Fréttir Atlantsskip fær nýtt skip Atlantsskip tekur í notkun nýtt og stærra skip, Kársnes, nú í mars og mun það fylgja öðru skipi fyrirtækisins, Arnarnesi, í Evrópusiglingum fyrirtækisins. Kársnes kemur í stað Cesaria sem hefur verið í þjónustu Atlantsskipa um nokkurt skeið. Innlent 13.10.2005 18:54 Varðskipunum breytt í Póllandi Landhelgisgæslan hefur samið við pólska skipasmíðastöð um breytingar og endurbætur á varðskipunum Ægi og Tý. Samningstímabilið er tvö ár og verður Ægi breytt í sumar en Tý sumarið 2006. Innlent 13.10.2005 18:54 Varúðarráðstafanir í Grímsey Hafís er nærri landi við Vestfirði, úti fyrir öllu Norðurlandi og austur fyrir Langanes. Hreppstjórinn í Grímsey segir þungt hljóð í eyjarskeggjum en í gær sóttu Grímseyingar vír til Dalvíkur og var ætlunin að strengja hann fyrir höfnina til að verja báta og hafnarmannvirki. Innlent 13.10.2005 18:54 Olíuverð lækkar enn Olíuverð hefur enn lækkað á heimsmarkaði í morgun, einkum vegna þess að olíubirgðir í Bandaríkjunum eru í hámarki. Það sló nokkuð á verðlækkunina að Alþjóðaorkumálastofnunin telur enn að olíuþörf verði mikil á næstunni. Bandaríkjadollari hefur einnig lækkað um hartnær 2,5 prósent í þessari viku gagnvart íslensku krónunni. Viðskipti erlent 13.10.2005 18:53 Hætta sprengingum í bili Öllum sprengingum hefur verið hætt við hafnarbakkann í Hafnarfirði segir Pétur Vilberg Guðnason, verkfræðingur hjá Strendingi, sem hefur eftirlit með niðurrifi húsa sem þar eru og öðrum framkvæmdum. Íbúi í nágrenninu hefur kvartað undan því að sprengingarnar valdi skemmdum á húsnæði sínu. Innlent 13.10.2005 18:54 Útvarpsstjóri fundar ekki Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hefur ekki séð sér fært að funda með fréttamönnum Ríkisútvarpsins vegna óánægju þeirra með ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í stöðu fréttastjóra, eins og þeir hafa óskað eftir. Enn hafa ekki verið teknar ákvarðanir varðandi aðgerðir af hálfu fréttamanna vegna ráðningarinnar. Innlent 11.3.2005 00:01 Stjórnskipun á krossgötum Ákvæði stjórnarskrárinnar um synjunarvald forseta Íslands er meðal þess sem til greina kemur að breyta við endurskoðun hennar. Vonast er til virkrar aðkomu almennings í því ferli. Innlent 13.10.2005 18:53 Líbanon er ekki Úkraína Hizbollah-samtökin stimpluðu sig aftur inn í stjórnmál Mið-Austurlanda í vikunni þegar þau stóðu fyrir fjölmennum mótmælum í Beirút. Sedrusbyltingin er ef til vill margslungnari en menn töldu í fyrstu. Erlent 13.10.2005 18:53 Jackson of seinn Michael Jackson mætti klukkutíma of seint í réttarsalinn í gær og á því á hættu að verða fangelsaður á meðan málaferlin standa yfir. Erlent 13.10.2005 18:53 Vinsælustu fyrirtækin verðlaunuð Ölgerð Egils Skallagrímssonar, Hitaveita Suðurnesja, Sparisjóðirnir og Olís eru vinsælustu fyrirtækin á Íslandi samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni sem kynnt var í dag. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:53 Tekjur ferðaþjónustu 39 milljarðar Heildargjaldeyristekjur ferðaþjónustunnar voru rúmlega 39 milljarðar króna árið 2004 og jukust um 5,4 prósent frá árinu 2003. Tekjurnar skiptast þannig að eyðsla erlendra ferðamanna innanlands var 26 milljarðar og fargjaldatekjur 13 milljarðar. