Fréttir Sakborningur skaut dómara Dómari var skotinn til bana við dómshús í Atlanta í Bandaríkjunum nú síðdegis. Sakborningur stal byssu frá öryggisverði og skaut. Svo virðist sem þrír aðrir starfsmenn hafi einnig orðið fyrir skoti. Maðurinn gengur laus í miðborg Atlanta og er ákaft leitað. Erlent 13.10.2005 18:54 Kaupa lyfjaverksmiðjur á Spáni Hópur íslenskra fjárfesta hefur keypt tvö spænsk lyfjafyrirtæki sem sérhæfa sig í þróun og framleiðslu samheitalyfja. Íslenska fyrirtækið Invent Farma kaupir fyrirtækin, en forystumaður hópsins er Friðrik Steinn Kristjánsson, stofnandi Omega Farma sem nú tilheyrir samsteypu samheitalyfjafyrirtækisins Actavis. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:54 Þýsk stúlka innilokuð í fimm ár Fjölmenni var við útför sjö ára stúlku sem borin var til grafar í Þýskalandi í dag en foreldrar hennar höfðu haldið henni innilokaðri í fimm ár, þar til hún lést úr hungri. Stúlkan, sem hét Jessica, var tæp tíu kíló þegar læknir fann hana látna í íbúð foreldra hennar í Hamborg. Erlent 13.10.2005 18:54 11 milljóna bætur vegna vinnuslyss Verktakafyrirtæki og tryggingafélag þurfa að greiða manni rúmlega ellefu milljónir í bætur vegna vinnuslyss samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í dag. Hann var að vinna á þaki nýbyggingar þegar hann féll niður um gluggaop á þakinu sem var hulið einangrun. Innlent 13.10.2005 18:54 BNA bjóða Íran efnahagsaðstoð Stjórnvöld í Bandaríkjunum munu í dag bjóða Írönum efnahagsaðstoð gegn því að þeir hætti auðgun úrans. Dagblaðið <em>New York Times</em> hefur þetta eftir háttsettum embættismönnum í Bandaríkjunum. Þá er einnig búist við að Bandaríkjamenn samþykki að senda málið til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, ef ekki tekst að semja við Írana. Erlent 13.10.2005 18:53 RÚV: Lausn ekki í sjónmáli Erfitt er að sjá hvernig leysa má hnútinn sem kominn er upp á Ríkisútvarpinu eftir ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Lausnin mun ekki koma úr Stjórnarráðinu segir forsætisráðherra sem segir dagskrárstjóra Rásar 2 hafa beðið sig að grípa inn í málið áður. Innlent 11.3.2005 00:01 Óttast að samlagi verði lokað Margir Dalamenn óttast að Mjólkursamlaginu í Búðardal, stærsta vinnustað héraðsins, kunni að verða lokað í kjölfar sameiningar Mjólkursamsölunnar og Mjólkurbús Flóamanna. Sveitarstjóri Dalabyggðar telur þó ekki ástæðu til að óttast slíkt og segir heimamenn ætla að berjast fyrir því að öflugur matvælaiðnaður verði í Búðardal. Innlent 13.10.2005 18:53 Umbunað með hlutabréfum Flugleiðir hf. héldu aðalfund í dag og var nafni fyrirtækisins breytt í FL Group. Hagnaður félagsins var 3,4 milljarðar króna árið 2004 og samkvæmt tilkynningu frá félaginu hefur afkoman aldrei verið betri. Vegna þessa ákvað stjórnin að gefa hverjum starfsmanni hlutabréf í fyrirtækinu að markaðsvirði 70.000 krónur. