Fréttir

Fréttamynd

Siglingar varasamar fyrir norðan

"Öll siglingaleiðin frá Ísafjarðardjúpi að Bakkaflóa í austri er varasöm vegna hafíss og miklar líkur á að bæti í næstu dagana," segir Þór Jakobsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Þyrlan sett í viðbragðsstöðu

Tveir unglingspiltar slösuðust í Bláfjöllum nú síðdegis þegar þeir lentu saman, að því er talið er, ofarlega í fjallinu, nærri nýju stólalyftunni. Tveir sjúkrabílar voru sendir á staðinn og er óttast að piltarnir hafi orðið fyrir hryggmeiðslum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var sett í viðbragðsstöðu en ákveðið hefur verið senda hana ekki á vettvang.

Innlent
Fréttamynd

Herinn fer burt

Brotthvarf Sýrlendinga frá Líbanon er óhjákvæmilegt og frágengið, en greint var frá samkomulagi þess efnis síðdegis. Þrýstingurinn á stjórnvöld í Damaskus hefur aukist jafnt og þétt undanfarna sólarhringa og yfirlýsingar Bashars al-Assads, forseta Sýrlands, fyrr í vikunni, dugðu ekkert til að draga þar úr.

Erlent
Fréttamynd

Hamas taka þátt í kosningunum

Hamas-samtökin ætla að taka þátt í þingkosningum í Palestínu í sumar og verður rétturinn til vopnaðrar baráttu efst á stefnuskránni. Þetta gæti haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir friðarferlið.

Erlent
Fréttamynd

Al-Qaida fordæmir ráðstefnuna

Al-Qaida í Írak fordæmir ráðstefnu um öryggismál í Madríd á Spáni og segja formælendur samtakanna að þar séu trúleysingjar saman komnir. Í yfirlýsingu samtakanna segir að íslam muni lifa af, þó að trúleysingjar reyni að taka höndum saman í stríði sínu gegn múslímum um víða veröld.

Erlent
Fréttamynd

Assad lofar að draga herinn burt

Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, fer á fund Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í næstu viku. Hann ætlar að láta Annan fá tímaáætlun um brottflutning her- og leyniþjónustumanna frá Líbanon. Sendiboði Sameinuðu þjóðanna fundaði með Assad í gær.

Erlent
Fréttamynd

Atlantsolía opnar brátt

Atlantsolía mun opna bensínstöð í Reykjanesbæ áður en langt um líður. Fyrsta skóflustungan að nýrri stöð þar var tekin í síðasta mánuði og í gær komu stóreflis eldsneytistankar frá Atlantsolíu til bæjarins og bíða þess að vera settir niður á lóð fyrirtækisins samkvæmt Víkurfréttum.

Innlent
Fréttamynd

4 með matareitrun eftir túnfiskát

Fjórir einstaklingar veiktust í fyrra eftir að hafa borðað túnfisk á veitingahúsum en svokölluð krílfiskeitrun er ein af mörgum eitrunum sem geta komið upp við neyslu sjávarfangs.

Innlent
Fréttamynd

Þrír bændur reisa virkjun

Þrír djarfhuga bændur á sunnanverðu Snæfellsnesi eru að reisa virkjun sem anna mun raforkuþörf þúsund heimila. Þeir kalla hana Múlavirkjun en verkið kostar hátt í 300 milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Newman hættir að leika

Paul Newman ætlar að hætta að leika. Newman, sem er orðinn áttræður, segist ætla að leika í einni kvikmynd til viðbótar áður en hann dregur sig í hlé. Hann segir einnig að líkindum tímabært að hætta að taka þátt í kappakstri en á yngri árum sagði Newman að kappakstur og kvikmyndaleikur væru einu ástríðurnar í lífinu.

