Fréttir

Fréttamynd

Mannskæð gassprenging í Belgíu

Að minnsta kosti 14 létu lífið og 200 slösuðust í sprengingu í gasverksmiðju í Belgíu í morgun. Gasverksmiðjan er á Ghislenghien iðnaðarsvæðinu sem er um 30 kílómetra suð-austur af Brussel.

Erlent
Fréttamynd

Mikið um dóp í Eyjum

Maður var handtekinn með 39 grömm af amfetamíni í Vestmannaeyjum í gær. Að sögn lögreglunnar í Eyjum hafði á þriðja tug fíkniefnamála komið upp í gærdag og var mestmegnis um amfetamín og e-töflur að ræða. Að öðru leyti hafa hátíðarhöldin gengið vel fyrir sig.

Innlent
Fréttamynd

Hnepptu ferðalanga í gíslingu

Reiðir þorpsbúar í indverska þorpinu Santoshgarh stöðvuðu rútur sem fluttu 37 erlenda ferðamenn til að vekja athygli á kröfum sínum um að þrír indverskir verkamenn sem voru teknir í gíslingu í Írak yrðu leystir úr haldi.

Erlent
Fréttamynd

Björgólfur skattakóngur

Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, er skattakóngur Íslands. Honum ber að greiða tæpar 300 milljónir króna í opinber gjöld. Sá sem kemur á eftir Björgólfi í Reykjavík greiðir rúmum 200 milljónum króna minna en hann.

Innlent
Fréttamynd

Colin Powell óvænt til Bagdad

Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom óvænt til Bagdad í dag og átti fund með forseta Íraka, Ghazi al-Yawer. Powell staðfesti þar ákvörðun stjórnvalda í Washington að styðja áfram bráðabrigðastjórn Íraka. Hann lofaði einnig að hraða fjárstuðningi til uppbyggingar.

Erlent
Fréttamynd

Árangurslausri leit brátt hætt

Eitt hundrað og tuttugu björgunarsveitarmenn hafa tekið þátt í árangurslausri leit að magaveikum frönskum ferðahópi frá því um miðjan dag í gær. Leitin hófst eftir óljóst neyðarkall sem starfsmaður Ferðafélags Íslands tók á móti. Talið er líklegt að um gabb hafi verið að ræða en kostnaður við leitina hleypur á milljónum.

Innlent
Fréttamynd

Ein með öllu í góðu veðri

Á Akureyri verður fjölskylduhátíðin "Ein með öllu" haldin um helgina. Þar var steikjandi hiti í dag og 2000 manns komnir á tjaldsvæðin. Hátíðin verður sett klukkan hálf níu í kvöld og skipulögð dagskrá verður víða um bæinn alla helgina.

Innlent
Fréttamynd

Mega halda kjarnorkuvopnunum

Bandaríkjamenn hafa fullvissað Ísraela um að ekki verði hróflað við kjarnorkuvopnum þeirra þó reynt verði að koma í veg fyrir að önnur ríki í Miðausturlöndum komi sér upp slíkum vopnum. Þetta lásu menn úr orðum Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, á fundi Likudbandalagsins.

Erlent
Fréttamynd

Staða Kerrys sterk

Baráttan um forsetaembættið í Bandaríkjunum snýst í auknum mæli um að ná fótfestu í fjórum til fimm ríkjum sem talin eu ráða úrslitum um niðurstöðu kosninganna.

Erlent
Fréttamynd

Leitarsvæðið færðist vestur

Leitarsvæði björgunarsveitamanna sem leita að hópi franskra ferðamanna, sem talið er að sé í nauðum á hálendinu frá því um hádegi í gær, færðist til vesturs, seint í gærkvöldi eftir að kortlagt hafði verið það svæði sem talið er að fjarskiptin hafi komið frá.

Innlent
Fréttamynd

Harðir bardagar í Fallujah

Harðir bardagar geisuðu í gærkvöldi milli bandarískra hermanna og írakskra skæruliða í borginni Fallujah. Bandaríkjamenn segja átökin hafa blossað upp þegar skæruliðar réðust á bækistöð þeirra vopnaðir byssum og sprengjum.

Erlent
Fréttamynd

Hundar í jóga

Vegfarendur í Lundúnum urðu heldur betur hissa þegar þeir gengu fram hunda í jógatímum. Tímarnir eru ætlaðir stressuðum hundum og var eigendum mikið í mun að gæludýrin fengju að slappa af og láta teygja á sér. Hundarnir sýndu reyndar margir hverjir öðrum hundum í garðinum meiri áhuga en jóganu en eigendurnir hafa þá hugsanlega getað slappað af í staðinn.

Erlent
Fréttamynd

Flogið til Eyja

Þjár vélar flugu til Vestmannaeyjar um þrjú leytið í gær. Ekki hafði verið flogið til eyjarinnar frá miðvikudegi og biðu um 500 manns eftir flugi. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Flugfélags Íslands, segir allt flug hafi gengið að óskum nema til Vestmannaeyja.

Innlent
Fréttamynd

Tveir handteknir á Selfossi

Lögreglan á Selfossi handtók tvo menn í nótt eftir að þeir höfðu brotist inn á tannlækastofu í bænum og voru þar á útleið með tölvu og talsvert af lyfjum. Fyrr um daginn höfðu mennirnir verið reknir úr Byrginu á Efri Brú vegna umgengniserfiðleika.

