Erlent

Einmana Danir

MYND/Vísir
Óvenju margir Danir þjást af einmanaleika nú yfir sumarleyfistímann ef marka má aukið álag á neyðarlínur þar sem fólki í vanda er svarað. Fólkið kvartar yfir sumarlokunum verslana og þjónustufyrirtækja og að vinir og kunningjar séu úti um hvippinn og hvappinn þannig að ekki náist samband við þá. Þá telja sálfræðingar ekki loku fyrir það skotið að leiðindaveður í Danmörku í sumar hafi líka sín neikvæðu áhrif á sálarlíf veikgeðja Dana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×