Erlent
Fréttamynd

Seldu kökur fyrir sígarettur

Nemendur í 8. bekk HR í Austurbæjarskóla tóku reykingamenn á beinið í dag. Bekkurinn, sem er reyklaus, bakaði kökur og fór í Smáralind þar sem reykingamönnum voru boðnar kökur í skiptum fyrir sígarrettur. Sígarettunum var síðan eytt.

Innlent
Fréttamynd

Búið að ná árásarmanninum

Gróf skotárás grunaðs manns í dómsal í Bandaríkjunum hefur vakið ótta og reiði þar í landi. Maðurinn drap þrjá og náðist í dag á flótta. Maðurinn sem heitir Brian Nichols og er 33 ára og starfaði áður sem tölvuviðgerðarmaður. Hann var sakaður um nauðgun, innbrot og fleiri afbrot sem beindust einkum að fyrrverandi unnustu hans.

Erlent
Fréttamynd

Lífshættulegt lóðabrask

Dæmi eru um að fasteignasalar ráðleggi landeigendum að þegja yfir dýraleifum sem dysjaðar eru á landi þeirra og taldar bera miltisbrand en að öðrum kosti kunni jarðirnar að falla í verði. Berist miltisbrandur í fólk getur hann leitt til dauða en um 10 slík tilfelli eru þekkt á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Hafísinn kominn að Melrakkasléttu

Hafís nálgast norðurströnd landsins óðfluga og hefur náð landi við Melrakkasléttu. Siglingaleiðir þar eru varasamar og gangi veðurspáin eftir, mun ástandið enn versna.

Innlent
Fréttamynd

Verðstríð í rénun

"Verðstríðinu er aldrei lokið þó svo að þessi tilboð sem hafa verið að undanförnu séu liðin undir lok í bili," segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss.

Innlent
Fréttamynd

Stofnunin sýknuð af kröfu föður

Tryggingastofnun var í Hæstarétti í gær sýknuð af kröfu föður um ógildingu á ákvörðun Tryggingastofnunar um synjun á greiðslum í fæðingarorlofi. Maðurinn var ekki talinn uppfylla þau skilyrði laga um fæðingar- og foreldraorlof að hafa verið samfellt sex mánuði á innlendum vinnumarkaði fyrir upphafsdag fæðingarorlofs.

Innlent
Fréttamynd

Páfi að braggast

Jóhannes Páll páfi II yfirgefur að líkindum Gemelli-sjúkrahúsið í Rómaborg fyrir næstu helgi, jafnvel á mánudag eða þriðjudag. Páfi hefur legið á sjúkrahúsi í hálfan mánuð vegna öndunarerfiðleika. Talsmenn Páfagarðs segja páfa eiga betra með að tala nú en fyrir nokkrum dögum og að hann sé að braggast.

Erlent
Fréttamynd

Glæfralegur hraðakstur á Selfossi

Átján ára ökumaður var stöðvaður í nótt eftir glæfralegan hraðakstur á Selfossi. Pilturinn, sem var á Toyota Land Cruiser jeppa, mældist á 137 kílómetra hraða innanbæjar á Selfossi þar sem leyfilegur hámarkshraði er 50 kílómetrar. Hann ók síðan yfir hringtorg og út úr bænum í átt til Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Óvíst hversu langt herinn fer

Sýrlenskar hersveitir hörfa nú frá hlutum Líbanons en óvíst er hversu langt þær fara. Þrýstingurinn vex á Sýrlendinga að hverfa með öllu frá Líbanon og óttast er að spennan þar geti valdið uppnámi í kringum þingkosningar í maí næstkomandi.

Erlent
Fréttamynd

Leystu upp fund með byssuskotum

Meira en tuttugu vopnaðir uppreisnarmenn ruddust inn á fund Fatah-hreyfingarinnar í Palestínu í gær og skutu þar viðvörunarskotum uns fundurinn leystist upp og fundarmenn hlupu út, skelfingu lostnir. Meira en þúsund manns höfðu safnast saman á fundinum til þess að lýsa yfir stuðningi við friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs.

