Fréttir Segir mörg brýn verkefni bíða Kristín Ingólfsdóttir, nýkjörinn rektor Háskóla Íslands, segir mörg brýn verkefni bíða sín - en henni hafi vissulega fundist þetta hálfóraunverulegt þegar hún vaknaði í morgun. Innlent 13.10.2005 18:56 Wolfowitz býður fram sáttahönd Paul Wolfowitz, sem var tilnefndur bankastjóri Alþjóðabankans í vikunni, segist þurfa að hlusta á góð ráð margra manna áður en hann geti sett mark sitt á stefnu bankans. Tilnefning Wolfowitz hefur vakið hörð viðbrögð enda hefur hann hingað til þótt einn mesti stríðshaukurinn í liði Bush Bandaríkjaforseta. Erlent 13.10.2005 18:55 Mælt með ríkisborgararétti Allsherjarnefnd Alþingis ákvað á fundi sínum í dag að mæla með því að skákmeistaranum Bobby Fischer yrði veittur ríkisborgararéttur. Ákvörðunin var tekin í kjölfar þess að Bjarni Benediktsson, formaður nefndarinnar, hafði gengið úr skugga um að þær upplýsingar, sem bárust frá Japan um að ríkisborgararéttur til handa skákmeistaranum myndi hjálpa honum að losna úr varðhaldi, væru réttar. Innlent 13.10.2005 18:56 Mussolini ekki í framboði Áfrýjunardómstóll í Róm hefur úrskurðað að hægriflokkur Alessöndru Mussolini, barnabarns fasistaleiðtogans Benito Mussolini, megi ekki bjóða fram í héraðskosningum í landinu í næsta mánuði. Erlent 13.10.2005 18:56 Siglingaleið fyrir Horn orðin fær Siglingaleiðin fyrir Horn er orðin fær en þó er talið varhugavert að sigla þar um. Ísdreifar eru víða fyrir Norðurlandi en siglingaleiðir þó taldar greiðfærar. Miðað við veðurspá er líklegt að ísinn fjarlægist landið ört næstu dagana. Innlent 13.10.2005 18:56 Bush og Sharon funda í apríl Ariel Sharon, utanríkisráðherra Ísraels, mun heimsækja George Bush Bandaríkjaforseta í næsta mánuði á búgarð hans í Texas til þess að ræða friðarferlið í Miðausturlöndum. Frá þessu greindi Hvíta húsið í dag. Talið er að með þessu vilji Bush ítreka stuðning sinn við Sharon sem hefur sætt gagnrýni heima fyrir vegna áætlana um að Ísraelar yfirgefi allar landnemabyggðir á Gasaströndini og nokkrar á Vesturbakkanum. Erlent 13.10.2005 18:56 N-Kórea: Aftökur sagðar viðgangast Opinberar aftökur virðast eiga sér stað í Norður-Kóreu enn þann dag í dag. Á myndum sem japönsk netfréttastofa segist hafa náð þann 1. mars sést þegar aftökusveit skýtur mann til bana fyrir framan fjölda fólks. Þá náði fréttastofan einnig óljósari myndum af því þegar tveir menn voru skotnir til bana á sama hátt daginn eftir. Erlent 13.10.2005 18:55 Seldu Íran og Kína stýriflaugar Úkraínumenn hafa viðurkennt að hafa selt tólf stýriflaugar til Írans og sex til Kína, samkvæmt fréttum <em>Financial Times</em>. Töluverður þrýstingur var á Úkraínustjórn að greina frá sölunni, en stýriflaugarnar voru seldar árið 2001. Ekki fylgdu þó kjarnaoddar með í kaupunum en stýriflaugarnar sem um ræðir geta borið kjarnorkusprengjur. Erlent 13.10.2005 18:56 Hraðlið verði viðbragðsfljótara Varnarmálaráðherrar Evrópusambandsríkjanna 25 sátu í gær á rökstólum um þá tillögu að stytta um helming viðbragðstímann sem það tekur að ræsa út sérsveitir sem sambandið á að geta sent til að sinna bráðaverkefnum utan landamæra sambandsins. Erlent 13.10.2005 18:56 Hákon Eydal hyggst áfrýja dómi Hákon Eydal, banamaður Sri Rahmawati, var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í 16 ára fangelsi. Eins var honum gert að greiða þremur börnum Sri nærri 22 milljónir króna í bætur. Hákon lýsti því yfir við dómsuppkvaðningu að hann ætlaði að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Innlent 13.10.2005 18:56 Davíð vill í öryggisráðið Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir að stefna Íslendinga um að sækjast eftir sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafi ekki breyst. Hann segir að talið sé að kostnaðurinn við framboðið og þátttökuna, nái Ísland kjöri, verði á bilinu sex til sjöhundruð milljónir króna. