fyrstu sex mánuði ársins og í fyrra. Tekjur af hverjum gesti hafa þó aukist sé miðað við sama tíma í fyrra. En tekjur vegna neyslu í landinu lækka um 2,2 prósent á hvern gest en tekjur vegna ferðalaga þeirra innanlands hækka nokkuð og því er á heildina litið auknar tekjur af hverjum gesti.

Innlent
Fréttamynd

Flóttamenn til landsins

Tíu flóttamenn, konur og börn komu til Íslands í dag frá Kólumbíu. Þetta er þriðji hópurinn sem kemur til landsins á þessu ári. </font />

Innlent
Fréttamynd

Eimskip rekur Herjólf næstu 5 árin

Eimskip og Vegagerðin undirrituðu í dag samkomulag um rekstur Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs næstu fimm árin. Eimskip mun taka yfir rekstur Herjólfs um næstu áramót og er fyrsta ferðin áætluð 2. janúar.

Innlent
Fréttamynd

Múgæsingur á Seltjarnarnesi

Fréttaflutningur af viðveru Steingríms Njálssonar á Seltjarnarnesi hefur valið nokkrum usla í bænum, en Steingrímur er margdæmdur fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Í síðustu viku gerðu unglingar meðal annars aðsúg að húsi þar sem Steingrímur átti að hafa verið.

Innlent
Fréttamynd

Afsláttarkort sjúklinga send heim

Ætlunin er að koma á næsta ári á sjálfvirku kerfi, þannig að þeir sem eiga rétt á afsláttarkorti vegna læknisþjónustu, fái afsláttarkortin sjálfkrafa send heim.<font face="Arial"></font>

Innlent
Fréttamynd

Um sex milljónir vantar

Í fjárlagafrumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi er ekki gert ráð fyrir að endurgreiðslur á virðisaukaskatti vegna kaupa sveitarfélaga á slökkvibifreiðum og búnaði slökkviliða hækki frá fyrra ári. Er lagt til að þær muni nema 30 milljónum króna.

Innlent
Fréttamynd

Handtaka á Balí vegna árásar

Lögreglan í Indónesíu handtók í dag mann sem grunaður er um aðild að sprengjuárásunum á Balí fyrr í þessum mánuði. Handtakan fór fram á Austur-Jövu og lögregluyfirvöld á staðnum segja sterkar vísbendingar benda til þess að hann hafi tekið þátt í sprengjuárásunum án þess að rökstyðja það nánar.

Erlent
Fréttamynd

Lögreglan fór inn á sautján staði

Lögregla fór inn á sautján staði á Íslandi og í Bretlandi í rannsókn sinni á falþjóðlegu peningaþvætti, sem meðal annars tengist íslenskum aðilum.

Erlent
Fréttamynd

Segist ekki hafa verið drukkinn

Hinn 64 ára gamli Robert Davis, sem í fyrradag var barinn var af lögreglunni í New Orleans, sagði í samtali við fjölmiðla í gær, að hann hafi ekki drukkið í 25 ár og hafi því ekki verið ölvaður eins og lögreglan heldur fram. Þá segir lögreglan hann hafa streist á móti þegar hann var settur í handjárn en myndband sem náðist af atburðinum sýnir þó annað.

Erlent
Fréttamynd

Vara við afnámi synjunarvalds

Þjóðarhreyfingin varar við því að við yfirstandandi enduskoðun stjórnarskrár verði hróflað við 26. grein núgildandi stjórnarskrár sem kveður á um að forseti geti hafnað lagafrumvarpi og lagt undir atkvæði þjóðarinnar. Í yfirlýsingu frá þjóðarhreyfingunni segir að ef þessi valdheimild verði tekin af forsetaembættinu þá gæti hann allt eins verið þingkjörinn.

Innlent
Fréttamynd

Vonin um að finna slasaða dvínar

Björgunaraðgerðir í Pakistan stóðu yfir í alla nótt en þrír dagar eru síðan jarðskjálfti upp á 7,6 á Richter reið yfir landið. Höfuðborg landsins, Islamabad, er svo gott sem rústir einar og eru menn vonlitlir um að finna mikið fleira fólk á lífi. Þó fundust kona og barn í gær í rústum eins hússins þar sem þau höfðu verið föst í yfir 60 klukkustundir.

Erlent
Fréttamynd

Lifnar yfir Slippnum

Í morgun lifnaði yfir athafnarsvæði Slippsins á Akureyri, þegar fjörtíu og fimm af eitthundrað starfsmönnum Slippstöðvarinnar mættu til starfa hjá nýjum vinnuveitanda. Nýstofnað félag, Slippurinn Akureyri, hefur leigt allan þann búnað sem Slippstöðin hafði yfir að ráða.