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:53 Grímseyingar óttast hafís Grímseyingar eru áhyggjufullur vegna hafíss sem í gær var 20 mílur norðvestur af eyjunni. Spáð er norðlægum áttum og hætta á að ísinn leggist að Grímsey og loki höfninni. Hafís var í gær einnig skammt úti af Vestfjörðum og vill Veðurstofan benda sjófarendum á að hann geti farið inn á siglingaleiðina fyrir Horn. Innlent 13.10.2005 18:53 Rektorskjör við HÍ í dag Rektorskjör fer fram við Háskóla Íslands í dag. Þeir sem eru í framboði eru prófessorarnir Ágúst Einarsson, Einar Stefánsson, Jón Torfi Jónasson og Kristín Ingólfsdóttir. Tæplega tíu þúsund manns eru á kjörskrá, 1100 starfsmenn og 8800 stúdentar. Innlent 13.10.2005 18:53 Sagðir á leið yfir landamærin Þúsundir sýrlenskra hermanna eru nú þegar á heimleið frá Líbanon og halda á sýrlensk landsvæði. Þetta segir varnarmálaráðherra Líbanons í samtali við Reuters-fréttastofuna í dag, en samkvæmt samkomulagi forseta landanna var gert ráð fyrir að hermennirnir myndu í fyrri áfanga brottflutningsins halda til Bekaa-dalsins í austurhluta Líbanons og síðar halda yfir landamærin. Erlent 13.10.2005 18:53 Enn hækkar olíuverð Heimsmarkaðsverð á olíu fór í gær yfir 55 dollara á tunnu í fyrsta sinn á þessu ári. Ástæðurnar eru sagðar mikil eftirspurn, kalt veður og veik staða dollarans. Verðið í gær fór ansi nálægt hámarki síðasta árs þegar tunnan fór hæst í tæpa 60 dollara. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:53 Lögreglustjóri myrtur í Írak Uppreisnarmenn í Írak myrtu í morgun lögreglustjóra sem var á leið til vinnu sinnar í miðborg Bagdad. Árásarmennirnir klæddu sig í lögreglubúninga og settu upp eftirlitsstöð utan við lögreglustöðina. Þegar lögreglustjórinn kom þangað spurðu þeir hann til nafns og skutu hann síðan höfuðið sem og tvo aðstoðarmenn hans. Að sögn lögreglu var atburðurinn tekinn upp á myndband. Erlent 13.10.2005 18:53 Jackson refsað fyrir óstundvísi? Skrípalætin í kringum réttarhöldin yfir Michael Jackson virðast engan enda ætla að taka. Jackson mætti of seint í dómsalinn nú síðdegis eða þremur mínútum eftir þann frest sem dómarinn hafði sett sem síðustu forvöð fyrir söngvarann til að mæta. Búið var að gefa út handtökuskipun á hendur Jackson þegar hann loks mætti, afar veiklulegur að sjá og í náttbuxum enda hafði hann komið við á sjúkrahúsi vegna bakverkja. Erlent 13.10.2005 18:53 Vextir gætu lækkað Tíu milljarðar í íbúðabréfum Íbúðalánasjóðs verða boðin út í dag. Spáð er lækkun vaxta á lánum sjóðsins. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:53 Borgin vill kaupa lóðir af ríkinu Reykjavíkurborg hefur hafið formlegar viðræður um kaup á lóðum innan borgarmarka sem eru í eigu ríkisins. Viðræðum á að ljúka í byrjun næsta árs og er ætlunin að lóðirnar fari undir íbúðarbyggð. Innlent 13.10.2005 18:53 Sjálfsmorðsprengja í mosku Að minnsta kosti 36 manns létust í sjálfsmorðssprengjuárás í borginni Mosul í Norður-Írak í gær. Auk þess biðu fimm manns bana í árásum í Bagdad og Kirkuk. Erlent 13.10.2005 18:53 Skjávarpa stolið úr fyrirtæki Brotist var inn í fyrirtæki í miðbæ Reykjavíkur á þriðja tímanum í nótt og var skjávarpa stolið. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík er þjófurinn enn ófundinn en málið er í rannsókn. Innlent 13.10.2005 18:53 Bondevik gagnrýnir IKEA Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, gagnrýnir IKEA fyrir að gefa út hátt í 2000 leiðbeiningabæklinga í um 200 vöruhúsum sínum víða um heim án þess að nokkur kona sjáist setja saman húsgögn eða vöru frá fyrirtækinu. Bondevik segir það óverjandi og IKEA til skammar að aðeins skuli vera myndir af karlmönnum í bæklingunum. Erlent 13.10.2005 18:53 Harma aðför að hlutleysi RÚV Hollvinir Ríkisútvarpsins hafa sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að Markús Örn Antonsson réð Auðun Georg Ólafsson