Fréttir

Fréttamynd

Fjöldi umsókna um bætiefni

Á annan tug umsókna um leyfi til að setja bætiefni í matvæli hafa borist Umhverfisstofnun eftir að dreifingu Ölgerðarinnar á vítamínbættum Kristal plús var stöðvuð í janúar. Allt árið í fyrra bárust aðeins þrjár umsóknir.

Innlent
Fréttamynd

Staða borgarsjóðs breytist hratt

R-listinn taldi útsvarshækkun um áramótin nauðsynlega til að bæta erfiðan fjárhag borgarsjóðs. Nú, aðeins þremur mánuðum síðar, er svigrúm til að lofa gjaldfrjálsum leikskóla. Kostnaður við það er álíka mikill og sem nemur útsvarshækkuninni.

Innlent
Fréttamynd

Börn reykjandi mæðra vitgrennri

Börn mæðra sem reykja á meðgöngu verða á fullorðinsárum ekki eins greind og börn mæðra sem ekki reykja. Þetta er niðurstaða nýrrar danskrar rannsóknar.

Erlent
Fréttamynd

Rafmagnslaust í Teigahverfi

Rafmagnslaust var í um hálftíma í morgun í Teigahverfi og nágrenni þar sem háspennutrengur í Laugardal var grafinn í sundur. Rafmagnslaust var víðast í Teigahverfi, á Sundlaugavegi, DAS-heimilinu, Klettagörðum, Vesturbrún og Viðey en nú er rafmagn komið á alls staðar nema í Viðey.

Innlent
Fréttamynd

Spenna eykst vegna tilræðis

Reiði ríkir og spenna magnast í Líbanon í kjölfar sprengjutilræðis í verslunarmiðstöð skammt frá Beirút í morgun. Tveir týndu lífi og fimm særðust.

Erlent
Fréttamynd

Rúta lenti úti í skurði

Hópbifreið með tólf manns innanborðs fór út af þjóðveginum í gær, um 15 kílómetra vestur af Vík í Mýrdal, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vík í Mýrdal.

Innlent
Fréttamynd

Milt og hlýtt um páskana

Ekkert páskahret er í kortum veðurfræðinga yfir páskana en gert er ráð fyrir mildu og tiltölulega góðu veðri á landinu öllu fram á þriðjudag.

Innlent
Fréttamynd

Blettur í laki líkist Maríu mey

Blettur í laki getur ekki verið tilefni til fréttar - nema í þessu tilviki. Góðhjartaður Ástrali gaf meðal annars rúmlak á fatalager góðgerðasamtaka þar í landi. Blettur í lakinu vakti þar mikla athygli þar sem hann þótti líkjast Maríu mey. Prestur sem var kallaður á staðinn var fullur efasemda og taldi ekki að um kraftaverk væri að ræða.

Erlent
Fréttamynd

Gott fólk í eftirlitinu

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að sérþjálfaðir eftirlitsmenn sinni gæðaeftirliti fyrir æðarbændur. Auðlindin sé takmörkuð og magnið lítið og því hafi hann lagt fram frumvarp.

Innlent
Fréttamynd

Fengu eins mánaðar fangelsi

Þrír Pólverjar, sem teknir voru í gær á Suðurlandi þar sem þeir voru í vinnu á tilskilinna atvinnuréttinda, voru í dag dæmdir í eins mánaðar fangelsi sem er skilorðsbundið til tveggja ára í Héraðsdómi Suðurlands.

Innlent
Fréttamynd

Erlend karfaskip á Reykjaneshrygg

TF-SYN, flugvél Landhelgisgæslunnar, fór í eftirlitsflug yfir karfamiðin á Reykjaneshrygg í dag. Að sögn Páls Geirdal, yfirstýrimanns á vélinni, voru tvö erlend skip að veiðum á miðunum, annað skipið frá Litháen og hitt frá Portúgal. Búist er við að skipununum fjölgi talsvert á næstunni.

Innlent
Fréttamynd

Ólgan vex í Kirgisistan

Spenna vex enn í Kirgisistan. Stjórnarandstæðingar ráða lögum og lofum í nokkrum bæjum í suðurhluta landsins og virðast þeir heldur vera að sækja í sig veðrið.

Erlent
Fréttamynd

Fær ekki flytja út dún til vinnslu

Jón Sveinsson iðnrekandi vill flytja út íslenskan æðardún til vinnslu í Lettlandi í sumar en komið er í veg fyrir það í nýju frumvarpi landbúnaðarráðherra. Jón telur hagsmunaárekstra hafa verið við undirbúning frumvarpsins.

Innlent
Fréttamynd

Vagn gaf sig undan þunga rafals

Dráttarvagn sem átti að flytja 80 tonna þungan rafal frá Sundahöfn upp í virkjun Orkuveitu Reykjavíkur við Nesjavelli gaf sig þegar verið var að draga hann um hringtorgið í Sundahöfn snemma í morgun. Rafallinn tollir á vagninum og hefur starfsmönnum ET flutningafyrirtækisins tekist að flytja vagninn inn á athafnasvæði sitt við Sundahöfn þannig að þar eru engar umferðartafir lengur.

