Fréttir

Fréttamynd

Fischer er næst frægastur

Heimsfrægum Íslendingum fjölgaði um einn þegar Bobby Fischer fékk íslenskan ríkisborgararétt á mánudag. Skákáhugamenn um víða veröld þekkja vitaskuld sögu Fischers og snilli hans við taflborðið en orðspor Bjarkar Guðmundsdóttur hefur farið víðar.

Innlent
Fréttamynd

Slitu viðræðum við Írana

Þrjár valdamestu þjóðirnar innan Evrópusambandsins slitu í dag viðræðum við Írana, en þeim tókst ekki að fá þá til að hverfa frá kjarnorkuáætlun sinni. Bretland, Þýskaland og Frakkland hafa frá því í desember rætt það við Írana að þeir hættti algjörlega við að auðga úran til framleiðslu kjarnorkueldsneytis gegn efnahagsaðstoð, en óttast er að þeir hyggist koma sér upp kjarnorkuvopnum.

Erlent
Fréttamynd

Gengið lækkar

Töluverður órói hefur verið á gjaldeyrismarkaði síðustu daga í aðdraganda og kjölfar vaxtaákvörðunar Seðlabankans. Fjárfestar bjuggust við meiri vaxtahækkun og það hefur orðið til þess að gengi krónunnar hefur lækkað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bobby Fischer sleppt í kvöld

Bobby Fischer verður sleppt úr haldi klukkan níu að japönskum tíma í fyrramálið, eða á miðnætti að íslenskum tíma í kvöld, og fær þá ferðafrelsi til þess að fara til Íslands. Fulltrúar japanska útlendingaeftirlitsins og dómsmálaráðuneytisins staðfestu þetta við lögmenn Fischers í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Drápu 84 uppreisnarmenn

Írakskir og bandarískir hermenn drápu 84 uppreisnarmenn í árás á þjálfunarbúðir norður af Bagdad í gær. Frá þessu greindi innanríkisráðuneyti Íraks í dag. Margir þeirra sé féllu voru af erlendum uppruna, þar á meðal Sýrlendingar, Sádar auk Súdana, Alsíringa og Marokkóa. Bandarískar herþyrlur voru notaðar í bardaganum sem stóð í nokkrar klukkustundir.

Erlent
Fréttamynd

Straumur frá landinu fyrir páskana

Tæplega fimmtán prósentum fleiri fara til útlanda um páskana nú en í fyrra að sögn framkvæmdastjóra Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Straumurinn er mestur til sólarlanda við Miðjarðarhafið og Bandaríkjanna. Um Reykjavíkurflugvöll er nánast einstefna frá Reykjavík og eru flestir á leið til Ísafjarðar og Akureyrar.

Innlent
Fréttamynd

Seladráp að hefjast í Kanada

Seladráp hefst í Kanada í lok þessa mánaðar og stendur til að drepa 32 þúsund selskópa. Seladráp er árlegur viðburður í Kanada og það sagt nauðsynlegt til að viðhalda eðlilegri stærð á selastofninum. Umhverfisverndarsinnar og dýravinir mótmæla því harðlega og segja drápin ómannúðleg.

Erlent
Fréttamynd

Stjórnarmenn og makar fengu laun

Nálega helmingur þeirra sem fengu úthlutað árslaunum úr Launasjóði myndlistarmanna í ár er í stjórn Sambands íslenskra myndlistarmanna eða í sambúð með meðlimum úthlutunarnefndar. Formaður úthlutunarnefndar segist ekki vita hverjir séu í stjórninni sem tilnefndi hann í nefndina.

Innlent
Fréttamynd

Næringarslanga ekki tengd aftur

Terri Schiavo deyr að líkindum innan hálfs mánaðar eftir að dómstólar tóku fyrir að næringarslanga yrði tengd við hana á ný.

Erlent
Fréttamynd

Góð staða Verkamannaflokksins

Tony Blair vegnar vel í skoðanakönnun sem birt var í gær. Verkamannaflokkurinn er nú kominn með átta prósentustiga forskot á Íhaldsflokkinn og er það forskot einkum rakið til skattaívilnana sem kynntar voru í síðustu viku. Þær gagnast einkum efnalitlum, eldra fólki, ungum fjölskyldum og þeim sem standa í húsnæðiskaupum.

Erlent
Fréttamynd

Vilja Fischer enn framseldan

Adam Ereli, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, segir að þarlend stjórnvöld hafi óskað eftir því í gær að Japanar framseldu Fischer til Bandaríkjanna þrátt fyrir aðgerðir Íslendinga. Ereli sagði Bandaríkjamenn vonsvikna vegna þess að Íslendingar hefði veitt Fischer ríkisborgararétt enda væri hann glæpamaður á flótta.

Erlent
Fréttamynd

Fundu þrjú tundurdufl fyrir norðan

Sprengjusérfræðingar ætla í dag að eyða tveimur tundurduflum sem þeir fundu óvænt við Lambanes á Langanesi í gær þegar þeir voru þar á ferð til að eyða tundurdufli sem lögreglan á Þórshöfn hafði tilkynnt um í fyrradag. Því dufli var eytt í gær, en þá fundust hin tvö. Duflin eru öll frá síðari heimstyrjöldinni en geta enn verið stórhættuleg.

Innlent
Fréttamynd

Verslunarmiðstöð sprengd í Beirút

Tveir týndu lífi þegar sprengja sprakk í verslunarmiðstöð norður af Beirút í Líbanon í morgun. Fimm slösuðust. Veggir verslunarmiðstöðvarinnar þeyttust nánast út og þakið hrundi þegar sprengjan sprakk. Miðstöðin var lokuð þegar atvikið varð og því er talið að ekki hafi fleiri farist. Björgunarsveitir leita þó í rústunum.

