Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Bjarki Sigurðsson skrifar 20. ágúst 2025 18:05 Arnar Gauti Arnarsson er einn af eigendum Happy Hydrate. Vísir Íslenska steinefnadrykkjafyrirtækið Happy Hydrate hefur hafið sölu á orkudrykkjum. Skammt er síðan stjórnarmaður í Ölgerðinni rakkaði drykkinn niður á samfélagsmiðlum, en fyrirtækin eru í virkri samkeppni. Fyrr í sumar fjallaði DV um færslur á Instagram frá Gerði Arinbjarnardóttur, oftast kennda við verslun sína Blush, þar sem hún fjallaði um vörur Happy Hydrate á neikvæðan máta. Sagði hún drykki fyrirtækisins „ógeðslega vonda“. Baðst síðar afsökunar „Ég get ekki drukkið það, sorrí mín skoðun. Þarf ekki að endurspegla mat þjóðarinnar. Núna voru þeir að byrja að selja þetta kreatín. Það er meiri viðbjóðurinn. Er fólk bara að drekka þetta og þykjast að þetta sé algjört æði? Það er algjört lágmark að ef þú ætlar að gera eitthvað svona að það sé vottur af góðu bragði af þessu,“ sagði Gerður. Þá sagðist hún frekar drekka Gatorade þegar hana vanti steinefni. Athygli vakti að Gerður er stjórnarmaður í Ölgerðinni sem flytur einmitt inn Gatorade og því í virkri samkeppni við Happy Hydrate. Einkennileg gagnrýni Arnar Gauti Arnarsson, eigandi Happy Hydrate, segir í samtali við fréttastofu að hann sé þakklátur Gerði fyrir umfjöllunina. Hins vegar þyki honum einkennilegt að stjórnarkona samkeppnisaðila rakki þá niður á samfélagsmiðlum. „Við erum stöðugt að þróa vöruna með íslenskum næringarfræðingum og leggjum sérstaka áherslu á gæði innihaldsefna og því eru öll bragðefni náttúruleg, þó það geti stundum haft áhrif á bragðið,“ segir Arnar Gauti. Tímasetningin tilviljun Forsvarsmenn fyrirtækisins gáfu lítið fyrir gagnrýni Gerðar og fóru þess í stað í innrás inn á annan markað Ölgerðarinnar, orkudrykkjamarkaðinn. Fyrirtækið hóf nýlega sölu á Happy Hydrate Energy Xpress. „Orkudrykkjamarkaðurinn hefur vaxið hratt og notið mikilla vinsælda síðustu tíu ár. Við sáum þar spennandi tækifæri til að koma inn með okkar eigin vöru, drykk í stikuformi sem leggur áherslu á heilsu, án óþarfa aukaefna og sem er jafnframt tannvænn,“ segir Arnar Gauti. Hann segir hafa verið leiðinlegt að sjá færslur Gerðar, en hann vilji ekki svara í sömu mynt. Þá er tilviljun að þeir auki samkeppni við Ölgerðina skömmu eftir færslurnar. „Varan hefur verið í þróun í rúmt ár því var tímasetningin ekki skipulögð, en hún er vissulega heppileg. Við erum mjög spennt að heyra hvernig henni finnst nýja epla- og kívíbragðið smakkast,“ segir Arnar Gauti glettinn. Samkeppnismál Orkudrykkir Ölgerðin Drykkir Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Fyrr í sumar fjallaði DV um færslur á Instagram frá Gerði Arinbjarnardóttur, oftast kennda við verslun sína Blush, þar sem hún fjallaði um vörur Happy Hydrate á neikvæðan máta. Sagði hún drykki fyrirtækisins „ógeðslega vonda“. Baðst síðar afsökunar „Ég get ekki drukkið það, sorrí mín skoðun. Þarf ekki að endurspegla mat þjóðarinnar. Núna voru þeir að byrja að selja þetta kreatín. Það er meiri viðbjóðurinn. Er fólk bara að drekka þetta og þykjast að þetta sé algjört æði? Það er algjört lágmark að ef þú ætlar að gera eitthvað svona að það sé vottur af góðu bragði af þessu,“ sagði Gerður. Þá sagðist hún frekar drekka Gatorade þegar hana vanti steinefni. Athygli vakti að Gerður er stjórnarmaður í Ölgerðinni sem flytur einmitt inn Gatorade og því í virkri samkeppni við Happy Hydrate. Einkennileg gagnrýni Arnar Gauti Arnarsson, eigandi Happy Hydrate, segir í samtali við fréttastofu að hann sé þakklátur Gerði fyrir umfjöllunina. Hins vegar þyki honum einkennilegt að stjórnarkona samkeppnisaðila rakki þá niður á samfélagsmiðlum. „Við erum stöðugt að þróa vöruna með íslenskum næringarfræðingum og leggjum sérstaka áherslu á gæði innihaldsefna og því eru öll bragðefni náttúruleg, þó það geti stundum haft áhrif á bragðið,“ segir Arnar Gauti. Tímasetningin tilviljun Forsvarsmenn fyrirtækisins gáfu lítið fyrir gagnrýni Gerðar og fóru þess í stað í innrás inn á annan markað Ölgerðarinnar, orkudrykkjamarkaðinn. Fyrirtækið hóf nýlega sölu á Happy Hydrate Energy Xpress. „Orkudrykkjamarkaðurinn hefur vaxið hratt og notið mikilla vinsælda síðustu tíu ár. Við sáum þar spennandi tækifæri til að koma inn með okkar eigin vöru, drykk í stikuformi sem leggur áherslu á heilsu, án óþarfa aukaefna og sem er jafnframt tannvænn,“ segir Arnar Gauti. Hann segir hafa verið leiðinlegt að sjá færslur Gerðar, en hann vilji ekki svara í sömu mynt. Þá er tilviljun að þeir auki samkeppni við Ölgerðina skömmu eftir færslurnar. „Varan hefur verið í þróun í rúmt ár því var tímasetningin ekki skipulögð, en hún er vissulega heppileg. Við erum mjög spennt að heyra hvernig henni finnst nýja epla- og kívíbragðið smakkast,“ segir Arnar Gauti glettinn.
Samkeppnismál Orkudrykkir Ölgerðin Drykkir Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira