Fréttir

Fréttamynd

4 með matareitrun eftir túnfiskát

Fjórir einstaklingar veiktust í fyrra eftir að hafa borðað túnfisk á veitingahúsum en svokölluð krílfiskeitrun er ein af mörgum eitrunum sem geta komið upp við neyslu sjávarfangs.

Innlent
Fréttamynd

Þrír bændur reisa virkjun

Þrír djarfhuga bændur á sunnanverðu Snæfellsnesi eru að reisa virkjun sem anna mun raforkuþörf þúsund heimila. Þeir kalla hana Múlavirkjun en verkið kostar hátt í 300 milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Newman hættir að leika

Paul Newman ætlar að hætta að leika. Newman, sem er orðinn áttræður, segist ætla að leika í einni kvikmynd til viðbótar áður en hann dregur sig í hlé. Hann segir einnig að líkindum tímabært að hætta að taka þátt í kappakstri en á yngri árum sagði Newman að kappakstur og kvikmyndaleikur væru einu ástríðurnar í lífinu.

Erlent
Fréttamynd

Seldu kökur fyrir sígarettur

Nemendur í 8. bekk HR í Austurbæjarskóla tóku reykingamenn á beinið í dag. Bekkurinn, sem er reyklaus, bakaði kökur og fór í Smáralind þar sem reykingamönnum voru boðnar kökur í skiptum fyrir sígarrettur. Sígarettunum var síðan eytt.

Innlent
Fréttamynd

Búið að ná árásarmanninum

Gróf skotárás grunaðs manns í dómsal í Bandaríkjunum hefur vakið ótta og reiði þar í landi. Maðurinn drap þrjá og náðist í dag á flótta. Maðurinn sem heitir Brian Nichols og er 33 ára og starfaði áður sem tölvuviðgerðarmaður. Hann var sakaður um nauðgun, innbrot og fleiri afbrot sem beindust einkum að fyrrverandi unnustu hans.

Erlent
Fréttamynd

Lífshættulegt lóðabrask

Dæmi eru um að fasteignasalar ráðleggi landeigendum að þegja yfir dýraleifum sem dysjaðar eru á landi þeirra og taldar bera miltisbrand en að öðrum kosti kunni jarðirnar að falla í verði. Berist miltisbrandur í fólk getur hann leitt til dauða en um 10 slík tilfelli eru þekkt á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Hafísinn kominn að Melrakkasléttu

Hafís nálgast norðurströnd landsins óðfluga og hefur náð landi við Melrakkasléttu. Siglingaleiðir þar eru varasamar og gangi veðurspáin eftir, mun ástandið enn versna.

Innlent
Fréttamynd

Verðstríð í rénun

"Verðstríðinu er aldrei lokið þó svo að þessi tilboð sem hafa verið að undanförnu séu liðin undir lok í bili," segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss.

Innlent
Fréttamynd

Stofnunin sýknuð af kröfu föður

Tryggingastofnun var í Hæstarétti í gær sýknuð af kröfu föður um ógildingu á ákvörðun Tryggingastofnunar um synjun á greiðslum í fæðingarorlofi. Maðurinn var ekki talinn uppfylla þau skilyrði laga um fæðingar- og foreldraorlof að hafa verið samfellt sex mánuði á innlendum vinnumarkaði fyrir upphafsdag fæðingarorlofs.

Innlent
Fréttamynd

Páfi að braggast

Jóhannes Páll páfi II yfirgefur að líkindum Gemelli-sjúkrahúsið í Rómaborg fyrir næstu helgi, jafnvel á mánudag eða þriðjudag. Páfi hefur legið á sjúkrahúsi í hálfan mánuð vegna öndunarerfiðleika. Talsmenn Páfagarðs segja páfa eiga betra með að tala nú en fyrir nokkrum dögum og að hann sé að braggast.

Erlent
Fréttamynd

Glæfralegur hraðakstur á Selfossi

Átján ára ökumaður var stöðvaður í nótt eftir glæfralegan hraðakstur á Selfossi. Pilturinn, sem var á Toyota Land Cruiser jeppa, mældist á 137 kílómetra hraða innanbæjar á Selfossi þar sem leyfilegur hámarkshraði er 50 kílómetrar. Hann ók síðan yfir hringtorg og út úr bænum í átt til Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Hryðjuverkalögin samþykkt

Ströng og umdeild hryðjuverkalög voru samþykkt á breska þinginu í gær eftir langar og sögulegar deilur þingmanna og stjórnar.

Erlent
Fréttamynd

Munntóbak hefur þrefaldast í verði

Munntóbaksskortur er á höfuðborgarsvæðinu. Munntóbak er ólöglegt samkvæmt lögum en þrátt fyrir það er mikið verslað með þessa vöru á svarta markaðnum. Dósin hefur hækkað úr 500 krónum í 1.800 undanfarið.

Innlent
Fréttamynd

Í Hvíta húsið að nýju

Karen Hughes, sem var náinn samstarfsmaður Bush Bandaríkjaforseta í upphafi fyrra kjörtímabils hans, er nú á ný komin til starfa fyrir Hvíta húsið. Henni er ætlað að stýra ímyndarherferð Bandaríkjanna sem er til þess hugsuð að draga úr andúð á Bandaríkjunum erlendis, einkum meðal múslíma.