Erlent
Fréttamynd

Lést í umferðarslysi við Dalvík

Piltur á nítjánda ári lést þegar bifreið sem hann ók fór fram af hömrum skammt sunnan við Rauðuvík, milli Dalvíkur og Akureyrar. Lögreglu var gert viðvart seinni partinn í dag en ekki er vitað hvenær slysið varð. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Dalvík steyptist bíllinn ofan í fjöru. Vegrið eru á vegarkaflanum en þó ekki í allri beygjunni.

Innlent
Fréttamynd

Götum lokað vegna framkvæmda

Nokkrum götum í Reykjavík verður lokað strax eftir páska vegna framkvæmda, annars vegar við Hringbraut og hins vegar við Hlemm. Þetta kemur fram í tilkynningu frá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar.

Innlent
Fréttamynd

Síðasta græna svæðið

"Ég er óhress með að eyðileggja eigi eina græna svæðið sem er eftir hér," segir Jóhann Helgason, íbúi við Miðtún sem hefur búið þar í áratug. Hann er ósáttur við að rífa á fimleikahús Ármanns, en þar eiga að rísa fjölbýlishús.

Innlent
Fréttamynd

Sendi ekki veik börn úr landi

Rauði kross Svíþjóðar og samtökin Save the Children hafa hvatt sænsk yfirvöld til þess að hætta við að vísa úr landi 150 börnum sem sótt hafa um hæli og þjást af dularfullum sjúkdómi sem lýsir sér í því að þau hafa engan lífsvilja. Börnin sem komu með foreldrum sínum frá Miðausturlöndum, Balkanskaganum og lýðveldum Sovétríkjanna sálugu neita algerlega að hreyfa sig, tala og nærast og hafa þau fengið næringu í æð.

Erlent
Fréttamynd

Vilja funda með Wolfowitz

Fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkjanna hafa áhyggjur af tilnefningu Pauls Wolfowitz sem bankastjóri Alþjóðabankans. Þeir vilja funda með honum til að fá skýringar á því hvernig hann hyggist sinna starfanum. Þetta var ein niðurstaða ráðherrafundar sem nú stendur yfir í Brussel.

Erlent
Fréttamynd

1.200 umsóknir um 46 lóðir

Dregið var úr nær tólf hundruð umsóknum um 46 einbýlishúsalóðir í Hafnarfirði í bæjarráði Hafnarfjarðar á þriðjudagskvöld. Elsti umsækjandinn sem fær úthlutaða lóð er 77 ára gamall en sá yngsti 21 árs. Einnig var dregið úr rétt um 160 umsóknum verktaka í sjö einbýlishús og tvær raðhúsalengjur.

Innlent
Fréttamynd

Sáttur við skilyrði samkeppnisráðs

Samkeppnisráð hefur sett ítarleg skilyrði fyrir samruna Landssímans og Skjás eins, og samruna Og Vodafone og 365 ljósvakamiðla, sem meðal annars reka Stöð 2 og Sýn. Stjórnarformaður fjarskiptafyrirtækisins Hive segist sáttur við skilyrði samkeppnisráðs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Schiavo enn án næringar

Áfrýjunardómstóll í Atlanta í Georgíuríki hafnaði í gær beiðni foreldra Terri Schiavo um að fyrirskipa að henni yrði gefin næring á nýjan leik.

Erlent
Fréttamynd

Skyldaðir í þýskunám

Útlendingum, sem ekki hafa þýsku að móðurmáli, kann að verða gert að taka 300 þýskukennslutíma til að uppfylla skilyrði fyrir varanlegu dvalarleyfi í Austurríki. Kveðið er á um þetta í stjórnarfrumvarpi sem er til umfjöllunar á austurríska þinginu. </font />

Erlent
Fréttamynd

Margt býr í andlitinu

Þorri kvenna kýs menn með mjúka andlitsdrætti enda segir náttúran að þeir séu betri uppalendur. Fáir kjósa sér rekkjunauta sem líkjast þeim sjálfum enda gæti slíkt leitt af sér úrkynjun.

Erlent
Fréttamynd

Segja að Fischer verði sleppt

Bobby Fischer verður sleppt úr haldi og fær ferðafrelsi til þess að fara til Íslands, að því er kemur fram í Kyodo News, en blaðið hefur þetta eftir japanska dómsmálaráðuneytinu. Þetta hefur ekki fengist staðfest en Reuters-fréttastofan greindi frá þessu fyrir stundu.

Erlent
Fréttamynd

Sagður hafa mútað lögmanni

Saksóknari í Mílanó á Ítalíu rannsakar nú ásakanir á hendur Silvio Berlusconi, forsætisráðherra landsins, um að hann hafi mútað breskum lögmanni fyrir að þegja um viðskipti sín við fjölmiðlaveldi Berlusconis.

Erlent
Fréttamynd

Sakfelldur fyrir fjölda smábrota

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi rúmlega tvítugan mann í þriggja mánaða fangelsi í morgun fyrir brot gegn almennum hegningarlögum og lögum um ávana-og fíkniefni. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í mars í fyrra haft í vörslu í bakpoka sínum 0,18 grömm af amfetamíni, sem lögreglan fann við leit eftir að hafa stöðvað bifreð sem hann var farþegi í.

Innlent
Fréttamynd

Ökumaður sendibíls drepinn

Ökumaður sendibíls var skotinn til bana af lögreglunni í Bretlandi í morgun eftir að hafa ekið á móti umferð og ógnað lögreglumönnum í kjölfarið.

Erlent
Fréttamynd

Til heiðurs Vigdísi

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gærmorgun að styrkja alþjóðlega ráðstefnu til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur um 2,5 milljónir.

Innlent