Fréttir

Fréttamynd

Fundað um uppbyggingarstarf

Hvernig verður sex milljörðum bandaríkjadala best varið til uppbyggingar á hamfarasvæðunum í Asíu? Embættismenn frá löndunum fimm sem verst urðu úti í hamförunum funda í dag með yfirmönnum hjálparstofnana þar sem reynt verður að finna svar við þessari spurningu. Aðalvandinn er að samræma uppbyggingarstarfið og koma í veg fyrir að spilling eigi sér stað.

Erlent
Fréttamynd

Þroskaþjálfar hafa samið

Þroskaþjálfafélag Íslands skrifaði undir kjarasamninga við Launanefnd sveitarfélaga þann 25. febrúar og við Reykjavíkurborg þann 4. mars síðastliðinn. Atkvæðagreiðsla hefur farið fram og voru báðir samningarnir samþykktir með miklum meirihluta atkvæða. 98,1 prósent samþykktu samninginn við Launanefnd sveitarfélaga og 82,6 prósent samninginn við Reykjavíkurborg.

Innlent
Fréttamynd

Varnarviðræður um miðjan apríl

Viðræður um framtíð varnarsamstarfsins við Bandaríkin hefjast að nýju um miðjan apríl. Niðurstöðurnar munu hafa áhrif á atvinnumál á Suðurnesjum og fjárhag íslenska ríkisins þar sem rætt verður um varnarviðbúnað á Keflavíkurflugvelli og aukna þátttöku Íslands í kostnaði við rekstur vallarins.

Innlent
Fréttamynd

Flestir vilja sameiningu

Meirihluti almennings er hlynntur sameiningu sveitarfélaga ef marka má viðhorfskannanir sem IMG Gallup hefur unnið fyrir félagsmálaráðuneytið. Rúmlega 66 prósent svarenda eru mjög eða frekar hlynnt sameiningu sveitarfélaga

Innlent
Fréttamynd

Tvö og hálft ár fyrir ýmis brot

Hæstiréttur dæmdi mann í gær í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir rán, akstur án ökuréttinda, ölvunarakstur og fíkniefnabrot og lengdi þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um hálft ár. Maðurinn framdi ránið vopnaður barefli í verslun 10-11 við Barónsstíg í byrjun febrúar í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Líkur á að hamfarir endurtaki sig

Líkur eru á því að hamfarirnar í Indlandshafi endurtaki sig og það frekar fyrr en síðar, samkvæmt nýjum rannsóknum. Núr er reynt að skipuleggja uppbyggingarstarf á svæðinu og útdeila peningum sem hafa þó ekki skilað sér nema að litlum hluta.

Erlent
Fréttamynd

Greiði börnum Sri 22 milljónir

Hákon Eydal, banamaður Sri Rahmawati, fékk í dag sextán ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann var að auki dæmdur til að greiða þremur börnum Sri tæpar 22 milljónir króna í skaðabætur. Hákon sagði í samtali við fréttamann að hann teldi dóminn frekar þungan.

Innlent
Fréttamynd

Árs fangelsi fyrir kynferðisbrot

Rúmlega fertugur maður var í Héraðsdómi Norðurlands eystra dæmdur í eins árs fangelsi fyrir kynferðisbrot og líkamsáras gegn stúlku í október í fyrra. Maðurinn er sakfelldur fyrir að hafa veist að stúlkunni og reynt að hafa við hana samfarir. Hann beraði getnaðarlim sinn og þuklaði og greip í stúlkuna þannig að hún hlaut mar á kynfærum og annar sstaðar á líkamanum.

Innlent
Fréttamynd

Vísað frá bráðamóttöku eftir kl. 5

Lítið gagn er í bráðamóttöku sem hættir að taka við sjúklingum eftir að dagvinnutíma lýkur, segir framkvæmdastjóri Geðhjálpar og vísar þar til bráðamóttöku geðdeildar Landspítalans sem í vikunni vísaði bráðveikum manni frá því klukkan var meira en fimm.