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:56 Sagður hafa selt Saddam eiturgas Hollenskur kaupsýslumaður hefur verið sakaður um aðild að stríðsglæpum og þjóðarmorði, en hann seldi Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, eiturefni sem hann vissi að yrðu notuð í hernaði. Mál mannsins, Frans van Anraats, er nú fyrir dómstólum í Rotterdam og er manninum gefið að sök að hafa á árunum 1980-1988 útvegað stjórn Saddams Husseins þúsundir tonna af eiturgasi. Erlent 13.10.2005 18:56 Viðræður um varnarmál í apríl Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir að Íslendingar muni að öllum líkindum þurfa að taka á sig auknar skyldur vegna rekstrar Keflavíkurflugvallar. Viðræður við Bandaríkjamenn um framtíð Keflavíkurflugvallar munu fara fram um miðjan apríl. Innlent 13.10.2005 18:56 Taka Brown fram yfir frumvarp Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, mælti í gær fyrir fjárlagafrumvarpi bresku ríkisstjórnarinnar. Grannt var fylgst með enda segja stjórnmálaskýrendur víst að þar hafi næsti forsætisráðherra látið til sín heyra. Erlent 13.10.2005 18:56 Hömlulaus ærsl á Neverland Fyrrverandi húshjálp á búgarði Michaels Jacksons, Neverland, sagði frá því fyrir rétti að hún hefði kallað búgarðinn "unaðseyju Gosa" vegna þess að börn fengu að ærslast þar hömlulaust án eftirlits fullorðinna. Hún sagðist ítrekað hafa séð börn láta þannig að álykta mátti að þau væru undir áhrifum áfengis. Erlent 13.10.2005 18:56 Enginn með viðlíka samning Enginn framkvæmdastjóra stærstu lífeyrissjóða landsins er með viðlíka starfslokasamning og fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinaða lífeyrissjóðsins. Þó er ein meginröksemdin fyrir samningnum að kjörin hafi átt að vera jafn góð og hjá starfsmönnum í svipuðum stöðum. Innlent 13.10.2005 18:56 Listasafnið fær ellefu milljónir "Fjárveiting til listaverkakaupa fyrir Listasafn Ísland hefur í raun farið minnkandi í áratug og að okkar mati vantar þrefalt hærri upphæð til að safnið geti sinnt hlutverki sínu," sagði Ólafur Kvaran forstöðumaður Listasafns Íslands. Innlent 13.10.2005 18:56 Smyglaði kókaíni undir hárkollu Heyrnarskert kona á sjötugsaldri var tekin á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku með 800 grömm af kókaíni falin í hárkollu sem var saumuð á höfuðið á henni. Verðmæti efnanna er metið á bilinu tólf til þrjátíu milljónir króna og segjast tollverðir sjaldan eða aldrei hafa séð eins ósvífna smygltilraun. Konan var úrskurðuð í gæsluvarðhald til 1. apríl. Innlent 13.10.2005 18:56 Faldi kókaín í hárkollunni "Þetta er ein djarfasta og ósvífnasta smygltilraun sem við höfum orðið vitni að," sagði Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, en 12. mars síðastliðinn var 64 ára gömul kona handtekin þegar hún reyndi að smygla 800 grömmum af kókaíni til landsins frá Amsterdam. Innlent 13.10.2005 18:56 Áfrýjun Mussolini vísað frá Ítalskur dómstóll hefur vísað frá áfrýjun Alessöndru Mussolini, barnabarns einræðisherrans Benitos Mussolinis, á máli sem hún höfðaði í kjölfar þess að flokki hennar var meinað að bjóða fram í héraðskosingum í Lazio. Kjörstjórn hafði