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:53 Leggur til fast verð fyrir lóðir Á fundi borgarráðs í dag lagði Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri til að 30 einbýlishúsalóðum við Lambasel í Breiðholti yrði úthlutað til einstaklinga eða fjölskyldna í borginni sem vilja byggja sér sjálf þak yfir höfuðið. Fast gjald yrði innheimt fyrir lóðirnar samkvæmt tillögu borgarstjóra, 4,6 milljónir króna fyrir stærri lóðirnar og 3,5 milljónir fyrir þær smærri. Innlent 13.10.2005 18:53 Smurstimpli stolið Starfsmenn smurstöðvar Esso á Geirsgötu tóku eftir því í gærmorgun að einhver hafði stolið stimpli sem þeir nota til að stimpla smurbækur bifreiðaeigenda. Innlent 13.10.2005 18:53 Segja Írana hafa fengið skilvindur Pakistönsk yfirvöld greindu frá því í dag að Abdul Qadeer Khan, sem kallaður hefur faðir atómsprengjunnar í Pakistan, hefði útvegað Írönum skilvindur til þess að auðga úran fyrir kjarnorkusprengjur. Khan hefur áður orðið uppvís að því að láta Írönum, Norður-Kóreumönnum og Líbíumönnum í té leynilegar upplýsingar um kjarnorkumál en Pakistanar hafa ekki gefið hvers konar upplýsingar það hafi verið. Erlent 13.10.2005 18:53 Útvarpsstjóri endurskoði ákvörðun Almennur fundur starfsmanna Ríkisútvarpsins samþykkti í dag ályktun þar sem skorað er á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra að endurskoða ákvörðun sína um nýlega ráðningu í starf fréttastjóra útvarpsins. Þar segir jafnframt: Innlent 13.10.2005 18:53 Skilorðsbundnum dómi vísað frá Tveggja mánaða skilorðsbundnum dómi yfir fimmtán ára pilti fyrir að hafa samfarir við þrettán ára stúlku var vísað frá í Hæstarétti í dag. Hæstiréttur sagði ósamræmi vera í framburði stúlkunnar varðandi tímasetningar og atvik og að álit sálfræðinga og lækna á þroska piltsins vantaði. Þetta hefði þurft að rannsaka áður en ákveðið var að sækja piltinn til saka. Innlent 13.10.2005 18:53 Dauðdaginn ekki glæstur Egypski konungurinn Tutankhamun lét ekki lífið í bardaga eða í slysi á stríðsvagni sínum eins og hingað til hefur verið talið. Nýjar rannsóknir benda til þess að einfalt fótbrot hafi dregið þennan sögufræga konung til dauða. Erlent 13.10.2005 18:53 Stafrænt sjónvarp á Akureyri Fjarskiptafyrirtækið Íslandsmiðill tók í dag formlega í gagnið fyrsta þráðlausa stafræna sjónvarpsdreifikerfið á Norðurlandi. Útsendingasvæðið er í fyrstu einskorðað við Akureyri og nágrenni en útsendingar nást jafnt innan sem utan þéttbýlisins en þar eru um 98 prósent heimila á dreifisvæðinu. Innlent 13.10.2005 18:53 Haradinaj birt ákæra í Haag Ákæra Alþjóðastríðsglæpadómstólsins í Haag á hendur Ramush Haradinaj, fyrrverandi forsætisráðherra Kosovo, var birt í dag. Haradinaj er ákærður fyrir morð, nauðgun og eignatjón í stríði Kosovo-Albana og Serba á árunum 1998-1999. Haradinaj sagði af sér um leið og hann var ákærður, hélt beina leið til Haag og bíður þess nú að réttarhöldin yfir honum hefjist. Erlent 13.10.2005 18:53 Enn á gjörgæsludeild eftir bílslys Einn er enn á gjörgæsludeild eftir árekstur fólksbíls og jeppa á Suðurlandsvegi við Þrengslaafleggjara á sunnudagsmorgun. Hann er í öndunarvél og er haldið sofandi, að sögn vakthafandi læknis. Tíu voru í bílunum og lést einn þeirra. Innlent 13.10.2005 18:53 Afríkubúa saknað eftir bátsskaða Óttast er að tæplega hundrað Afríkubúar hafi drukknað í síðustu viku eftir að bátur smyglara, sem hugðust smygla fólki inn í Jemen, sökk á Aden-flóa. Frá þessu greindu Sameinuðu þjóðirnar í dag. Flestir þeirra sem saknað er eru Sómalir og Eþíópíubúar en fjórir smyglaranna komust af þar sem þeim var bjargað um borð í annan