fréttastjóra á fréttastofu Útvarps í gær. Þar harma samtökin þá pólitísku aðför að lögbundnu hlutleysi Ríkisútvarpsins og þar með að lýðræðinu, sem ráðningin feli í sér. Innlent 10.3.2005 00:01 Heitar umræður um RÚV á þingi Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu harðlega á Alþingi fyrir stundu þá ákvörðun útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins að ráða Auðun Georg Ólafsson í stöðu fréttastjóra Útvarps. Mörður Árnason og Helgi Hjörvar, þingmenn Samfylkingarinnar, sögðu meðal annars að útvarpsstjóri ætti að axla ábyrgð á þeim mistökum sem hann hefði gert og láta af embætti. Innlent 10.3.2005 00:01 Útvarpsstjóri brást Útvarpsráð fjallaði ekkert um þá fimm umsækjendur um starf fréttastjóra Útvarpsins sem sérstaklega hafði verið mælt með. Útvarpsstjóri setti hvorki fram tilmæli né andmæli gegn þessum vinnubrögðum og brást þar með hlutverki sínu. Þetta segir fulltrúi minnihlutans í útvarpsráði. Innlent 10.3.2005 00:01 Stjórnskipun á krossgötum Ákvæði stjórnarskrárinnar um synjunarvald forseta Íslands er meðal þess sem til greina kemur að breyta við endurskoðun hennar. Vonast er til virkrar aðkomu almennings í því ferli. Innlent 13.10.2005 18:53 Líbanon er ekki Úkraína Hizbollah-samtökin stimpluðu sig aftur inn í stjórnmál Mið-Austurlanda í vikunni þegar þau stóðu fyrir fjölmennum mótmælum í Beirút. Sedrusbyltingin er ef til vill margslungnari en menn töldu í fyrstu. Erlent 13.10.2005 18:53 Jackson of seinn Michael Jackson mætti klukkutíma of seint í réttarsalinn í gær og á því á hættu að verða fangelsaður á meðan málaferlin standa yfir. Erlent 13.10.2005 18:53 Vinsælustu fyrirtækin verðlaunuð Ölgerð Egils Skallagrímssonar, Hitaveita Suðurnesja, Sparisjóðirnir og Olís eru vinsælustu fyrirtækin á Íslandi samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni sem kynnt var í dag. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:53 Tekjur ferðaþjónustu 39 milljarðar Heildargjaldeyristekjur ferðaþjónustunnar voru rúmlega 39 milljarðar króna árið 2004 og jukust um 5,4 prósent frá árinu 2003. Tekjurnar skiptast þannig að eyðsla erlendra ferðamanna innanlands var 26 milljarðar og fargjaldatekjur 13 milljarðar. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:53 Leggur til fast verð fyrir lóðir Á fundi borgarráðs í dag lagði Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri til að 30 einbýlishúsalóðum við Lambasel í Breiðholti yrði úthlutað til einstaklinga eða fjölskyldna í borginni sem vilja byggja sér sjálf þak yfir höfuðið. Fast gjald yrði innheimt fyrir lóðirnar samkvæmt tillögu borgarstjóra, 4,6 milljónir króna fyrir stærri lóðirnar og 3,5 milljónir fyrir þær smærri. Innlent 13.10.2005 18:53 Smurstimpli stolið Starfsmenn smurstöðvar Esso á Geirsgötu tóku eftir því í gærmorgun að einhver hafði stolið stimpli sem þeir nota til að stimpla smurbækur bifreiðaeigenda. Innlent 13.10.2005 18:53 Segja Írana hafa fengið skilvindur Pakistönsk yfirvöld greindu frá því í dag að Abdul Qadeer Khan, sem kallaður hefur faðir atómsprengjunnar í Pakistan, hefði útvegað Írönum skilvindur til þess að auðga úran fyrir kjarnorkusprengjur. Khan hefur áður orðið uppvís að því að láta Írönum, Norður-Kóreumönnum og Líbíumönnum í té leynilegar upplýsingar um kjarnorkumál en Pakistanar hafa ekki gefið hvers konar upplýsingar það hafi verið. Erlent 13.10.2005 18:53 « ‹ ›