Innlent
Fréttamynd

Hóta blóðbaði í Evrópu

Samtök sem sögð eru tengjast Al-Qaida hafa hótað að standa fyrir blóðbaði í Evrópu á næstunni. Í yfirlýsingu samtakanna, sem birtist á Netinu í dag eru Evrópuríki fordæmd fyrir að hafa ekki dregið herlið sín heim frá Írak og Afghanistan.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsta hraðbraut Íslands

Tvíbreið Reykjanesbraut frá mörkum Hafnarfjarðar og nánast inn að Vogum á Vatnsleysuströnd var opnuð fyrir umferð í gær. Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, hleypti umferð á nýja vegarkaflann sem er 12,1 kílómetra langur.

Innlent
Fréttamynd

SÞ ályktar um Súdan

Vígamenn hlekkja óbreytta borgara saman og kveikja í þeim í Darfur héraði í Súdan, en það eru engar blikur á lofti sem benda til þess að ógnaröldin sé á undanhaldi.

Erlent
Fréttamynd

Ráðstefnu frestað í Írak

Ráðstefnu sem halda átti í Írak á laugardaginn hefur verið frestað til 15. ágúst að beiðni Sameinuðu þjóðanna. Forsvarsmenn ráðstefnunnar neita því að hryðjuverkin í gær hafi orðið þess valdandi að ákveðið var að fresta henni.

Erlent
Fréttamynd

Fáar nauðganir verða að dómsmálum

Hvorug tilkynningin um nauðgun um síðustu verslunarmannahelgi hefur enn leitt til ákæru. Þó náðust ljósmyndir af öðru tilvikinu. Tilkynntar nauðganir um verslunarmannahelgina 2001 voru 21 en fáar ef nokkur enduðu með dómsmeðferð.

Innlent
Fréttamynd

Hagnaðurinn 22 milljarðar

Hagnaður fjögurra banka nam 22 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins. Hagnaðaraukningin mill ára er 14,5 milljarðar króna. Gengishagnaður verðbréfaeignar bankanna á stóran þátt í hagnaðinum. Útlán og eignir bankanna hafa vaxið mikið. Útlán viðskiptabankanna þriggja nema tæpum 1.200 milljörðum og hafa aukist um 190 milljarða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ódæðisverk í Kashmír

Þrítug indversk húsmóðir var hálshöggvin í indverska hluta Kasmír héraðs í gær. Morðið hefur vakið mikinn óhug í héraðinu en fyrr í vikunni var karlmaður afhöfðaður ásamt tveimur börnum sínum.

Erlent
Fréttamynd

Edwards lofar Kerry

John Edwards, varaforsetaefni Demókrata, sagði í ræðu á flokksþinginu í Boston í gær að John Kerry, forsetaefnið, væri klár í baráttuna gegn hryðjuverkum. Líkt og aðrir Demókratar talaði hann þó gegn stríðsrekstri George Bush, Bandaríkjaforseta, og sagði að herafli yrði aðallega notaður til að verja Bandaríkin.

Erlent
Fréttamynd

Hagnaður Landsbanka 6 milljarðar

Hagnaður Landsbankans á fyrstu sex mánuðum ársins eru sex milljarðar króna en heildareignir bankans eru 558 milljarðar króna. Mikill innri vöxtur hefur einkennt þróun bankans síðustu mánuðina og hafa heildareignir hans tvöfaldast frá lokum fyrsta ársfjórðungs 2003.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rauði kross Íslands í Darfur

Þrír reyndir sendifulltrúar Rauða kross Íslands eru að störfum á neyðarsvæðunum í Darfur í Súdan. Rauði kross Íslands hefur auk þess veitt nær tíu milljónir króna til hjálparstarfsins þar. Ennfremur starfar Alþjóða Rauði krossinn að því að vernda óbreytta borgara gegn brotum á alþjóðlegum mannúðarlögum, sameina fólk sem orðið hefur viðskila og tryggja réttindi fanga.

Innlent
Fréttamynd

Mikill hagnaður bankanna

Landsbankinn og KB banki högnuðust um sex milljarða króna hvor um sig á fyrstu sex mánuðum ársins. Greiningardeild Landsbankans hafði spáð KB banka mun meiri hagnaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

FÍB með viðbúnað um helgina

Líkt og undanfarna ríflega hálfa öld verður FÍB með mikinn viðbúnað á þjóðvegum landsins um verslunarmannahelgina í ár í því skyni að veita neyðarþjónustu. Hátt á annan tug þjónustufarartækja félagsins verða á vegum landsins

Innlent
Fréttamynd

Ráðstefnu í Írak frestað

Landsráðstefnu Íraka, sem átti að hefjast á morgun, hefur verið frestað um tvær vikur eftir að bílsprengja varð 70 manns að aldurtila á miðvikudag. Ráðstefnan er talinn mikilvægt skref í þróun Íraks í lýðræðisátt.

Erlent
Fréttamynd

Búlgarskir hælisleitendur

Búlgörsk hjón með tvö börn komu með Norrænu í gær og sóttu um hæli á Íslandi. Hjónin gáfu sig fram við lögreglu um hádegisbil og var skýrsla tekin af þeim í kjölfarið.

Innlent
Fréttamynd

Kerry heldur ræðu sína í dag

John Kerry tekur í dag formlega við útnefningu sem forsetaframbjóðandi demókrata á flokksþingi þeirra í Boston. Hann segir ræðuna sem hann heldur í tilefni dagsins vera þá mikilvægustu á ferli sínum.

Erlent
Fréttamynd

Ráðherra hissa á Reykjavíkurhöfn

Ákvörðun forráðamanna Reykjavíkurhafnar um 184% hækkun vörugjalda á tiltekna flokka neysluvara kom samgönguráðherra í opna skjöldu. Hann kveðst vonast til að forráðamenn hafna í landinu gæti hófs í slíkum gjaldtökum. </font /></b />

Innlent