smyglbát. Erlent 13.10.2005 18:53 Samtök sjálfstæðra skóla stofnuð Samtök sjálfstæðra skóla voru stofnuð í morgun og var Margrét Pála Ólafsdóttir, skólastjóri Barnaskóla Hjallastefnunnar, kjörin formaður. Aðilar að samtökunum geta þeir skólar orðið sem reknir eru af einstaklingum, foreldrum, fyrirtækjum, félagasamtökum eða stofnunum. Allir sjálfstæðir leik- og grunnskólar landsins, 35 talsins, gerðust aðilar í dag. Innlent 13.10.2005 18:53 Segja ráðningu ekki pólitíska Ráðning fréttastjórans hefur ekkert með pólitík að gera, segja Framsóknarmenn, og benda á að Auðun Georg sé ekki í neinum stjórnmálaflokki og hafi aldrei tekið þátt í starfi Framsóknarflokksins. Málið var rætt í heitum umræðum á þingi í dag. Innlent 10.3.2005 00:01 Óttast að samlagi verði lokað Margir Dalamenn óttast að Mjólkursamlaginu í Búðardal, stærsta vinnustað héraðsins, kunni að verða lokað í kjölfar sameiningar Mjólkursamsölunnar og Mjólkurbús Flóamanna. Sveitarstjóri Dalabyggðar telur þó ekki ástæðu til að óttast slíkt og segir heimamenn ætla að berjast fyrir því að öflugur matvælaiðnaður verði í Búðardal. Innlent 13.10.2005 18:53 Umbunað með hlutabréfum Flugleiðir hf. héldu aðalfund í dag og var nafni fyrirtækisins breytt í FL Group. Hagnaður félagsins var 3,4 milljarðar króna árið 2004 og samkvæmt tilkynningu frá félaginu hefur afkoman aldrei verið betri. Vegna þessa ákvað stjórnin að gefa hverjum starfsmanni hlutabréf í fyrirtækinu að markaðsvirði 70.000 krónur. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:53 Grímseyingar óttast hafís Grímseyingar eru áhyggjufullur vegna hafíss sem í gær var 20 mílur norðvestur af eyjunni. Spáð er norðlægum áttum og hætta á að ísinn leggist að Grímsey og loki höfninni. Hafís var í gær einnig skammt úti af Vestfjörðum og vill Veðurstofan benda sjófarendum á að hann geti farið inn á siglingaleiðina fyrir Horn. Innlent 13.10.2005 18:53 Rektorskjör við HÍ í dag Rektorskjör fer fram við Háskóla Íslands í dag. Þeir sem eru í framboði eru prófessorarnir Ágúst Einarsson, Einar Stefánsson, Jón Torfi Jónasson og Kristín Ingólfsdóttir. Tæplega tíu þúsund manns eru á kjörskrá, 1100 starfsmenn og 8800 stúdentar. Innlent 13.10.2005 18:53 Sagðir á leið yfir landamærin Þúsundir sýrlenskra hermanna eru nú þegar á heimleið frá Líbanon og halda á sýrlensk landsvæði. Þetta segir varnarmálaráðherra Líbanons í samtali við Reuters-fréttastofuna í dag, en samkvæmt samkomulagi forseta landanna var gert ráð fyrir að hermennirnir myndu í fyrri áfanga brottflutningsins halda til Bekaa-dalsins í austurhluta Líbanons og síðar halda yfir landamærin. Erlent 13.10.2005 18:53 Enn hækkar olíuverð Heimsmarkaðsverð á olíu fór í gær yfir 55 dollara á tunnu í fyrsta sinn á þessu ári. Ástæðurnar eru sagðar mikil eftirspurn, kalt veður og veik staða dollarans. Verðið í gær fór ansi nálægt hámarki síðasta árs þegar tunnan fór hæst í tæpa 60 dollara. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:53 Lögreglustjóri myrtur í Írak Uppreisnarmenn í Írak myrtu í morgun lögreglustjóra sem var á leið til vinnu sinnar í miðborg Bagdad. Árásarmennirnir klæddu sig í lögreglubúninga og settu upp eftirlitsstöð utan við lögreglustöðina. Þegar lögreglustjórinn kom þangað spurðu þeir hann til nafns og skutu hann síðan höfuðið sem og tvo aðstoðarmenn hans. Að sögn lögreglu var atburðurinn tekinn upp á myndband. Erlent 13.10.2005 18:53 « ‹ ›
