Fréttir

Fréttamynd

Ofmátu vopnabúnað stórlega

Leyniþjónustan CIA veitti rangar upplýsingar í aðdraganda Íraksstríðsins. Þetta er niðurstaða bandarískrar þingnefndar sem kannað hefur forsendur stríðsins.

Erlent
Fréttamynd

Mesta ógn frá 11. september

Ósama bin Laden hvetur fótgönguliða al-Qaeda til stórfelldra hryðjuverkaárása í Bandaríkjunum á þessu ári. Margs konar upplýsingar hafa borist sem benda til þess að ógnin hafi ekki verið meiri frá árásunum ellefta september.

Erlent
Fréttamynd

Heitasti dagur ársins

Í dag er heitasti dagur ársins til þessa. Veður verður bjart og hlýtt í dag og um helgina, allra hlýjast á norður og vesturlandi. Mikill hiti er á Landsmóti Ungmennafélaganna í Skagafirði og segja mótsgestir að hitinn sé nú kominn yfir 25 stig.

Innlent
Fréttamynd

KB banki hækkar óverðtryggða vexti

KB banki hefur ákveðið að hækka vexti óverðtryggðra inn- og útlána frá og með 11. júlí. Vaxtabreytingin er gerð í kjölfar tilkynninga Seðlabankans um hækkun stýrivaxta nú um mánaðarmót.

Innlent
Fréttamynd

Múrinn stenst ekki alþjóðalög

Öryggismúr Ísraels brýtur í bága við alþjóðalög og heftir ferðafrelsi Palestínumanna ásamt atvinnufrelsi og frelsi til að leita menntunar og heilbrigðisþjónustu. Þetta er niðurstaða alþjóðadómstólsins í Haag, sem dregur einnig í efa að múrinn þjóni í raun öryggishagsmunum Ísraels.

Erlent
Fréttamynd

Lögfræðingur segi vitleysu

Davíð Oddsson, forsætisráðherra, sagði eftir ríkisstjórnarfund í morgun að fjölmiðlamálið hefði borið á góma, þótt það hefði ekki beinlínis verið á dagskrá. Engar ákvarðanir hefðu verið teknar en ráðherrarnir hefðu rætt stöðu málsins.

Innlent
Fréttamynd

Samkeppni á bensínmarkaði

Meiri harka virðist hlaupin í samkeppni á í bensínmarkaði en nokkru sinni fyrr og hafa olíufélögin greinilega lækkað álagningu umtalsvert. Bensínverð hér á landi er um það bil fjórum krónum lægra en það var í vor, þegar heimsmarkaðsverð var álíka hátt og það varð í gær. Í gær fór það yfir 450 dollara tonnið og varð þarmeð álíka hátt og það var í maí.

Innlent
Fréttamynd

Stefnumótun háskóla ábótavant

Ríkisendurskoðandi telur stefnumótun um háskólastigið ábótavant og vill láta skoða hvort ekki eigi að tengja fjárveitingar til háskóla við árangur nemenda og skólanna sjálfra. Með því móti tækju fjárveitingar hins opinbera til skólanna meðal annars mið af því hve mörgum einingum nemendur ljúka árlega og hve margar prófgráður skólinn veitir.

Innlent
Fréttamynd

Óvenju viðamiklar flotaæfingar

Bandaríkjafloti er að hefja viðamestu æfingar sínar um nokkurra áratugaskeið. Sjö af tólf flugmóðurskipaflotadeildum þeirra eru á leið til æfinga víðs vegar á heimshöfunum. Síðustu 30 árin hafa aldrei verið meira en þrjár flugmóðurskipaflotadeildir við æfingar á sama tíma.

Erlent
Fréttamynd

Porche Ástþórs ekki til

Porche sem boðaður var sem aðalvinningur í happdrætti Ástþórs Magnússonar finnst hvergi. "Mér er ekki kunnugt um að hann hafi flutt inn svona bíl" segir Jón Kr. Stefánsson, sölustjóri hjá Bílabúð Benna. Í Porche tombólu Ástþórs Magnússonar -- sem hann vill þó ekki kannast við -- er aðalvinningurinn Porsche Cayenne jeppabifreið.

