Erlent

Verslunarmiðstöð sprengd í Beirút

Tveir týndu lífi þegar sprengja sprakk í verslunarmiðstöð norður af Beirút í Líbanon í morgun. Fimm slösuðust. Veggir verslunarmiðstöðvarinnar þeyttust nánast út og þakið hrundi þegar sprengjan sprakk. Miðstöðin var lokuð þegar atvikið varð og því er talið að ekki hafi fleiri farist. Björgunarsveitir leita þó í rústunum. Sprengjan sprakk í hverfi kristinna andstæðinga sýrlenska hersetuliðsins en þetta er í annað sinn á fimm dögum sem sprengja springur á þessu svæði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×