Atlantsskip fær nýtt skip Atlantsskip tekur í notkun nýtt og stærra skip, Kársnes, nú í mars og mun það fylgja öðru skipi fyrirtækisins, Arnarnesi, í Evrópusiglingum fyrirtækisins. Kársnes kemur í stað Cesaria sem hefur verið í þjónustu Atlantsskipa um nokkurt skeið. Innlent 13.10.2005 18:54
Varðskipunum breytt í Póllandi Landhelgisgæslan hefur samið við pólska skipasmíðastöð um breytingar og endurbætur á varðskipunum Ægi og Tý. Samningstímabilið er tvö ár og verður Ægi breytt í sumar en Tý sumarið 2006. Innlent 13.10.2005 18:54
Varúðarráðstafanir í Grímsey Hafís er nærri landi við Vestfirði, úti fyrir öllu Norðurlandi og austur fyrir Langanes. Hreppstjórinn í Grímsey segir þungt hljóð í eyjarskeggjum en í gær sóttu Grímseyingar vír til Dalvíkur og var ætlunin að strengja hann fyrir höfnina til að verja báta og hafnarmannvirki. Innlent 13.10.2005 18:54
Olíuverð lækkar enn Olíuverð hefur enn lækkað á heimsmarkaði í morgun, einkum vegna þess að olíubirgðir í Bandaríkjunum eru í hámarki. Það sló nokkuð á verðlækkunina að Alþjóðaorkumálastofnunin telur enn að olíuþörf verði mikil á næstunni. Bandaríkjadollari hefur einnig lækkað um hartnær 2,5 prósent í þessari viku gagnvart íslensku krónunni. Viðskipti erlent 13.10.2005 18:53
Hætta sprengingum í bili Öllum sprengingum hefur verið hætt við hafnarbakkann í Hafnarfirði segir Pétur Vilberg Guðnason, verkfræðingur hjá Strendingi, sem hefur eftirlit með niðurrifi húsa sem þar eru og öðrum framkvæmdum. Íbúi í nágrenninu hefur kvartað undan því að sprengingarnar valdi skemmdum á húsnæði sínu. Innlent 13.10.2005 18:54
Útvarpsstjóri fundar ekki Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hefur ekki séð sér fært að funda með fréttamönnum Ríkisútvarpsins vegna óánægju þeirra með ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í stöðu fréttastjóra, eins og þeir hafa óskað eftir. Enn hafa ekki verið teknar ákvarðanir varðandi aðgerðir af hálfu fréttamanna vegna ráðningarinnar. Innlent 11.3.2005 00:01
Stjórnskipun á krossgötum Ákvæði stjórnarskrárinnar um synjunarvald forseta Íslands er meðal þess sem til greina kemur að breyta við endurskoðun hennar. Vonast er til virkrar aðkomu almennings í því ferli. Innlent 13.10.2005 18:53
Líbanon er ekki Úkraína Hizbollah-samtökin stimpluðu sig aftur inn í stjórnmál Mið-Austurlanda í vikunni þegar þau stóðu fyrir fjölmennum mótmælum í Beirút. Sedrusbyltingin er ef til vill margslungnari en menn töldu í fyrstu. Erlent 13.10.2005 18:53
Jackson of seinn Michael Jackson mætti klukkutíma of seint í réttarsalinn í gær og á því á hættu að verða fangelsaður á meðan málaferlin standa yfir. Erlent 13.10.2005 18:53
Vinsælustu fyrirtækin verðlaunuð Ölgerð Egils Skallagrímssonar, Hitaveita Suðurnesja, Sparisjóðirnir og Olís eru vinsælustu fyrirtækin á Íslandi samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni sem kynnt var í dag. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:53
Tekjur ferðaþjónustu 39 milljarðar Heildargjaldeyristekjur ferðaþjónustunnar voru rúmlega 39 milljarðar króna árið 2004 og jukust um 5,4 prósent frá árinu 2003. Tekjurnar skiptast þannig að eyðsla erlendra ferðamanna innanlands var 26 milljarðar og fargjaldatekjur 13 milljarðar. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:53