úrskurðað að Mussolini hefði falsað nöfn á meðmælendalista sína fyrir kosningarnar og var flokki hennar, sem telst vera öfgahægriflokkur, meinað að taka þátt í kosningunum sem fram fara þriðja og fjórða apríl. Erlent 13.10.2005 18:56 Undrandi á fræðimönnum Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Færeyja gagnrýnir úttekt fjögurra hagfræðinga við Háskóla Íslands á færeyska sóknardagakerfinu og segir hana rakalausan þvætting sem minni helst á áróður. Innlent 13.10.2005 18:56 Eldflaugasmygl til Írans og Kína Úkraínskir vopnasalar smygluðu átján eldflaugum sem geta borið kjarnaodda til Írans og Kína á meðan Leoníd Kútsjma gegndi forsetaembætti í Úkraínu. Enn syrtir í álinn fyrir forsetann fyrrverandi. Erlent 13.10.2005 18:56 Simonis segir af sér Heide Simonis, sem gegnt hefur embætti forsætisráðherra norður-þýska sambandslandsins Slésvíkur-Holtsetalands síðustu tvö kjörtímabil, sagði af sér í gær eftir að henni mistókst að fá meirihlutastuðning þingmanna á nýkjörnu þingi í Kiel. Erlent 13.10.2005 18:56 Rafmagn komið á í þéttbýli Rafmagn er komið á í þéttbýli á Austurlandi og enn er unnið að viðgerðum, en á milli 50 til 60 rafmagnsstaurar brotnuðu. Mikil ísing hlóðst á raflínur þannig að ummál þeirra margfaldaðist. Við það sliguðust þær og ýmist slóust saman eða slitnuðu. En þar sem þær héldu sliguðu þær rafmagnsstaurana sem brotnuðu undan farginu. Innlent 13.10.2005 18:56 Hafa áhyggjur af málum í Nepal Sameinuðu þjóðirnar vara við því að neyðarástand kunni að skapast í Nepal. Síðan konungur landsins hrifsaði öll völd í sínar hendur í febrúar hafa uppreisnarmenn ítrekað gert árásir og munu almennir borgarar líða mest fyrir það ef ástandið verður óbreytt. Vegna þess hve eldfimt ástandið er komast matar- og sjúkrabirgðir oft ekki til borgara landsins. Erlent 13.10.2005 18:55 Langmest kvartað vegna Landspítala Ríflega þriðjungur allra þeirra kæra og kvartana sem bárust landlæknisembættinu á árinu 2004 var vegna Landspítala - háskólasjúkrahúss, að því er fram kemur í yfirliti frá embættinu. Innlent 13.10.2005 18:56 Leikskólaloforð sýni örvæntingu Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, kallar loforð borgarstjóra um að öllum leikskólabörnum verði boðið upp á sjö stunda gjaldfrjálsa leikskólavist örvæntningafullt útspil. Innlent 13.10.2005 18:56 Meirihluti vill sameina bæi Talsverður meirihluti almennings er hlynntur sameiningu sveitarfélaga, samkvæmt könnun sem IMG Gallup gerði fyrir félagsmálaráðuneytið. 66 prósent eru hlynnt eða mjög hlynnt sameiningu, ríflega 22 prósent eru andvíg og 11 prósent eru óákveðin. Athygli verkur að stuðningur við sameiningu er afgerandi meiri meðal fólks í þeim sveitarfélögum sem nýlega hafa verið sameinuð öðrum. Innlent 13.10.2005 18:56 Engar bætur fyrir varðhaldsvist Hæstiréttur sýknaði í gær íslenska ríkið af skaðabótakröfum manns sem sat saklaus í gæsluvarðhaldi í þrjá mánuði, en hann var grunaður um að eiga þátt í innflutningi á fíkniefnum. Maðurinn krafðist skaðabóta eftir að ríkissaksóknari tilkynnti honum að mál á hendur honum hefði verið fellt niður. Innlent 13.10.2005 18:56 Fischer verður Íslendingur Allsherjarnefnd samþykkti í gær einróma að mæla með því að Bobby Fischer yrði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Stefnt er á flýtimeðferð á Alþingi og vonast til að málinu verði lokið í næstu viku. Davíð Oddsson telur málið það sérstætt að það sé ekki fordæmisgefandi.</font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:56 « ‹ ›