Innlent
Fréttamynd

Segir vanda Bandaríkjanna leystan

Takk Ísland, þið megið eiga Fischer, segir í fyrirsögn á vefútgáfu bandaríska blaðsins <em>Rocky Mountain News</em>. Þar segir að Íslendingum hafi nú fjölgað um einn og það sé vandræðaskákmaðurinn og gyðingahatarinn Bobby Fischer. Segir í grein blaðsins að þar með sé búið að leysa vanda Japans og það kunni að leysa vanda Bandaríkjanna að hann fari til Íslands.

Erlent
Fréttamynd

Segir leikskóla ekki gjaldfrjálsa

Frjálshyggjufélagið segir áform borgarstjóra um að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla innan ársins 2008 einungis millifærslu á fjármunum í gegnum skatta frá þeim sem ekki nýti sér þjónustuna til þeirra sem nýti hana. Í ályktun, sem félagið sendi frá sér í dag, segir að þjónustan sé ekki gjaldfrjáls og með því að bjóða upp á ókeypis leikskóla í borginni sé verið að mismuna þeim sem ekki geti eða vilji eignast börn og hinum sem vilji það og geti.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan ekki beðin um aðstoð

Enn hefur engin formleg beiðni um aðstoð borist hingað til lands frá þýskum lögregluyfirvöldum um aðstoð við rannsókn máls þeirra tveggja skipverja á Hauki ÍS sem handteknir voru í Bremerhaven með mikið magn fíkniefna í fórum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Í verkfalli í þrettán ár

Verkamenn í valhnetuvinnslu í Kaliforníu hafa ákveðið að binda enda á verkfall sem staðið hafði í þrettán og hálft ár. Meðlimir verkalýðsfélagsins lögðu niður störf verksmiðjuna í september 1991 vegna kjaradeilu. Nú hafa þeir loks samþykkt nýjan fimm ára kjarasamning. Flestir eru þeir þó fyrir löngu búnir að ráða sig annað. 

Erlent
Fréttamynd

Áttatíu uppreisnarmönnum banað

Bandarískar og íraskar hersveitir réðust til atlögu við íraska uppreisnarmenn í fyrradag og lyktaði þeim átökum með að 80 skæruliðar lágu í valnum.

Erlent
Fréttamynd

Áratuga málarekstur

Draugar fortíðarinnar halda áfram að elta John Demjanjuk, 84 ára gamlan Bandaríkjamann af úkraínsku bergi brotnu.

Erlent
Fréttamynd

21 prósenta launahækkun

Starfsmenn og eigendur Íslenska járnblendifélagsins hafa samþykkt kjarasamning sín á milli. Samkvæmt samningnum fá starfsmenn félagsins um 21 prósenta launahækkun á samningstímanum.

Innlent
Fréttamynd

Gekk berserksgang á lögreglustöð

Sunnlenskur atvinnurekandi gekk berserksgang á lögreglustöðinni á Selfossi í gær þegar hann ætlaði að sækja þangað íslenskan ökumann sinn sem hafði verið stöðvaður fyrir of hraðan akstur og með útrunnið ökuskírteini. Hafði ökumaðurinn verið að aka pólskum starfsmanni atvinnurekendans til vinnu í uppsveitum Árnesssýslu en Pólverjinn hafði ekki atvinnuréttindi.

Innlent
Fréttamynd

Meiri þjónusta um páskana en áður

Páskahelgin sem er fram undan verður væntanlega sú síðasta sem verulega verður dregið úr þjónustu lögum samkvæmt en þó verður þjónusta á höfuðborgarsvæðinu heldur meiri nú en verið hefur.

Innlent
Fréttamynd

Konunglegur lögskilnaður

Jóakim Danaprins og Alexandra prinsessa hafa nú sótt um formlegan skilnað, réttu hálfu ári eftir að tilkynnt var að þau væru skilin að borði og sæng.

Erlent
Fréttamynd

Skilyrði til að tryggja jafnræði

Samkeppnisráð hefur sett víðtæk skilyrði fyrir samruna á fjarskipta- og fjölmiðlamörkuðum. Er það gert til að samkeppni við fyrirtækjablokkir Símans og Og Vodafone verði ekki útilokuð og til að tryggja hag neytenda.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Maður lést í bílslysi

Ungur ökumaður á nítjánda ári lést í umferðarslysi á Ólafsfjarðarvegi í gær. Slysið varð skammt sunnan við bæinn Rauðuvík í Rauðuvíkurbrekkum. Bíllinn fór fram af háum bakka og lent í stórgrýti í flæðarmálinu. 

Innlent
Fréttamynd

Greip rúðubrjóta í Kópavogi

Lögreglan í Kópavogi handtók fjóra unglingspilta en tveir komust undan eftir að þeir höfðu brotið þrjár rúður í Grunnskólanum við Digranesveg. Vitað er hverjir sluppu en hópurinn er grunaður um að hafa brotið tvær rúður í sama skóla í fyrrakvöld. Þetta eru hrein og klár skemmdarverk, að sögn lögreglu, því piltarnir brutu ekki rúðurnar til að komast inn í skólann.

Innlent
Fréttamynd

Ökumaður sendibíls drepinn

Ökumaður sendibíls var skotinn til bana af lögreglunni í Bretlandi í morgun eftir að hafa ekið á móti umferð og ógnað lögreglumönnum í kjölfarið.

Erlent
Fréttamynd

Til heiðurs Vigdísi

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gærmorgun að styrkja alþjóðlega ráðstefnu til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur um 2,5 milljónir.

Innlent