Sakborningur skaut dómara Dómari var skotinn til bana við dómshús í Atlanta í Bandaríkjunum nú síðdegis. Sakborningur stal byssu frá öryggisverði og skaut. Svo virðist sem þrír aðrir starfsmenn hafi einnig orðið fyrir skoti. Maðurinn gengur laus í miðborg Atlanta og er ákaft leitað. Erlent 13.10.2005 18:54
Kaupa lyfjaverksmiðjur á Spáni Hópur íslenskra fjárfesta hefur keypt tvö spænsk lyfjafyrirtæki sem sérhæfa sig í þróun og framleiðslu samheitalyfja. Íslenska fyrirtækið Invent Farma kaupir fyrirtækin, en forystumaður hópsins er Friðrik Steinn Kristjánsson, stofnandi Omega Farma sem nú tilheyrir samsteypu samheitalyfjafyrirtækisins Actavis. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:54
Þýsk stúlka innilokuð í fimm ár Fjölmenni var við útför sjö ára stúlku sem borin var til grafar í Þýskalandi í dag en foreldrar hennar höfðu haldið henni innilokaðri í fimm ár, þar til hún lést úr hungri. Stúlkan, sem hét Jessica, var tæp tíu kíló þegar læknir fann hana látna í íbúð foreldra hennar í Hamborg. Erlent 13.10.2005 18:54
11 milljóna bætur vegna vinnuslyss Verktakafyrirtæki og tryggingafélag þurfa að greiða manni rúmlega ellefu milljónir í bætur vegna vinnuslyss samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í dag. Hann var að vinna á þaki nýbyggingar þegar hann féll niður um gluggaop á þakinu sem var hulið einangrun. Innlent 13.10.2005 18:54
BNA bjóða Íran efnahagsaðstoð Stjórnvöld í Bandaríkjunum munu í dag bjóða Írönum efnahagsaðstoð gegn því að þeir hætti auðgun úrans. Dagblaðið <em>New York Times</em> hefur þetta eftir háttsettum embættismönnum í Bandaríkjunum. Þá er einnig búist við að Bandaríkjamenn samþykki að senda málið til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, ef ekki tekst að semja við Írana. Erlent 13.10.2005 18:53
RÚV: Lausn ekki í sjónmáli Erfitt er að sjá hvernig leysa má hnútinn sem kominn er upp á Ríkisútvarpinu eftir ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Lausnin mun ekki koma úr Stjórnarráðinu segir forsætisráðherra sem segir dagskrárstjóra Rásar 2 hafa beðið sig að grípa inn í málið áður. Innlent 11.3.2005 00:01
Óttast að samlagi verði lokað Margir Dalamenn óttast að Mjólkursamlaginu í Búðardal, stærsta vinnustað héraðsins, kunni að verða lokað í kjölfar sameiningar Mjólkursamsölunnar og Mjólkurbús Flóamanna. Sveitarstjóri Dalabyggðar telur þó ekki ástæðu til að óttast slíkt og segir heimamenn ætla að berjast fyrir því að öflugur matvælaiðnaður verði í Búðardal. Innlent 13.10.2005 18:53
Umbunað með hlutabréfum Flugleiðir hf. héldu aðalfund í dag og var nafni fyrirtækisins breytt í FL Group. Hagnaður félagsins var 3,4 milljarðar króna árið 2004 og samkvæmt tilkynningu frá félaginu hefur afkoman aldrei verið betri. Vegna þessa ákvað stjórnin að gefa hverjum starfsmanni hlutabréf í fyrirtækinu að markaðsvirði 70.000 krónur. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:53
Grímseyingar óttast hafís Grímseyingar eru áhyggjufullur vegna hafíss sem í gær var 20 mílur norðvestur af eyjunni. Spáð er norðlægum áttum og hætta á að ísinn leggist að Grímsey og loki höfninni. Hafís var í gær einnig skammt úti af Vestfjörðum og vill Veðurstofan benda sjófarendum á að hann geti farið inn á siglingaleiðina fyrir Horn. Innlent 13.10.2005 18:53