Segir mörg brýn verkefni bíða Kristín Ingólfsdóttir, nýkjörinn rektor Háskóla Íslands, segir mörg brýn verkefni bíða sín - en henni hafi vissulega fundist þetta hálfóraunverulegt þegar hún vaknaði í morgun. Innlent 13.10.2005 18:56
Wolfowitz býður fram sáttahönd Paul Wolfowitz, sem var tilnefndur bankastjóri Alþjóðabankans í vikunni, segist þurfa að hlusta á góð ráð margra manna áður en hann geti sett mark sitt á stefnu bankans. Tilnefning Wolfowitz hefur vakið hörð viðbrögð enda hefur hann hingað til þótt einn mesti stríðshaukurinn í liði Bush Bandaríkjaforseta. Erlent 13.10.2005 18:55
Mælt með ríkisborgararétti Allsherjarnefnd Alþingis ákvað á fundi sínum í dag að mæla með því að skákmeistaranum Bobby Fischer yrði veittur ríkisborgararéttur. Ákvörðunin var tekin í kjölfar þess að Bjarni Benediktsson, formaður nefndarinnar, hafði gengið úr skugga um að þær upplýsingar, sem bárust frá Japan um að ríkisborgararéttur til handa skákmeistaranum myndi hjálpa honum að losna úr varðhaldi, væru réttar. Innlent 13.10.2005 18:56
Mussolini ekki í framboði Áfrýjunardómstóll í Róm hefur úrskurðað að hægriflokkur Alessöndru Mussolini, barnabarns fasistaleiðtogans Benito Mussolini, megi ekki bjóða fram í héraðskosningum í landinu í næsta mánuði. Erlent 13.10.2005 18:56
Siglingaleið fyrir Horn orðin fær Siglingaleiðin fyrir Horn er orðin fær en þó er talið varhugavert að sigla þar um. Ísdreifar eru víða fyrir Norðurlandi en siglingaleiðir þó taldar greiðfærar. Miðað við veðurspá er líklegt að ísinn fjarlægist landið ört næstu dagana. Innlent 13.10.2005 18:56
Bush og Sharon funda í apríl Ariel Sharon, utanríkisráðherra Ísraels, mun heimsækja George Bush Bandaríkjaforseta í næsta mánuði á búgarð hans í Texas til þess að ræða friðarferlið í Miðausturlöndum. Frá þessu greindi Hvíta húsið í dag. Talið er að með þessu vilji Bush ítreka stuðning sinn við Sharon sem hefur sætt gagnrýni heima fyrir vegna áætlana um að Ísraelar yfirgefi allar landnemabyggðir á Gasaströndini og nokkrar á Vesturbakkanum. Erlent 13.10.2005 18:56
N-Kórea: Aftökur sagðar viðgangast Opinberar aftökur virðast eiga sér stað í Norður-Kóreu enn þann dag í dag. Á myndum sem japönsk netfréttastofa segist hafa náð þann 1. mars sést þegar aftökusveit skýtur mann til bana fyrir framan fjölda fólks. Þá náði fréttastofan einnig óljósari myndum af því þegar tveir menn voru skotnir til bana á sama hátt daginn eftir. Erlent 13.10.2005 18:55
Seldu Íran og Kína stýriflaugar Úkraínumenn hafa viðurkennt að hafa selt tólf stýriflaugar til Írans og sex til Kína, samkvæmt fréttum <em>Financial Times</em>. Töluverður þrýstingur var á Úkraínustjórn að greina frá sölunni, en stýriflaugarnar voru seldar árið 2001. Ekki fylgdu þó kjarnaoddar með í kaupunum en stýriflaugarnar sem um ræðir geta borið kjarnorkusprengjur. Erlent 13.10.2005 18:56
Hraðlið verði viðbragðsfljótara Varnarmálaráðherrar Evrópusambandsríkjanna 25 sátu í gær á rökstólum um þá tillögu að stytta um helming viðbragðstímann sem það tekur að ræsa út sérsveitir sem sambandið á að geta sent til að sinna bráðaverkefnum utan landamæra sambandsins. Erlent 13.10.2005 18:56
Hákon Eydal hyggst áfrýja dómi Hákon Eydal, banamaður Sri Rahmawati, var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í 16 ára fangelsi. Eins var honum gert að greiða þremur börnum Sri nærri 22 milljónir króna í bætur. Hákon lýsti því yfir við dómsuppkvaðningu að hann ætlaði að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Innlent 13.10.2005 18:56
