Fréttir

Fréttamynd

Yukos í gjaldþrot?

Sérfræðingar í olíuviðskiptum hafa nú áhyggjur af því að vöruflæði frá rússneska fyrirtækinu Yukos kunni að stöðvast innan skamms og fyrirtækið að verða gjaldþrota.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Höfrungar og selir í Thames

Höfrungar og selir eru meðal þeirra dýrategunda sem hafa endurnýjað heimkynni sín í Thames-ánni í London. Á viktoríutímabilinu, fyrir um tvö hundruð árum, varð Thames svo menguð að nær öllu dýralífi í ánni var eytt.

Erlent
Fréttamynd

Má ekki yfirgefa Ísrael

Hæstiréttur Ísraels setti í gær hömlur á ferða- og tjáningarfrelsi Ísraelsmannsins Mordechai Vanunu sem ljóstraði upp um kjarnaofn Ísraelsmanna árið 1986.

Erlent
Fréttamynd

Hvassviðri á Snæfellsnesi

Hvassviðri gerði óvænt á norðanverðu Snæfellsnesi í gærkvöldi og kallaði lögregla út björgunarsveitir til að hemja lausa hluti sem voru farnir að fjúka. Fellihýsi fauk meðal annars um koll á tjaldstæðinu í Stykkishólmi, flaggstöng brotnaði og lausamunir fuku um hafnarsvæðið í Ólafsvík.

Innlent
Fréttamynd

Einmana Danir

Óvenju margir Danir þjást af einmanaleika nú yfir sumarleyfistímann ef marka má aukið álag á neyðarlínur þar sem fólki í vanda er svarað. Fólkið kvartar yfir sumarlokunum verslana og þjónustufyrirtækja og að vinir og kunningjar séu úti um hvippinn og hvappinn þannig að ekki náist samband við þá.

Erlent
Fréttamynd

Hver er John Kerry?

Hver er John Kerry? Það er spurningin sem hann verður helst að svara á flokksþingi demókrata sem hefst í dag í Boston.

Erlent
Fréttamynd

Morðingi faldist í runnum í viku

Lögreglan í Bretlandi handsamaði í gær mann sem grunaður er um fjögur morð en hann hafði þá verið á flótta undan lögreglu í eina viku. Maðurinn, Mark Hobson að nafni, er 34 ára gamall og hafðist við í runnum á bak við verslunarmiðstöð í Jórvíkurskíri þessa sjö daga sem hans var leitað.

Erlent
Fréttamynd

Loftbyssa tekin af 11 ára dreng

Lögreglan í Keflavík tók loftbyssu af 11 ára gömlum dreng þar í bæ í gær þar sem hann var að skjóta út í loftið. Meðhöndlun slíkra gripa er stranglega bönnuð og þykir mildi að ekki hafi orðið slys á fólki.

Innlent
Fréttamynd

Gripið verði til refsiaðgerða

Evrópusambandið vill að Sameinuðu þjóðirnar grípi til refsiaðgerða gegn Súdönum bindi þeir ekki þegar í stað enda á átökin í Darfur-héraði. Bandaríkjamenn hafa þegar lýst sig sömu skoðunar og telja átökin í Súdan jafngilda þjóðarmorði.

Erlent
Fréttamynd

Brosandi bílar

Uppfinningamenn hjá bílaframleiðandanum Toyota hafa fengið einkaleyfi í Bandaríkjunum fyrir hugmynd að bíl sem sýnir tilfinningar.

Erlent
Fréttamynd

Fyrrverandi skólastjóri sýknaður

Fyrrverandi skólastjóri Rafiðnaðarskólans, Jón Árni Rúnarsson, var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru um að hafa dregið sér tæplega 29 milljónir króna á sjö ára tímabili í starfi sínu hjá skólanum. Hann var hins vegar dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi  fyrir skjalafals og fjársvik.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingar með mikið keppnisskap

Íslendingar eru í hópi þeirra Evrópuþjóða sem hafa hvað mest keppnisskap. Þetta kemur fram í könnun sem Visa Europe lét gera nýlega í átta ríkjum álfunnar í tilefni Ólympíuleikanna sem haldnir verða í Aþenu í næsta mánuði. Könnunin var framkvæmd af Gallup og var hringt í tæplega 1800 manna slembiúrtak úr þjóðskrá.

Innlent
Fréttamynd

300 lögreglumenn í skotbardaga

Aðgerðin Drekaveiðin eða „Dragon Hunting“ var hrundið af stað í morgun til að handsama einn harðsvíraðasta glæpamann Taívans. Chang She-ming er grunaður um aðild að fjölda skotárása og listinn yfir glæpi er langur. Lögregla fékk vísbendingar um að Chang héldi til í Suður-Taívan og samstundis voru yfir 300 lögreglumenn sendir á staðinn.

Erlent
Fréttamynd

Háttsettur Íraki myrtur

Þrír létust í sjálfsmorðsárásum í borginni Mósúl í Írak í morgun og háttsettur embættismaður var myrtur á heimili sínu í Bagdad. Árásum í Írak fer fjölgandi.

Erlent
Fréttamynd

Lífi gíslanna þyrmt

Hópur íslamskra skæruliða í Írak sem heldur sjö erlendum borgurum í gíslingu hefur framlengt frest sem þeir höfðu gefið samningamönnum. Lífi gíslanna verður því þyrmt um sinn en hópurinn ítrekar kröfur sínar um að kúveiskt fyrirtæki, sem starfsmennirnir vinna fyrir, dragi sitt fólk frá Írak.