Leggur til fast verð fyrir lóðir Á fundi borgarráðs í dag lagði Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri til að 30 einbýlishúsalóðum við Lambasel í Breiðholti yrði úthlutað til einstaklinga eða fjölskyldna í borginni sem vilja byggja sér sjálf þak yfir höfuðið. Fast gjald yrði innheimt fyrir lóðirnar samkvæmt tillögu borgarstjóra, 4,6 milljónir króna fyrir stærri lóðirnar og 3,5 milljónir fyrir þær smærri. Innlent 13.10.2005 18:53
Smurstimpli stolið Starfsmenn smurstöðvar Esso á Geirsgötu tóku eftir því í gærmorgun að einhver hafði stolið stimpli sem þeir nota til að stimpla smurbækur bifreiðaeigenda. Innlent 13.10.2005 18:53
Segja Írana hafa fengið skilvindur Pakistönsk yfirvöld greindu frá því í dag að Abdul Qadeer Khan, sem kallaður hefur faðir atómsprengjunnar í Pakistan, hefði útvegað Írönum skilvindur til þess að auðga úran fyrir kjarnorkusprengjur. Khan hefur áður orðið uppvís að því að láta Írönum, Norður-Kóreumönnum og Líbíumönnum í té leynilegar upplýsingar um kjarnorkumál en Pakistanar hafa ekki gefið hvers konar upplýsingar það hafi verið. Erlent 13.10.2005 18:53
Útvarpsstjóri endurskoði ákvörðun Almennur fundur starfsmanna Ríkisútvarpsins samþykkti í dag ályktun þar sem skorað er á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra að endurskoða ákvörðun sína um nýlega ráðningu í starf fréttastjóra útvarpsins. Þar segir jafnframt: Innlent 13.10.2005 18:53
Skilorðsbundnum dómi vísað frá Tveggja mánaða skilorðsbundnum dómi yfir fimmtán ára pilti fyrir að hafa samfarir við þrettán ára stúlku var vísað frá í Hæstarétti í dag. Hæstiréttur sagði ósamræmi vera í framburði stúlkunnar varðandi tímasetningar og atvik og að álit sálfræðinga og lækna á þroska piltsins vantaði. Þetta hefði þurft að rannsaka áður en ákveðið var að sækja piltinn til saka. Innlent 13.10.2005 18:53
Dauðdaginn ekki glæstur Egypski konungurinn Tutankhamun lét ekki lífið í bardaga eða í slysi á stríðsvagni sínum eins og hingað til hefur verið talið. Nýjar rannsóknir benda til þess að einfalt fótbrot hafi dregið þennan sögufræga konung til dauða. Erlent 13.10.2005 18:53
Stafrænt sjónvarp á Akureyri Fjarskiptafyrirtækið Íslandsmiðill tók í dag formlega í gagnið fyrsta þráðlausa stafræna sjónvarpsdreifikerfið á Norðurlandi. Útsendingasvæðið er í fyrstu einskorðað við Akureyri og nágrenni en útsendingar nást jafnt innan sem utan þéttbýlisins en þar eru um 98 prósent heimila á dreifisvæðinu. Innlent 13.10.2005 18:53
Haradinaj birt ákæra í Haag Ákæra Alþjóðastríðsglæpadómstólsins í Haag á hendur Ramush Haradinaj, fyrrverandi forsætisráðherra Kosovo, var birt í dag. Haradinaj er ákærður fyrir morð, nauðgun og eignatjón í stríði Kosovo-Albana og Serba á árunum 1998-1999. Haradinaj sagði af sér um leið og hann var ákærður, hélt beina leið til Haag og bíður þess nú að réttarhöldin yfir honum hefjist. Erlent 13.10.2005 18:53
Enn á gjörgæsludeild eftir bílslys Einn er enn á gjörgæsludeild eftir árekstur fólksbíls og jeppa á Suðurlandsvegi við Þrengslaafleggjara á sunnudagsmorgun. Hann er í öndunarvél og er haldið sofandi, að sögn vakthafandi læknis. Tíu voru í bílunum og lést einn þeirra. Innlent 13.10.2005 18:53
Afríkubúa saknað eftir bátsskaða Óttast er að tæplega hundrað Afríkubúar hafi drukknað í síðustu viku eftir að bátur smyglara, sem hugðust smygla fólki inn í Jemen, sökk á Aden-flóa. Frá þessu greindu Sameinuðu þjóðirnar í dag. Flestir þeirra sem saknað er eru Sómalir og Eþíópíubúar en fjórir smyglaranna komust af þar sem þeim var bjargað um borð í annan smyglbát. Erlent 13.10.2005 18:53