Davíð vill í öryggisráðið Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir að stefna Íslendinga um að sækjast eftir sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafi ekki breyst. Hann segir að talið sé að kostnaðurinn við framboðið og þátttökuna, nái Ísland kjöri, verði á bilinu sex til sjöhundruð milljónir króna. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:56
Sagður hafa selt Saddam eiturgas Hollenskur kaupsýslumaður hefur verið sakaður um aðild að stríðsglæpum og þjóðarmorði, en hann seldi Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, eiturefni sem hann vissi að yrðu notuð í hernaði. Mál mannsins, Frans van Anraats, er nú fyrir dómstólum í Rotterdam og er manninum gefið að sök að hafa á árunum 1980-1988 útvegað stjórn Saddams Husseins þúsundir tonna af eiturgasi. Erlent 13.10.2005 18:56
Viðræður um varnarmál í apríl Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir að Íslendingar muni að öllum líkindum þurfa að taka á sig auknar skyldur vegna rekstrar Keflavíkurflugvallar. Viðræður við Bandaríkjamenn um framtíð Keflavíkurflugvallar munu fara fram um miðjan apríl. Innlent 13.10.2005 18:56
Taka Brown fram yfir frumvarp Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, mælti í gær fyrir fjárlagafrumvarpi bresku ríkisstjórnarinnar. Grannt var fylgst með enda segja stjórnmálaskýrendur víst að þar hafi næsti forsætisráðherra látið til sín heyra. Erlent 13.10.2005 18:56
Hömlulaus ærsl á Neverland Fyrrverandi húshjálp á búgarði Michaels Jacksons, Neverland, sagði frá því fyrir rétti að hún hefði kallað búgarðinn "unaðseyju Gosa" vegna þess að börn fengu að ærslast þar hömlulaust án eftirlits fullorðinna. Hún sagðist ítrekað hafa séð börn láta þannig að álykta mátti að þau væru undir áhrifum áfengis. Erlent 13.10.2005 18:56
Enginn með viðlíka samning Enginn framkvæmdastjóra stærstu lífeyrissjóða landsins er með viðlíka starfslokasamning og fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinaða lífeyrissjóðsins. Þó er ein meginröksemdin fyrir samningnum að kjörin hafi átt að vera jafn góð og hjá starfsmönnum í svipuðum stöðum. Innlent 13.10.2005 18:56
Listasafnið fær ellefu milljónir "Fjárveiting til listaverkakaupa fyrir Listasafn Ísland hefur í raun farið minnkandi í áratug og að okkar mati vantar þrefalt hærri upphæð til að safnið geti sinnt hlutverki sínu," sagði Ólafur Kvaran forstöðumaður Listasafns Íslands. Innlent 13.10.2005 18:56
Smyglaði kókaíni undir hárkollu Heyrnarskert kona á sjötugsaldri var tekin á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku með 800 grömm af kókaíni falin í hárkollu sem var saumuð á höfuðið á henni. Verðmæti efnanna er metið á bilinu tólf til þrjátíu milljónir króna og segjast tollverðir sjaldan eða aldrei hafa séð eins ósvífna smygltilraun. Konan var úrskurðuð í gæsluvarðhald til 1. apríl. Innlent 13.10.2005 18:56
Faldi kókaín í hárkollunni "Þetta er ein djarfasta og ósvífnasta smygltilraun sem við höfum orðið vitni að," sagði Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, en 12. mars síðastliðinn var 64 ára gömul kona handtekin þegar hún reyndi að smygla 800 grömmum af kókaíni til landsins frá Amsterdam. Innlent 13.10.2005 18:56
Áfrýjun Mussolini vísað frá Ítalskur dómstóll hefur vísað frá áfrýjun Alessöndru Mussolini, barnabarns einræðisherrans Benitos Mussolinis, á máli sem hún höfðaði í kjölfar þess að flokki hennar var meinað að bjóða fram í héraðskosingum í Lazio. Kjörstjórn hafði úrskurðað að Mussolini hefði falsað nöfn á meðmælendalista sína fyrir kosningarnar og var flokki hennar, sem telst vera öfgahægriflokkur, meinað að taka þátt í kosningunum sem fram fara þriðja og fjórða apríl. Erlent 13.10.2005 18:56