Innlent
Fréttamynd

Hrímnir, Esmeralda og Ísmey leyfð

Nöfnin Hrímnir, Esmeralda og Ísmey fengu fyrr í mánuðinum samþykki Mannanafnanefndar og hafa verið færð í mannanafnaskrá. Þá var nafnið Haralds tekið til greina sem millinafn samkvæmt þeirri beiðni sem lá fyrir hjá nefndinni en það ekki fært í mannanafnaskrá.

Innlent
Fréttamynd

Yfirheyrir hermann vegna tilræðis

Lögregla í Rússlandi yfirheyrir nú fyrrverandi sérsveitarmann í tengslum við morðtilraun á Anatolí Tsjúbaís, forstjóra rússneska ríkisolíufyrirtækisins og einum þekktasta umbótasinna Rússlands. Tsjúbaís slapp ómeiddur þegar árásarmenn sprengdu sprengju við hlið bifreiðar hans í gærmorgun og skutu úr sjálfvirkum rifflum á bílalestina hans.

Erlent
Fréttamynd

Rafmagnslaust á Austurlandi

Rafmagnsstaurar tóku að brotna hér og þar á Austurlandi undir morgun og er rafmagn meira og minna farið af í fjórðungnum. Þar er mikil ísing sem sligað hefur línur og ýmist slitið þær eða staurar hafa brotnað undan farginu. Starfsmaður RARIK á Egilsstöðum sagðist fyrir stundu ekki hafa við að taka við tilkynningum um rafmagnsleysi eða slitnar línur og brotna staura.

Innlent
Fréttamynd

Offita gæti bjargað velferðarkerfi

Offita gæti komið velferðarkerfinu til bjargar. Vísindamenn í Bandaríkjunum hafa komist að því að almannatryggingum og ellilífeyriskerfum sé borgið þar sem stór hluti offeits fólks deyi ungur og verði því ekki byrði á kerfinu.

Erlent
Fréttamynd

Rafmagn fór eystra vegna ísingar

Rafmagnsstaurar tóku að brotna hér og þar á Austurlandi vegna mikillar ísingar undir morgun og fór rafmagn víða af í fjórðungnum í kjölfar þess. Bálhvasst var á landinu í gærkvöld og voru björgunarsveitir víða um land kallaðar út.

Innlent
Fréttamynd

Málið ekki í höndum Auðuns Georgs

"Málið er ekki í mínum höndum," sagði Auðun Georg Ólafsson, nýráðinn fréttastjóri Útvarps, þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Enn hefur ekki verið gengið frá ráðningarsamningi hans, en útvarpsstjóri er í útlöndum.

Innlent
Fréttamynd

Enginn með viðlíka samning

Enginn framkvæmdastjóra stærstu lífeyrissjóða landsins er með viðlíka starfslokasamning og fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinaða lífeyrissjóðsins. Þó er ein meginröksemdin fyrir samningnum að kjörin hafi átt að vera jafn góð og hjá starfsmönnum í svipuðum stöðum.

Innlent
Fréttamynd

Listasafnið fær ellefu milljónir

"Fjárveiting til listaverkakaupa fyrir Listasafn Ísland hefur í raun farið minnkandi í áratug og að okkar mati vantar þrefalt hærri upphæð til að safnið geti sinnt hlutverki sínu," sagði Ólafur Kvaran forstöðumaður Listasafns Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Smyglaði kókaíni undir hárkollu

Heyrnarskert kona á sjötugsaldri var tekin á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku með 800 grömm af kókaíni falin í hárkollu sem var saumuð á höfuðið á henni. Verðmæti efnanna er metið á bilinu tólf til þrjátíu milljónir króna og segjast tollverðir sjaldan eða aldrei hafa séð eins ósvífna smygltilraun. Konan var úrskurðuð í gæsluvarðhald til 1. apríl.

Innlent
Fréttamynd

Faldi kókaín í hárkollunni

"Þetta er ein djarfasta og ósvífnasta smygltilraun sem við höfum orðið vitni að," sagði Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, en 12. mars síðastliðinn var 64 ára gömul kona handtekin þegar hún reyndi að smygla 800 grömmum af kókaíni til landsins frá Amsterdam.