Samtök sjálfstæðra skóla stofnuð Samtök sjálfstæðra skóla voru stofnuð í morgun og var Margrét Pála Ólafsdóttir, skólastjóri Barnaskóla Hjallastefnunnar, kjörin formaður. Aðilar að samtökunum geta þeir skólar orðið sem reknir eru af einstaklingum, foreldrum, fyrirtækjum, félagasamtökum eða stofnunum. Allir sjálfstæðir leik- og grunnskólar landsins, 35 talsins, gerðust aðilar í dag. Innlent 13.10.2005 18:53
Segja ráðningu ekki pólitíska Ráðning fréttastjórans hefur ekkert með pólitík að gera, segja Framsóknarmenn, og benda á að Auðun Georg sé ekki í neinum stjórnmálaflokki og hafi aldrei tekið þátt í starfi Framsóknarflokksins. Málið var rætt í heitum umræðum á þingi í dag. Innlent 10.3.2005 00:01
Óttast að samlagi verði lokað Margir Dalamenn óttast að Mjólkursamlaginu í Búðardal, stærsta vinnustað héraðsins, kunni að verða lokað í kjölfar sameiningar Mjólkursamsölunnar og Mjólkurbús Flóamanna. Sveitarstjóri Dalabyggðar telur þó ekki ástæðu til að óttast slíkt og segir heimamenn ætla að berjast fyrir því að öflugur matvælaiðnaður verði í Búðardal. Innlent 13.10.2005 18:53
Umbunað með hlutabréfum Flugleiðir hf. héldu aðalfund í dag og var nafni fyrirtækisins breytt í FL Group. Hagnaður félagsins var 3,4 milljarðar króna árið 2004 og samkvæmt tilkynningu frá félaginu hefur afkoman aldrei verið betri. Vegna þessa ákvað stjórnin að gefa hverjum starfsmanni hlutabréf í fyrirtækinu að markaðsvirði 70.000 krónur. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:53
Grímseyingar óttast hafís Grímseyingar eru áhyggjufullur vegna hafíss sem í gær var 20 mílur norðvestur af eyjunni. Spáð er norðlægum áttum og hætta á að ísinn leggist að Grímsey og loki höfninni. Hafís var í gær einnig skammt úti af Vestfjörðum og vill Veðurstofan benda sjófarendum á að hann geti farið inn á siglingaleiðina fyrir Horn. Innlent 13.10.2005 18:53
Rektorskjör við HÍ í dag Rektorskjör fer fram við Háskóla Íslands í dag. Þeir sem eru í framboði eru prófessorarnir Ágúst Einarsson, Einar Stefánsson, Jón Torfi Jónasson og Kristín Ingólfsdóttir. Tæplega tíu þúsund manns eru á kjörskrá, 1100 starfsmenn og 8800 stúdentar. Innlent 13.10.2005 18:53
Sagðir á leið yfir landamærin Þúsundir sýrlenskra hermanna eru nú þegar á heimleið frá Líbanon og halda á sýrlensk landsvæði. Þetta segir varnarmálaráðherra Líbanons í samtali við Reuters-fréttastofuna í dag, en samkvæmt samkomulagi forseta landanna var gert ráð fyrir að hermennirnir myndu í fyrri áfanga brottflutningsins halda til Bekaa-dalsins í austurhluta Líbanons og síðar halda yfir landamærin. Erlent 13.10.2005 18:53
Enn hækkar olíuverð Heimsmarkaðsverð á olíu fór í gær yfir 55 dollara á tunnu í fyrsta sinn á þessu ári. Ástæðurnar eru sagðar mikil eftirspurn, kalt veður og veik staða dollarans. Verðið í gær fór ansi nálægt hámarki síðasta árs þegar tunnan fór hæst í tæpa 60 dollara. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:53
Lögreglustjóri myrtur í Írak Uppreisnarmenn í Írak myrtu í morgun lögreglustjóra sem var á leið til vinnu sinnar í miðborg Bagdad. Árásarmennirnir klæddu sig í lögreglubúninga og settu upp eftirlitsstöð utan við lögreglustöðina. Þegar lögreglustjórinn kom þangað spurðu þeir hann til nafns og skutu hann síðan höfuðið sem og tvo aðstoðarmenn hans. Að sögn lögreglu var atburðurinn tekinn upp á myndband. Erlent 13.10.2005 18:53
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent