Fréttir Sprengt við ræðismannsskrifstofu Tvær heimatilbúnar handsprengjur voru sprengdar fyrir utan bresku ræðismannsskrifstofuna í New York í gærmorgun. Íslenska ræðismannsskrifstofan stendur þar steinsnar frá. Erlent 13.10.2005 19:10 Páfabíllinn sleginn Búið er að selja Volkswagen Golf bifreiðina sem var í eigu Josef Ratzinger, nú Benedikts XVI páfa, á uppboðsvefnum eBay. Erlent 13.10.2005 19:10 Jafnstórar fylkingar í Frakklandi Franska þjóðin skiptist nú í jafnstórar fylkingar í afstöðu sinni til stjórnarskrár Evrópusambandsins, rúmum þremur vikum áður en gengið verður til kosninga um hana. Samkvæmt skoðanakönnun sem gerð varð fyrir tímaritið <em>Paris Match</em> og birt var í dag er helmingur á móti stjórnarskránni og jafnhátt hlutfall fylgjandi henni, en aðeins níu prósent aðspurðra sögðust ekki hafa gert upp hug sinn. Erlent 13.10.2005 19:10 Kosningar í Palestínu Sveitarstjórnarkosningar voru haldnar í fjölda bæja á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu í gær. Úrslit þeirra þykja gefa fyrirheit um lyktir þingkosninganna sem haldnar verða í júlí. Erlent 13.10.2005 19:10 Dagur eldri borgara í kirkjum Dagur eldri borgara er í kirkjum landsins í dag, á uppstigningardegi. Af því tilefni bjóða margar kirkjur til guðsþjónustu sem sérstaklega er tileinkuð öldruðum. Aldraðir taka þá virkan þátt í guðsþjónustunni, svo sem með ritningalestrum, söng og bænalestri. Gjarnan er boðið til kaffisamsætis að guðsþjónustu lokinni þar sem gefst tækifæri til uppbyggilegrar og ánægjulegrar samveru að því er fram kemur á vef þjóðkirkjunnar. Innlent 13.10.2005 19:10 Ekki saksóttur fyrir dráp á Íraka Bandarískur hermaður sem skaut særðan og óvopnaðan Íraka til bana úr návígi verður ekki sóttur til saka. Framganga hans var í samræmi við reglur hersins. Erlent 13.10.2005 19:10 Lítið traust borið til Howard "Afrek Howards var að byggja sér upp orðstír stjórnmálamanns sem kjósendum gæti líkað enn verr við en Tony Blair." Þetta var dómur leiðaragreinar í The Times í gær yfir frammistöðu Michaels Howard, leiðtoga Íhaldsflokksins, í kosningabaráttunni. Erlent 13.10.2005 19:10 Samþykkt að kallað herliðið heim Búlgarska þingið samþykkti í dag áætlun ríkisstjórnar landsins um brottflutning allra búlgarskra hermanna frá Írak fyrir lok þessa ár. Fyrstu hermennirnir halda heim í lok næsta mánaðar en allir hermennirnir 450 verða komnir til síns heima fyrir næstu áramót. Mikil andstaða hefur verið við Íraksstríðið í Búlgaríu og eru þrír af hverjum fjórum Búlgörum andvígir því að búlgarskir hermenn séu í Írak. Erlent 13.10.2005 19:10 Fitandi að synda í köldu vatni Það hefur löngum þótt bæði hreystimerki og hressandi að fá sér sundsprett í ísköldu vatni. Hópur vísindamanna við háskólann í Flórída ákvað að kanna hvort að það væri jafnhollt og hressileikinn gefur til kynna. Erlent 13.10.2005 19:10 Samið um þingkosningar í Líbanon Forseti Líbanons, Emile Lahoud, samþykkti í dag tillögu ríkisstjórnarinnar um að halda þingkosningar í landinu á tímabilinu 29. maí til 19. júní. Um leið hvatti hann þingið til að breyta umdeildum kosningalögum til þess að reyna að lægja óánægjuöldurnar í landinu. Erlent 13.10.2005 19:10 Stríðsloka víða minnst Danir fögnuðu því í gær að sextíu ár eru liðin síðan land þeirra var frelsað undan oki nasista. Í Auschwitz minntust menn hins vegar helfararinnar gegn gyðingum. Erlent 13.10.2005 19:10 Fjöldi manns hjólar í vinnuna