Erlent
Fréttamynd

Bann á asísku fuglakjöti framlengt

Evrópusambandið framlengdi í dag bann við innflutningi á kjúklingakjöti og lifandi fuglum frá níu Asíuríkjum af ótta við að ekki hafi náðst að útrýma fuglaflensu í löndunum. Bannið átti að falla úr gildi þann 15. ágúst nk. en það hefur verið framlengt til 15. desember.

Erlent
Fréttamynd

Forsætisráðherra Tékka tilnefndur

Forseti Tékklands, Vaclav Klaus hefur tilnefnt leiðtoga Sósíaldemókrataflokksins til að leiða næstu ríkisstjórn landsins. Fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Vladimir Spidla, sagði af sér eftir að flokkur hans tapaði í Evrópuþingskosningum í síðasta mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Hryðjuverkabæklingur í Bretlandi

Breska ríkisstjórnin hefur varið meira en milljarði íslenskra króna í því skyni að uppfræða almenning um hvernig bregðast eigi við ef hryðjuverkaárás ætti sér stað.

Erlent
Fréttamynd

Kókaín vinsælasta fíkniefnið

Kókaín er orðið lang vinsælasta fíkniefnið í Danmörku og nær nú til allra þjóðfélagshópa. Nákvæmlega sama þróun virðist vera upp á teningnum hér á landi þar sem dagsskammturinn kostar rösklega tíu þúsund krónur.

Innlent
Fréttamynd

Sprengingar í Indónesíu

Sprengjur heyrðust springa í morgun við kosningamiðstöð í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, rétt áður en tilkynna átti úrslit forsetakosninga sem hafa farið fram í landinu. Vitni segist hafa séð fólk hlaupa út úr byggingunni.

Erlent
Fréttamynd

Samstarf um loðnuleit í haust

Útgerðarmenn og Hafrannsóknastofnun hafa þegar ákveðið að hafa samstarf um loðnuleit í október, líkt og gert var nú í vor, en sumarvertíðinni lauk um helgina. Aðeins veiddust 44 þúsund tonn sem er helmingi minni afli en á sama tíma í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Leit hefst að nýju í dag

Leit verður væntanlega hafin að nýju í dag að Sri Rhamawati sem saknað hefur verið í rúmar þrjár vikur. Að sögn lögreglunnar verður leitað á og í grennd við höfuðborgarsvæðið. Fyrrverandi sambýlismaður Sri hefur setið í gæsluvarðhaldi í tæpar þrjár vikur en hann er grunaður um aðild að hvarfi hennar.

Innlent
Fréttamynd

66 ára maður gekk berkserksgang

Að minnsta kosti fjórir menn særðust þegar 66 ára gamall maður gekk berserksgang og skaut úr riffli á nágranna sína í Munchen í Þýskalandi í dag. Byssumaðurinn skaut síðan sjálfan sig í höfuðið. Hann var fluttur á sjúkrahús ásamt fórnarlömbum sínum en hann hringdi á dyrabjöllum nágranna sinna og skaut þá í maga og hnakka.

Erlent
Fréttamynd

Sprenging á McDonald´s í Mexíkó

Sprenging skók McDonald´s-skyndibitastað í Mexíkóborg í morgun. Yfirvöld hafa ekki enn viljað greina frá hvað olli sprengingunni eða hvort einhverjir hafi slasast. Að sögn embættismanns á borgarskrifstofum Mexíkóborgar er veitingastaðurinn í verslunarmiðstöðinni Lindavista Plaza í norðurhluta borgarinnar.

Erlent
Fréttamynd

14 dóu í lestarslysi í Tyrklandi

Lest og lítil rúta skullu saman á lestarteinum í vesturhluta Tyrklands í dag með þeim afleiðingum að fjórtán manns létu lífið og sex slösuðust, að sögn Anatolia-fréttastofunnar. Tildrög slyssins eru ekki ljós en rútan var að aka yfir teinana.

Erlent
Fréttamynd

Baráttan við smyglara

Fórnarlömb mansals trúa ekki sögum um örlögin sem bíða þeirra, segir sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli. Hann telur árangur hafa náðst bæði í baráttunni gegn smygli á fólki og fíkniefnum. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Láta ekki undan hótunum al-Kaída

Alexander Downer, utanríkisráðherra Ástralíu, segir að hótanir evrópudeildar al-Kaída hryðjuverkasamtakanna um hryðjuverk í landinu verði teknar alvarlega þó stjórnvöld þar í landi ætli sér ekki að láta undan þeim.

Erlent
Fréttamynd

Bólusett gegn fíkniefnum?

Breska ríkisstjórnin er að hugleiða róttæk áform um að bólusetja börn gegn því að ánetjast fíkniefnum þegar þau eldast, að því er breska dagblaðið The Independent on Sunday segir frá.

Erlent
Fréttamynd

Lýst eftir manni

Lögreglan á Selfossi lýsir eftir Hákoni Svani Hákonarsyni, sem hvarf af hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni um níuleytið í gærkvöld og ekki hefur spurst til síðan. Björgunarsveitir leita hans en hafi einhver upplýsingar um ferðir hans frá því í gærkvöld eru þeir beðnir að láta lögregluna vita í síma 4801010.

Innlent