Rektorskjör við HÍ í dag Rektorskjör fer fram við Háskóla Íslands í dag. Þeir sem eru í framboði eru prófessorarnir Ágúst Einarsson, Einar Stefánsson, Jón Torfi Jónasson og Kristín Ingólfsdóttir. Tæplega tíu þúsund manns eru á kjörskrá, 1100 starfsmenn og 8800 stúdentar. Innlent 13.10.2005 18:53
Sagðir á leið yfir landamærin Þúsundir sýrlenskra hermanna eru nú þegar á heimleið frá Líbanon og halda á sýrlensk landsvæði. Þetta segir varnarmálaráðherra Líbanons í samtali við Reuters-fréttastofuna í dag, en samkvæmt samkomulagi forseta landanna var gert ráð fyrir að hermennirnir myndu í fyrri áfanga brottflutningsins halda til Bekaa-dalsins í austurhluta Líbanons og síðar halda yfir landamærin. Erlent 13.10.2005 18:53
Enn hækkar olíuverð Heimsmarkaðsverð á olíu fór í gær yfir 55 dollara á tunnu í fyrsta sinn á þessu ári. Ástæðurnar eru sagðar mikil eftirspurn, kalt veður og veik staða dollarans. Verðið í gær fór ansi nálægt hámarki síðasta árs þegar tunnan fór hæst í tæpa 60 dollara. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:53
Lögreglustjóri myrtur í Írak Uppreisnarmenn í Írak myrtu í morgun lögreglustjóra sem var á leið til vinnu sinnar í miðborg Bagdad. Árásarmennirnir klæddu sig í lögreglubúninga og settu upp eftirlitsstöð utan við lögreglustöðina. Þegar lögreglustjórinn kom þangað spurðu þeir hann til nafns og skutu hann síðan höfuðið sem og tvo aðstoðarmenn hans. Að sögn lögreglu var atburðurinn tekinn upp á myndband. Erlent 13.10.2005 18:53
Jackson refsað fyrir óstundvísi? Skrípalætin í kringum réttarhöldin yfir Michael Jackson virðast engan enda ætla að taka. Jackson mætti of seint í dómsalinn nú síðdegis eða þremur mínútum eftir þann frest sem dómarinn hafði sett sem síðustu forvöð fyrir söngvarann til að mæta. Búið var að gefa út handtökuskipun á hendur Jackson þegar hann loks mætti, afar veiklulegur að sjá og í náttbuxum enda hafði hann komið við á sjúkrahúsi vegna bakverkja. Erlent 13.10.2005 18:53
Vextir gætu lækkað Tíu milljarðar í íbúðabréfum Íbúðalánasjóðs verða boðin út í dag. Spáð er lækkun vaxta á lánum sjóðsins. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:53
Borgin vill kaupa lóðir af ríkinu Reykjavíkurborg hefur hafið formlegar viðræður um kaup á lóðum innan borgarmarka sem eru í eigu ríkisins. Viðræðum á að ljúka í byrjun næsta árs og er ætlunin að lóðirnar fari undir íbúðarbyggð. Innlent 13.10.2005 18:53
Sjálfsmorðsprengja í mosku Að minnsta kosti 36 manns létust í sjálfsmorðssprengjuárás í borginni Mosul í Norður-Írak í gær. Auk þess biðu fimm manns bana í árásum í Bagdad og Kirkuk. Erlent 13.10.2005 18:53
Skjávarpa stolið úr fyrirtæki Brotist var inn í fyrirtæki í miðbæ Reykjavíkur á þriðja tímanum í nótt og var skjávarpa stolið. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík er þjófurinn enn ófundinn en málið er í rannsókn. Innlent 13.10.2005 18:53
Bondevik gagnrýnir IKEA Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, gagnrýnir IKEA fyrir að gefa út hátt í 2000 leiðbeiningabæklinga í um 200 vöruhúsum sínum víða um heim án þess að nokkur kona sjáist setja saman húsgögn eða vöru frá fyrirtækinu. Bondevik segir það óverjandi og IKEA til skammar að aðeins skuli vera myndir af karlmönnum í bæklingunum. Erlent 13.10.2005 18:53