Innlent
Fréttamynd

Sátt um löggæslukostnað

Sátt hefur náðst um löggæslukostnað vegna landsmóts UMFÍ á Sauðarkróki eftir nokkurt þref. Veðrið lék við landsmótsgesti í dag, þar sem saman voru komnir keppendur og áhorfendur á öllum aldri. Metþátttaka er á landsmótinu í ár.

Innlent
Fréttamynd

Prófessor fyrir Allsherjarnefnd

Alþingi getur hugsanlega fellt fjölmiðlalögin úr gildi, en með því að setja samtímis ný lög um sama mál, er brotið gegn stjórnarskránni. Þetta er mat Eiríks Tómassonar, lagaprófessors.

Innlent
Fréttamynd

Ráku ólöglegt einkafangelsi

Þrír Bandaríkjamenn hafa verið handteknir í Afganistan fyrir að reka þar ólöglegt einkafangelsi. Svo virðist sem Bandaríkjamennirnir hafi svo mánuðum skiptir haldið átta Afgönum í fangelsinu. Við yfirheyrslur sögðu Bandaríkjamennirnir, að þeir hefðu viljað taka þátt í stríðinu gegn hryðjuverkum. Þeir munu ekki hafa pyntað fanga sína en beitt þá nokkru ofbeldi.

Erlent
Fréttamynd

Dró sér 30 milljónir á átta árum

Fyrrverandi skólastjóri Rafiðnaðarskóla Íslands er ákærður fyrir að hafa dregið sér tæpar 30 milljónir króna frá skólanum á átta ára tímabili. Hann lýsti yfir sakleysi við aðalmeðferð málsins, sem stendur nú yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Olíuverð yfir 40 dollara

Olíuverð fór á ný yfir 40 dollara á fatið í morgun, en í lok júní var fatið komið í ríflega 35 dollara og 50 sent í Bandaríkjunum. Verðhækkunin er einkum rakin til aukinnar eftirspurnar eftir bensíni í Bandaríkjunum, en framleiðsluaukning OPEC-ríkjanna, sem stefnt er að í ágúst, nægir rétt svo til að svara henni.

Erlent
Fréttamynd

Smiður í atkvæðagreiðslu

Siv Friðleifsdóttir segir á heimasíðu sinni að á miðvikudag í atkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin hafi aukaatkvæði dúkkað upp. "Milli atkvæðagreiðslna bættist eitt atkvæði við án þess að nokkur gengi í salinn. Var því fleygt að smiðirnir væru kannski farnir að taka óvart þátt í atkvæðagreiðslum þingsins," segir Siv.

Innlent
Fréttamynd

Boða fjölmenn mótmæli

Mótmælendur í Belfast hyggjast efna til fjölmennra mótmæla á mánudag til að mótmæla því að þeim hefur verið bannað að ganga um hverfi kaþólskra til að minnast sigurs mótmælenda yfir kaþólikkum í orrustunni við Boyne árið 1690.

Erlent
Fréttamynd

Falun Gong mótmælir við sendiráð

Íslenskir Falun Gong iðkendur efndu til mótmæla við Kínverska sendiráðið nú fyrir hádegið. Þeir segja að mótmælin tengist ekki opinberri heimsókn Wang Zhaoguo, varaforseta kínverska þingsins, sem hófst í dag.

Innlent
Fréttamynd

Uppbygging þrátt fyrir auð hús

Þótt talsvert sé af auðu verslunarhúsnæði við Laugaveg telur Þróunarfélag Miðborgarinnar að miklir uppgangstímar séu framundan. Meðal fyrsta flokks verslunarhúsnæðis sem lengi hefur staðið autt við Laugaveginn, má nefna húsið þar sem Flugleiðir voru á sínum tíma, og síðan Gap, og Bankahúsið við hliðina á Sævari Karli.

Innlent
Fréttamynd

Óheimilt að kynna áskriftartilboð

Samskeppnisstofnun úrskurðaði í dag í máli Og Vodafone gegn Landssímanum. Komist var að þeirri niðurstöðu að Landssími Íslands hf. hafi brotið gegn 11. gr. samkeppnislaga með því að bjóða og kynna áskriftartilboðið "Allt saman hjá Símanum". Landssíma Íslands er því óheimilt að kynna áskriftartilboðið eða skrá nýja viðskiptavini sakmvæmt tilboðinu.