Í tilefni af fyrirtækjakeppninni Hjólað í vinnuna stóð Íþróttasamband Íslands fyrir Hjólalestinni í gær. Lestin lagði af stað úr Nauthólsvíkinni eftir hádegi og hjóluðu fleiri en 250 manns sem leið lá niður í Laugardal þar sem fjölskylduskemmtun beið þátttakenda. Innlent 13.10.2005 19:10 Má vera veitingahús Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Vesturbrú ehf. hafi verið heimilt að breyta verslunarhúsnæði í veitingahús í fjöleignarhúsi í miðborg Reykjavíkur. Aðrir eigendur í húsinu höfðu kvartað undan því að breytingarnar hefðu valdið raski en í eignaskiptayfirlýsingu var þar gert ráð fyrir verslunarhúsnæði. Innlent 13.10.2005 19:10 Kröfu vísað frá Kröfu Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar á hendur leigusölum sínum var vísað frá í Hæstarétti á grundvelli þess að leigusamningnum var aldrei þinglýst. Hitaveitan taldi sig eiga forkaupsrétt á landspildu samkvæmt leigusamningi en þegar eigendur landsins seldu reyndist forkaupsrétturinn ekki standast fyrir dómi. Innlent 13.10.2005 19:10 Bensínstöð á Landspítalalóð Fjölmargir starfsmenn Landspítala - háskólasjúkrahúss telja fyrirætlanir um að reisa bensínstöð við lóð LSH brot á samkomulagi ríkisins og Reykjavíkurborgar um samráð frá því í apríl í fyrra. Þetta er mat Ólafs F. Magnússonar, borgarfulltrúa F-lista. Innlent 13.10.2005 19:10 Rannsaka sprengjutilræði Lögregla í New York í Bandaríkjunum reynir nú ásamt sérfræðingum í hryðjuverkum og alríkislögreglunni að komast að því hver hafi komið fyrir tveimur sprengjum sem sprungu fyrir utan ræðismannsskrifstofu Bretlands í borginni í morgun. Um var að ræða heimatilbúnar sprengjur sem sprungu með nokkurra sekúndna millibili fyrir utan skrifstofuna og voru þær svo öflugar að gluggar splundruðust og framhlið byggingarinnar skemmdist nokkuð. Erlent 13.10.2005 19:10 Minntust fórnarlamba Helfarar Fjöldi manna safnaðist saman við hinar alræmdu útrýmingarbúðir nasista í Auschwitz í Póllandi í dag til þess að taka þátt í Göngu hinna lifandi á svokölluðum minningardegi um Helförina. Gangan hefur verið árviss viðburður í 17 ár en gengið er um þriggja kílómetra leið að Birkenau-búðunum þar sem þeirra sem létust í búðunum verður minnst. Erlent 13.10.2005 19:10 Stúlka á Akureyri slapp vel Ekið var á stúlku á tíunda ári á Hörgárbraut á Akureyri um fjögurleytið í gær. Stúlkan var á hjóli og var á leið yfir gangbraut þegar bíll kom aðvífandi og ók á hana. Sem betur fer var bíllinn ekki á mikilli ferð og stúlkan með hjálm. Innlent 13.10.2005 19:10 Skotar í forystu Skotar, sem hafa unað því misjafnlega síðustu aldirnar að lúta stjórn Englendinga, virðast nú sífellt vera að auka áhrif sín í breskum stjórnmálum. Erlent 13.10.2005 19:10 Stefnir í söguleg úrslit Það stefnir allt í söguleg úrslit í kosningunum í Bretlandi þar sem kjörstöðum verður lokað eftir nokkrar stundir. Þau eru söguleg að því leyti að Tony Blair er á góðri leið með að verða fyrsti leiðtogi Verkamannaflokksins til að sitja þrjú kjörtímabil í röð. Erlent 13.10.2005 19:10 Íslendingar í laxveiði til útlanda Laxveiðiár hér á landi eru sífellt að verða dýrari og eru íslenskir veiðimenn farnir að leita í auknum mæli til útlanda til að stunda þessa iðju. Innlent 13.10.2005 19:10 Blaðið kemur út á morgun <em>Blaðið</em>, nýtt dagblað, lítur dagsins ljós á morgun. Því verður dreift inn á 75 þúsund heimili og vinnustaði. Það er útgáfufélagið Ár og dagur sem gefur