Harma aðför að hlutleysi RÚV Hollvinir Ríkisútvarpsins hafa sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að Markús Örn Antonsson réð Auðun Georg Ólafsson fréttastjóra á fréttastofu Útvarps í gær. Þar harma samtökin þá pólitísku aðför að lögbundnu hlutleysi Ríkisútvarpsins og þar með að lýðræðinu, sem ráðningin feli í sér. Innlent 10.3.2005 00:01
Heitar umræður um RÚV á þingi Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu harðlega á Alþingi fyrir stundu þá ákvörðun útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins að ráða Auðun Georg Ólafsson í stöðu fréttastjóra Útvarps. Mörður Árnason og Helgi Hjörvar, þingmenn Samfylkingarinnar, sögðu meðal annars að útvarpsstjóri ætti að axla ábyrgð á þeim mistökum sem hann hefði gert og láta af embætti. Innlent 10.3.2005 00:01
Útvarpsstjóri brást Útvarpsráð fjallaði ekkert um þá fimm umsækjendur um starf fréttastjóra Útvarpsins sem sérstaklega hafði verið mælt með. Útvarpsstjóri setti hvorki fram tilmæli né andmæli gegn þessum vinnubrögðum og brást þar með hlutverki sínu. Þetta segir fulltrúi minnihlutans í útvarpsráði. Innlent 10.3.2005 00:01
Stjórnskipun á krossgötum Ákvæði stjórnarskrárinnar um synjunarvald forseta Íslands er meðal þess sem til greina kemur að breyta við endurskoðun hennar. Vonast er til virkrar aðkomu almennings í því ferli. Innlent 13.10.2005 18:53
Líbanon er ekki Úkraína Hizbollah-samtökin stimpluðu sig aftur inn í stjórnmál Mið-Austurlanda í vikunni þegar þau stóðu fyrir fjölmennum mótmælum í Beirút. Sedrusbyltingin er ef til vill margslungnari en menn töldu í fyrstu. Erlent 13.10.2005 18:53
Jackson of seinn Michael Jackson mætti klukkutíma of seint í réttarsalinn í gær og á því á hættu að verða fangelsaður á meðan málaferlin standa yfir. Erlent 13.10.2005 18:53
Vinsælustu fyrirtækin verðlaunuð Ölgerð Egils Skallagrímssonar, Hitaveita Suðurnesja, Sparisjóðirnir og Olís eru vinsælustu fyrirtækin á Íslandi samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni sem kynnt var í dag. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:53
Tekjur ferðaþjónustu 39 milljarðar Heildargjaldeyristekjur ferðaþjónustunnar voru rúmlega 39 milljarðar króna árið 2004 og jukust um 5,4 prósent frá árinu 2003. Tekjurnar skiptast þannig að eyðsla erlendra ferðamanna innanlands var 26 milljarðar og fargjaldatekjur 13 milljarðar. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:53
Leggur til fast verð fyrir lóðir Á fundi borgarráðs í dag lagði Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri til að 30 einbýlishúsalóðum við Lambasel í Breiðholti yrði úthlutað til einstaklinga eða fjölskyldna í borginni sem vilja byggja sér sjálf þak yfir höfuðið. Fast gjald yrði innheimt fyrir lóðirnar samkvæmt tillögu borgarstjóra, 4,6 milljónir króna fyrir stærri lóðirnar og 3,5 milljónir fyrir þær smærri. Innlent 13.10.2005 18:53
Smurstimpli stolið Starfsmenn smurstöðvar Esso á Geirsgötu tóku eftir því í gærmorgun að einhver hafði stolið stimpli sem þeir nota til að stimpla smurbækur bifreiðaeigenda. Innlent 13.10.2005 18:53
Segja Írana hafa fengið skilvindur Pakistönsk yfirvöld greindu frá því í dag að Abdul Qadeer Khan, sem kallaður hefur faðir atómsprengjunnar í Pakistan, hefði útvegað Írönum skilvindur til þess að auðga úran fyrir kjarnorkusprengjur. Khan hefur áður orðið uppvís að því að láta Írönum, Norður-Kóreumönnum og Líbíumönnum í té leynilegar upplýsingar um kjarnorkumál en Pakistanar hafa ekki gefið hvers konar upplýsingar það hafi verið. Erlent 13.10.2005 18:53