Innlent
Fréttamynd

Brotist inn í þrjá bústaði

Brotist hefur verið inn í þrjá sumarbústaði í Miðhúsaskógi í Biskupstungum, en óljóst er hversu miklu hefur verið stolið. Þegar eigandi eins bústaðarins kom að honum í gærkvöldi varð hann þess var að þar höfðu þjófar verið á ferð og rótað í öllu innanstokks. Fljótlega sá hann að einnig hafði verið brotist inn í tvo næstu bústaði og ætlar lögregla að kanna hvort víðar hafi verið brotist inn á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Lítill kraftur í loðnuveiðum

Enginn kraftur er enn kominn í loðnuveiðarnar, en sjö skip eru djúpt norðaustur af Horni að leita fyrir sér. Tvö skip fengu góð köst í gærkvöldi en síðan ekki söguna meir. Sjómenn segja að það sé leiðinlegt ástand á loðnunni, eða þá að þeir hafi hreinlega ekki fundið stofninn, aðeins stöku torfur. Nú er auk þess kaldi á miðunum, en bundnar eru vonir við að eitthvað fari að finnast þegar lægir á ný.

Innlent
Fréttamynd

Verða að láta þjóðina ráða

Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir, eftir að hafa hlýtt á einn helsta stjórnskipunarfræðing landsins, Eirík Tómasson lagaprófessor, á fundi allsherjarnefndar Alþingis í morgun. Að ríkisstjórninni sé ekki stætt á öðru en að láta þjóðina greiða atkvæði um fjölmiðlalögin.

Innlent
Fréttamynd

Endurfundir liðhlaupa

Bandarískur liðhlaupi í Norður-Kóreu hitti í dag japanska eiginkonu sína í fyrsta sinn í tvö ár í Indónesíu. Allar líkur eru á að hann verði að snúa aftur til Norður-Kóreu en hún til Japans; þeim virðist ekki skapað nema að skilja.

Erlent
Fréttamynd

Stofna stjórnmálasamband

Ísland hefur stofnað til stjórnmálasambands við fámennasta ríki Mið-Ameríku, Belís. Fastafulltrúar Íslands og Belís hjá Sameinuðu þjóðunum, sendiherrarnir Hjálmar W. Hannesson og Stuart W. Leslie, skrifuðu í New York á miðvikudag undir yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands milli landanna.

Innlent
Fréttamynd

Um 5000 gestir þegar mættir

Umferð til Sauðárkróks er farin að þyngjast nú á öðrum degi landsmóts UMFÍ og tjaldstæði keppenda að verða þétt skipuð. Keppni hefst í dag í flestum greinum en nánari upplýsingar um dagskrá keppninar er að finna á <a href="http://www.landsmotumfi.is/">www.landsmotumfi.is</a>.

Innlent
Fréttamynd

Allir nýnemar fá skólavist

Fjölbrautaskólinn við Ármúla, Menntaskólinn við Hamrahlíð og Flensborgarskóli í Hafnarfirði eiga að taka við þorra nýnema sem synjað hafði verið um skólavist í framhaldsskóla í haust. Þessi lausn kostar ríkið á bilinu 200 til 250 milljónir króna vegna framkvæmda við skólana.

Innlent
Fréttamynd

Jón Baldvin ódýr útgáfa af Clinton

Þessi fjölskylda hugsar mjög mikið um ímyndina, hvernig hún lítur út í blöðum og þannig lagað. Jón Baldvin og Bryndís eru ódýra útgáfan af Clinton-hjónunum.En bak við ímyndina eru litlar tilfinningar," staðhæfir Marco Brancaccia, fyrrverandi sambýlismaður Snæfríðar Baldvinsdóttur

Innlent
Fréttamynd

Nautin stungu fjóra

Eftir tvo tiltölulega slysalausa daga brást lukkan fjórum hlaupurum sem freistuðu þess að hlaupa á undan nautunum á götum Pamplona í gær. Hlaupararnir fjórir fengu allir að kenna á hornum nautanna sem voru mun sprækari í gær en fyrri daga.

Erlent
Fréttamynd

Ætlar ekki að áfrýja

Maðurinn, sem situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að eiga þátt í hvarfi fyrrverandi sambýliskonu sinnar, ætlar ekki að áfrýja gæsluvarðhaldsúrskurðinum til Hæstaréttar, en frestur til þess rann út í dag.

Innlent