Erlent
Fréttamynd

Barnasáttmáli kynntur

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi (UNICEF) hélt upp á árs afmæli sitt í gær. Afmælisveislan var haldin á skrifstofu UNICEF á Íslandi við Skaftahlíð 24 í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Formaður eða ráðherra hindri leka

Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, segir það hlutverk stjórnarformanns Landssímans eða fjármálaráðherra að tryggja að trúnaðarupplýsingar leki ekki út við sölu Landssímans. Einkavæðingarnefnd bregðist hins vegar við, geri aðrir það ekki.

Innlent
Fréttamynd

15 ára í einangrun á Litla-Hrauni

Tveir fimmtán ára piltar sitja nú í einangrun á Litla-Hrauni. Þeir eru grunaðir um níu innbrot. Afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun segir sjaldgæft að svo ungt fólk sé úrskurðað í gæsluvarðhald.

Innlent
Fréttamynd

Hörð átök á breska þinginu

Harka einkennir átök Tonys Blairs við stjórnarandstöðuna á breska þinginu en þar er hryðjuverkalagafrumvarp stjórnvalda til umræðu. Enginn vill gefa eftir og þræturnar gætu því dregist á langinn.

Erlent
Fréttamynd

Virkjanir ræddar á breska þinginu

Á hálendi Íslands eru töfrandi fagrar óbyggðir og í landinu er byggt á stoltum, sjálfstæðum hefðum. Hætt er við að grafið verði undan hvoru tveggja með yfirgangi voldugra, alþjóðlegra fyrirtækja. Þetta segir Sue Doughty, þingmaður á breska þinginu, sem vill að þingið geri athugasemdir við ólögleg áform um virkjun hálendisins. 

Innlent
Fréttamynd

Verkfall á versta tíma

Opinberir starfsmenn í París gátu ekki valið verri dag en daginn í dag til þess að fara í verkfall. Á sama tíma og verkfall þeirra hófst í morgun komu fulltrúar Alþjóðaólympíunefndinnar til borgarinnar til þess að vega og meta möguleikann á því að Ólympíuleikarnir fari þar fram árið 2012.

Erlent
Fréttamynd

Kristín og Ágúst efst í kjörinu

Prófessorarnir Ágúst Einarsson og Kristín Ingólfsdóttir fengu flest atkvæði í rektorskjöri Háskóla Íslands sem fram fór í gær. Þar sem enginn fékk meirihluta atkvæða verður kosið aftur á milli Ágústs og Kristínar um nýjan rektor háskólans í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

800 milljóna hækkun hlutafjár

Bankaráð Landsbankans hefur ákveðið að hækka hlutafé bankans um 800 milljónir króna að nafnverði og selja til núverandi hluthafa bankans. Nýir hlutir verða boðnir hluthöfum bankans til kaups í samræmi við hlutafjáreign þeirra við lok viðskipta í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lög brotin á heilabiluðum

Lög um að sérstök aðstaða skuli vera á öldrunarstofnunum fyrir aldraða með heilabilunareinkenni eru virt að vettugi. Ekki er gert ráð fyrir aðstöðunni við hönnun og byggingu nýrra dvalarheimila.</font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Kasparov úr skák í stjórnmál

Skákgoðsögnin Garrí Kasparov tilkynnti í gær að hann væri hættur atvinnumennsku í íþróttinni sem hann varð fyrst heimsmeistari í fyrir tveimur áratugum, þá aðeins 22 ára gamall. Kasparov lét hafa þetta eftir sér daginn eftir að alþjóðlega skákmótinu í Linares á Spáni lauk á fimmtudag. Vann hann mótið, þrátt fyrir að tapa síðustu skákinni.

Erlent
Fréttamynd

Fórnarlömb asískra kortasvindlara

Hátt í 200 Íslendingar urðu fórnarlömb þaulskipulagðra asískra kortasvindlara í Bandaríkjunum sl. haust þar sem þeir náðu númerum af kreditkortum og debetkortum þúsunda einstaklinga.

Innlent
Fréttamynd

Byggingakrani féll á tvo bíla

Byggingakrani féll við nýbyggingu í Hafnarfirði í hádeginu með þeim afleiðingum að tveir bílar skemmdust. Enginn slasaðist. Orsök slyssins er í rannsókn.

Innlent
Fréttamynd

Skuldarar ærðir með trommuslætti

Yfirvöld í borginni Hyderabad í suðurhluta Indlands hafa gripið til þess óvenjulega ráðs að fá trommuleikara til liðs við sig í baráttunni gegn þeim sem skulda skatta. Geri menn ekki upp skuldir sínar heldur hópur 20 trommuleikara til heimilis þeirra og ber húðirnar með tilheyrandi látum þar til viðkomandi greiðir skuldir sínar.

Erlent
Fréttamynd

Ár frá sprengjuárásunum í Madríd

Spánverjar minnast þess í dag að eitt ár er liðið frá því hryðjuverkaárás var gerð á lestarstöðvar í Madríd með þeim afleiðingum að 191 maður lét lífið. Hryðjuverkasamtökin Al-Kaída lýstu ábyrgð á árásunum, þeim mannskæðustu sem samtökin hafa skipulagt í Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

Hafísinn nálgast landið

Hafís er kominn nokkuð nærri landi og fer siglingaleiðin fyrir Horn að verða varasöm, ef veðurspá næstu daga gengur eftir, auk þess sem ís fer að nálgast Grímsey. Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-Sýn fór í ískönnunarflug úti fyrir Norðurlandi í gær.

Innlent