Erlent

Forsætisráðherranum stefnt

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur verið stefnt sem fulltrúa ríkisins fyrir að hafa brotið stjórnarskrána með aðild Danmerkur að innrásinni í Írak fyrir um tveimur og hálfu ári. Í tilkynningu frá 24- manna hópi sem stendur að stefnunni kemur fram að stjórnarskráin kveðið skýrt á um að Danmörk geti aðeins beitt hervaldi í sjálfsvörn eða í umboði Sameinuðu þjóð-anna og þá í samræmi við alþjóðalög. Einnig er gagnrýnt að danskir hermenn hafi verið færðir undir stjórn annarra ríkja. Danska þingið samþykkti 21. mars 2003 aðild Danmerkur að innrásinni í Írak en ríkisstjórnin og þá sérstaklega forsætisráðherrann voru- harðlega gagnrýnd fyrir þá ákvörðun. Ákærendurnir lögðu því í gær fram stefnu í málinu fyrir Eystri-Landsrétti og í kjölfarið tekur dómurinn afstöðu til þess hvort grundvöllur sé fyrir því að taka málið fyrir. Dagblaðið Politiken hefur eftir Henning Koch, prófessor í ríkisrétti við Kaupmannahafnar-háskóla, að stríðið í Írak hafi verið ólöglegt en hins vegar sé ekki víst að dómstólar séu réttu aðilarnir til að taka á málinu þar sem utanríkismál snúist ekki aðeins um lögfræðileg atriði heldur einnig völd.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×