Erlent

Sprenging á McDonald´s í Mexíkó

Sprenging skók McDonald´s-skyndibitastað í Mexíkóborg í morgun. Yfirvöld hafa ekki enn viljað greina frá hvað olli sprengingunni eða hvort einhverjir hafi slasast. Að sögn embættismanns á borgarskrifstofum Mexíkóborgar er veitingastaðurinn í verslunarmiðstöðinni Lindavista Plaza í norðurhluta borgarinnar. Sprengingin varð kl. 9:40 að staðartíma, kl. 14:40 að íslenskum tíma, og voru slökkvi- og björgunarlið komin á vettvang fljótlega á eftir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×