Erlent
Fréttamynd

Sakborningur skaut dómara

Dómari var skotinn til bana við dómshús í Atlanta í Bandaríkjunum nú síðdegis. Sakborningur stal byssu frá öryggisverði og skaut. Svo virðist sem þrír aðrir starfsmenn hafi einnig orðið fyrir skoti. Maðurinn gengur laus í miðborg Atlanta og er ákaft leitað.

Erlent
Fréttamynd

Kaupa lyfjaverksmiðjur á Spáni

Hópur íslenskra fjárfesta hefur keypt tvö spænsk lyfjafyrirtæki sem sérhæfa sig í þróun og framleiðslu samheitalyfja. Íslenska fyrirtækið Invent Farma kaupir fyrirtækin, en forystumaður hópsins er Friðrik Steinn Kristjánsson, stofnandi Omega Farma sem nú tilheyrir samsteypu samheitalyfjafyrirtækisins Actavis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þýsk stúlka innilokuð í fimm ár

Fjölmenni var við útför sjö ára stúlku sem borin var til grafar í Þýskalandi í dag en foreldrar hennar höfðu haldið henni innilokaðri í fimm ár, þar til hún lést úr hungri. Stúlkan, sem hét Jessica, var tæp tíu kíló þegar læknir fann hana látna í íbúð foreldra hennar í Hamborg.

Erlent
Fréttamynd

11 milljóna bætur vegna vinnuslyss

Verktakafyrirtæki og tryggingafélag þurfa að greiða manni rúmlega ellefu milljónir í bætur vegna vinnuslyss samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í dag. Hann var að vinna á þaki nýbyggingar þegar hann féll niður um gluggaop á þakinu sem var hulið einangrun.

Innlent
Fréttamynd

BNA bjóða Íran efnahagsaðstoð

Stjórnvöld í Bandaríkjunum munu í dag bjóða Írönum efnahagsaðstoð gegn því að þeir hætti auðgun úrans. Dagblaðið <em>New York Times</em> hefur þetta eftir háttsettum embættismönnum í Bandaríkjunum. Þá er einnig búist við að Bandaríkjamenn samþykki að senda málið til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, ef ekki tekst að semja við Írana.

Erlent
Fréttamynd

RÚV: Lausn ekki í sjónmáli

Erfitt er að sjá hvernig leysa má hnútinn sem kominn er upp á Ríkisútvarpinu eftir ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Lausnin mun ekki koma úr Stjórnarráðinu segir forsætisráðherra sem segir dagskrárstjóra Rásar 2 hafa beðið sig að grípa inn í málið áður.

Innlent
Fréttamynd

Kosið milli Ágústar og Kristínar

Kosið verður í seinni umferð kosningar um rektor Háskóla Íslands á fimmtudag. Þá verður kosið milli sigurvegara kjörsins í fyrradag, Ágústs Einarssonar og Kristínar Ingólfsdóttur.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan varar við netþrjótum

Lögreglan í Reykjavík brýnir fyrirtæki til að uppfæra reglulega þann hugbúnað sem notaður er til að keyra netþjóna, hvort sem það er fyrir einstaklinga eða fyrirtæki. Ástæðan er sú að nýverið var leitað til lögreglunnar vegna innbrots inn í netþjón fyrirtækis í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Lögregluyfirvöld fá enn ákúrur

Lögregluyfirvöld í Hafnarfirði fá enn á ný ákúrur frá dómstólum fyrir að draga í meira en eitt og hálft ár að gefa út ákæru. Hæstiréttur segir þetta vítavert, engar skýringar hafi komið fram og þetta sé brot á rétti fólks til réttlátrar málsmeðferðar.

Innlent
Fréttamynd

Fórnarlambanna minnst í Madríd

Tár féllu þegar fórnarlamba hryðjuverkaárásanna í Madríd var minnst í dag, ári eftir að saklausir lestarfarþegar á leið til vinnu urðu fórnarlömb hryðjuverkamanna al-Qaida. 

Erlent