Innlent
Fréttamynd

Árangurslaus húsleit á Goldfinger

Tólf lögreglumenn gerðu húsleit á súludansstaðnum Goldfinger í Kópavogi síðastliðið föstudagskvöld. Flest reyndist vera í lagi en grunur leikur þó á að einkadans sé dansaður í lokuðu rými. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn í Kópavogi, segir að um hefðbundið eftirlit hafi verið að ræða. Heimildir fréttastofu herma að grunur hafi verið um að mönnum hafi verið byrlað ólyfjan þannig að þeir misstu minnið og vissu ekki fyrr en mjög háir kreditkortareikningar kæmu inn um lúguna.

Innlent
Fréttamynd

Ekki ástæða til afsagna

Ríkislögreglustjóri telur ekki ástæðu til að yfirmenn hjá embættinu segi af sér vegna Baugsmálsins, en segist þó hafa íhugað það. Þeir átta ákæruliðir sem eftir standa eftir dóm Hæstaréttar snúast um efnahagsreikninga og tollsvik sem nema rúmlega tveimur milljónum króna. 

Innlent
Fréttamynd

Tekinn á 146 kílómetra hraða

Lögreglan í Keflavík stöðvaði ökumann á Grindavíkurvegi eftir að bifreið hans hafði mælst á 146 kílómetra hraða. Hámarkshraðinn er hins vegar 90 kílómetrar á klukkustund. Tveir ökumenn voru svo kærðir fyrir ölvun við akstur.

Innlent
Fréttamynd

Reykjarlykt í listasafni

Lögregla og slökkvilið voru nú klukkan um hálftvö kölluð að Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg. Ástæðan er sú að reykjarlykt fannst þar innandyra. Við eftirgrennslan kom í ljós að börn höfðu kveikt í rusli utandyra og barst reykjarlyktin inn í Listasafnið.. Íshúsið gamla, þar sem listasafnið er til húsa, brann fyrir um 35 árum.

Innlent
Fréttamynd

Rúmenar verjast fuglaflensunni

Stjórnvöld í Rúmeníu auka nú aðgerðir til að berjast gegn útbreiðslu fuglaflensu í landinu. Engin ný smit hafa verið staðfest og breskir sérfræðingar vonast til þess að geta staðfest innan nokkurra daga hvort veiran sé sú sama og olli fuglaflensunni í Asíu.

Erlent
Fréttamynd

Bruni á veitingastaðnum KFC

Eldur kom upp á veitinastaðnum KFC í Faxafeni aðfararnótt sunnudags. Tilkynnt var um brunann um klukkan þrjú og var allt tiltækt lið slökkviliðsins kallað á staðinn. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins sem var staðbundinn í eldhúsi en töluverðar skemmdir urðu á húsinu vegna elds, hita og reyks.

Innlent
Fréttamynd

Vilja öðruvísi skattalækkanir

Hætta á við áform um skattalækkanir og huga að því hvort taka beri upp evru sem gjaldmiðil. Þetta sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. á opnum fundi í Reykjavík í gær.

Innlent
Fréttamynd

Lítið atvinnuleysi sparar ríki fé

Atvinnuleysi er lægra en það hefur verið í fjögur ár og ríkissjóður græðir á því. Útlit er fyrir að útgjöld Atvinnuleysistryggingasjóðs verði hálfum milljarði króna lægri en gert var ráð fyrir þegar fjárlög voru samþykkt fyrir tæpu ári síðan.

Innlent
Fréttamynd

Reykingabann í Englandi

Breska ríkisstjórnin áformar að koma á reykingabanni á börum og veitingahúsum í Englandi. Áformað hafði verið að leggja á bann sem takmarkaði reykingar að einhverju leyti en samkomulag hefur nú náðst um að banna þær algjörlega.

Erlent
Fréttamynd

Fáir vinir einkabílsins

Einkabíllinn á sér enga vini. Þá ályktun má í það minnsta draga af mætingu á stofnfund vinafélags einkabílsins, sem haldinn var í dag. Fimmtán sátu fundinn, sem stóð í kortér.

Innlent
Fréttamynd

Fæstir vildu sameiningu

Áform um sameiningu sveitarfélaga biðu afhroð í kosningum í gær. Af sextán sameiningartillögum voru fimmtán felldar.

Innlent
Fréttamynd

Fjöltefli í ráðhúsinu

Skákfélagið Hrókurinn og Vin, athvarf Rauða krossins fyrir geðfatlaða, efndu til skákhátíðar í ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Tilefnið var alþjóða geðheilbrigðisdagurinn sem haldinn er hátíðlegur dagana 4. til 10. október.

Innlent
Fréttamynd

Harmleikur færir fjandvini saman

Talið er víst að meira en þrjátíu þúsund manns hafi farist í jarðskjálftanum nyrst í Pakistan á laugardaginn, langflestir í Pakistan en á Indlandi hafa hundruð manna einnig farist.

Erlent