Innlent

Listasafnið fær ellefu milljónir

"Fjárveiting til listaverkakaupa fyrir Listasafn Ísland hefur í raun farið minnkandi í áratug og að okkar mati vantar þrefalt hærri upphæð til að safnið geti sinnt hlutverki sínu," sagði Ólafur Kvaran forstöðumaður Listasafns Íslands. Í ár líkt og í fyrra er ráðstöfunarféð tæpar ellefu milljónir. Að sögn Ólafs er algengt söluverð á nýjum listaverkum starfandi listamanna á bilinu sex hundruð þúsund til ein milljón króna. Hann segir að þar að auki beri safninu skylda til að kaupa eldri verk og því hrökkvi peningarnir skammt. Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor við Listaháskóla Íslands, tekur dýpra í árinni og segir að það mætti byrja á því að fimmfalda þessa upphæð svo að íslendingar þyrftu ekki að skammast sín en réttast væri að tífalda hana svo að Listasafn Íslands gæti sinnt hlutverki sínu með sóma. Til samanburðar segist hann hafa heimildir fyrir því að safnaðarnefnd við kirkjusókn í úthverfi Óslóar hafi svipaða upphæð til ráðstöfunar í menningarmálum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×