Innlent
Fréttamynd

Áfrýjun Mussolini vísað frá

Ítalskur dómstóll hefur vísað frá áfrýjun Alessöndru Mussolini, barnabarns einræðisherrans Benitos Mussolinis, á máli sem hún höfðaði í kjölfar þess að flokki hennar var meinað að bjóða fram í héraðskosingum í Lazio. Kjörstjórn hafði úrskurðað að Mussolini hefði falsað nöfn á meðmælendalista sína fyrir kosningarnar og var flokki hennar, sem telst vera öfgahægriflokkur, meinað að taka þátt í kosningunum sem fram fara þriðja og fjórða apríl.

Erlent
Fréttamynd

Undrandi á fræðimönnum

Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Færeyja gagnrýnir úttekt fjögurra hagfræðinga við Háskóla Íslands á færeyska sóknardagakerfinu og segir hana rakalausan þvætting sem minni helst á áróður.

Innlent
Fréttamynd

Langmest kvartað vegna Landspítala

Ríflega þriðjungur allra þeirra kæra og kvartana sem bárust landlæknisembættinu á árinu 2004 voru vegna Landspítala háskólasjúkrahúsi, að því er fram kemur í yfirliti frá embættinu.

Innlent
Fréttamynd

Borgararéttur líklegur fyrir páska

Líkur eru til að Bobby Fischer verði kominn með íslenskan ríkisborgararrétt fyrir páska. Sendiherra Íslands í Japan fékk að heyra það frá fyrstu hendi hjá yfirmanni innflytjendaeftirlits Japans að Fischer fengi að koma hingað fengi hann íslenskt ríkisfang.

Innlent
Fréttamynd

Samráðið um svarta gullið

Samtök olíuframleiðsluríkja, OPEC, ráða lögum og lofum í verðmyndun á olíu í heiminum. Framleiðslukvótar þeirra eru án efa stærsta olíusamráð sögunnar enda græða þau á tá og fingri.

Erlent
Fréttamynd

Vilmundur endurkjörinn formaður SI

Vilmundur Jósefsson var endurkjörinn formaður Samtaka iðnaðarins á Iðnþingi sem fram fer í dag. Vilmundur fékk tæplega 94 prósent atkvæða en aðrir 0,75 prósent. Þá var einnig kosið í stjórn samtakanna og gáfu alls ellefu kost á sér. Hörður Arnarson frá Mareli, Loftur Árnason, Ístaki, Aðalheiður Héðinsdóttir, Kaffitári, og Sigurður Bragi Guðmundsson frá Plastprenti fengu flest atkvæði og setjast í stjórn SI til tveggja ára.

Innlent
Fréttamynd

Leyfileg fjöldaslagsmál

Einu leyfilegu fjöldaslagsmálin á Íslandi fóru fram í gær á árvissum gangaslag Menntaskólans í Reykjavík. Málið snýst um að nemendur sjötta bekks reyna að hringja bjöllu sem jafnframt hringir þá inn í tíma.

Innlent
Fréttamynd

Rafmagnstaurar kubbuðust í sundur

Tugir rafmagnsstaura kubbuðust í sundur í veðurofsa á Austurlandi í morgun og fór rafmagn víða af. Tveir bílar skemmdust í Eiðaþinghá þegar staur féll á þá.

Innlent
Fréttamynd

Myrti hálfsystur sína í klíkuárás

Fjórir menn á þrítugsaldri voru í dag sakfelldir fyrir að drepa tvær táningsstúlkur í Brimingham á Englandi á gamlárskvöld. Mennirnir munu hafa ekið fram hjá húsi þar sem haldin var teiti og látið látið kúlum rigna yfir gesti sem staddir voru fyrir utan húsið. Mennirnir eru taldir tilheyra glæpaklíku í Birmingham og er einn þeirra hálfbróðir annarrar stúlkunnar sem lést í árásinni.

Erlent
Fréttamynd

Örvæntingarfullt hjá borgarstjóra

"Þetta er örvæntingarfullt útspil borgarstjóra nú þegar barnafólk hefur verið að flýja til nágrannasveitarfélaganna vegna hárra skatta, gjalda og lóðarskorts," segir Guðlaugur Þór Þórðarson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins um stefnu R-listans að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla.

Innlent