Undrandi á fræðimönnum Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Færeyja gagnrýnir úttekt fjögurra hagfræðinga við Háskóla Íslands á færeyska sóknardagakerfinu og segir hana rakalausan þvætting sem minni helst á áróður. Innlent 13.10.2005 18:56
Eldflaugasmygl til Írans og Kína Úkraínskir vopnasalar smygluðu átján eldflaugum sem geta borið kjarnaodda til Írans og Kína á meðan Leoníd Kútsjma gegndi forsetaembætti í Úkraínu. Enn syrtir í álinn fyrir forsetann fyrrverandi. Erlent 13.10.2005 18:56
Simonis segir af sér Heide Simonis, sem gegnt hefur embætti forsætisráðherra norður-þýska sambandslandsins Slésvíkur-Holtsetalands síðustu tvö kjörtímabil, sagði af sér í gær eftir að henni mistókst að fá meirihlutastuðning þingmanna á nýkjörnu þingi í Kiel. Erlent 13.10.2005 18:56
Rafmagn komið á í þéttbýli Rafmagn er komið á í þéttbýli á Austurlandi og enn er unnið að viðgerðum, en á milli 50 til 60 rafmagnsstaurar brotnuðu. Mikil ísing hlóðst á raflínur þannig að ummál þeirra margfaldaðist. Við það sliguðust þær og ýmist slóust saman eða slitnuðu. En þar sem þær héldu sliguðu þær rafmagnsstaurana sem brotnuðu undan farginu. Innlent 13.10.2005 18:56
Hafa áhyggjur af málum í Nepal Sameinuðu þjóðirnar vara við því að neyðarástand kunni að skapast í Nepal. Síðan konungur landsins hrifsaði öll völd í sínar hendur í febrúar hafa uppreisnarmenn ítrekað gert árásir og munu almennir borgarar líða mest fyrir það ef ástandið verður óbreytt. Vegna þess hve eldfimt ástandið er komast matar- og sjúkrabirgðir oft ekki til borgara landsins. Erlent 13.10.2005 18:55
Langmest kvartað vegna Landspítala Ríflega þriðjungur allra þeirra kæra og kvartana sem bárust landlæknisembættinu á árinu 2004 var vegna Landspítala - háskólasjúkrahúss, að því er fram kemur í yfirliti frá embættinu. Innlent 13.10.2005 18:56
Leikskólaloforð sýni örvæntingu Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, kallar loforð borgarstjóra um að öllum leikskólabörnum verði boðið upp á sjö stunda gjaldfrjálsa leikskólavist örvæntningafullt útspil. Innlent 13.10.2005 18:56
Meirihluti vill sameina bæi Talsverður meirihluti almennings er hlynntur sameiningu sveitarfélaga, samkvæmt könnun sem IMG Gallup gerði fyrir félagsmálaráðuneytið. 66 prósent eru hlynnt eða mjög hlynnt sameiningu, ríflega 22 prósent eru andvíg og 11 prósent eru óákveðin. Athygli verkur að stuðningur við sameiningu er afgerandi meiri meðal fólks í þeim sveitarfélögum sem nýlega hafa verið sameinuð öðrum. Innlent 13.10.2005 18:56
Engar bætur fyrir varðhaldsvist Hæstiréttur sýknaði í gær íslenska ríkið af skaðabótakröfum manns sem sat saklaus í gæsluvarðhaldi í þrjá mánuði, en hann var grunaður um að eiga þátt í innflutningi á fíkniefnum. Maðurinn krafðist skaðabóta eftir að ríkissaksóknari tilkynnti honum að mál á hendur honum hefði verið fellt niður. Innlent 13.10.2005 18:56
Fischer verður Íslendingur Allsherjarnefnd samþykkti í gær einróma að mæla með því að Bobby Fischer yrði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Stefnt er á flýtimeðferð á Alþingi og vonast til að málinu verði lokið í næstu viku. Davíð Oddsson telur málið það sérstætt að það sé ekki fordæmisgefandi.</font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:56