blaðið út og verður því dreift ókeypis á höfuðborgarsvæðinu til að byrja með en möguleikar eru á enn meiri dreifingu. Innlent 13.10.2005 19:10 Tíu létust í flugslysi í A-Kongó Tíu fórust þegar flugvél hrapaði til jarðar nærri borginni Kisangani í Austur-Kongó í gærdag. Frá þessu greindu flugmálayfirvöld á svæðinu í dag. Alls voru tólf manns um borð, þar af sex manna úkraínsk áhöfn sem lést öll, en einn komst lífs af og þá er leitað að öðrum. Flugvélin flutti, auk farþeganna, mat og sápu, en hún var rússnesk af Antonov-gerð. Erlent 13.10.2005 19:10 Banaslys á Breiðholtsbraut Ung kona beið bana í bílslysi á Breiðholtsbraut í morgun. Vegfarandi tilkynnti slysið til lögreglu klukkan níu í morgun en ekki er vitað nákvæmlega hvenær það átti sér stað. Konan, sem er á tvítugsaldri, ók bíl sínum í norðaustur eftir Breiðholtsbraut. Skammt frá Norðlingaholti virðist sem hún hafi ekið á vegrið og farið eftir því öfugum megin og bíllinn síðan oltið fram af veginum, en nokkur halli er þar niður þar sem reiðgöng eru undir veginum á þessum stað. Innlent 13.10.2005 19:10 Landspítali sýknaður Hæstiréttur sýknaði Landspítala - háskólasjúkrahús af kröfum hjúkrunarfræðings sem taldi ólögmætar breytingar hafa verið gerðar á starfi hennar og verksviði þegar Landspítalinn og Borgarspítalinn sameinuðust. Hjúkrunarfræðingurinn vildi meina að öll meðferð hennar mála hefði verið verulegum annmörkum háð. Innlent 13.10.2005 19:10 Blaðið kemur út í dag Nýtt dagblað, Blaðið, hefur göngu sína í dag. Blaðinu verður dreift með póstinum og berst það til einstaklinga og fyrirtækja á tímabilinu frá níu og fram yfir hádegi. Dreifingin verður fyrst um sinn til allra heimila og fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 13.10.2005 19:10 Sprenging við ræðismannsskrifstofu Sprenging varð utan við ræðismannsskrifstofu Bretlands í New York í morgun. <em>CNN</em> greinir frá því að blómapottur hafi sprungið í loft upp og virðist sem að um heimatilbúna sprengju eða litla handsprengju hafi verið að ræða. Sjónarvottar segjast hafa heyrt tvær sprengingar með nokkurra sekúndna millibili. Nokkrar skemmdir urðu á framhlið byggingarinnar, gluggar splundruðust en engan sakaði enda hánótt í New York. Erlent 13.10.2005 19:10 Bannað að dilla bossanum Fulltrúadeild ríkisþingsins í Texas samþykkti í gær heldur óvenjleg lög, en samkvæmt þeim mega klappstýrur á íþróttaleikjum í menntaskólum ekki hvetja áfram lið og áhorfendur með djörfum hreyfingum eins og að dilla bossanum. Mikil hefð er fyrir því í Bandaríkjunum að klappstýrur hvetji áfram íþróttalið og leiki listir sínar í leikhléum á kappleikjum. Erlent 13.10.2005 19:10 Síbrotamaður dæmdur Hæstiréttur dæmdi á miðvikudaginn þrítugan Reykvíking í átta mánaða fangelsi fyrir þjófnað. Maðurinn stal 18 feta rörabát og utanborðsmótor alls að verðmæti 3,8 milljón krónur. Lögreglan í Hafnarfirði hafði hendur í hári mannsins en þá hafði hann tekið utanborðsmótorinn af og brotið niður og kippt víra í stjórnborðspúlti bátsins. Innlent 13.10.2005 19:10 Skipta 6 milljarða lottóvinningi Tíu Ítalír duttu heldur betur í lukkupottinn í gær þegar stærsti vinningur sem nokkur tíma hefur verið í lottói í landinu var dreginn út. Vinningshafarnir tíu voru allir með sex stafa talnaröð rétta á lottómiða sem þeir keyptu á litlum bar í útjaðri Mílanóborgar. Þeir deila með sér 72 milljónum evra, eða tæpum sex milljörðum króna, en þess má geta að enginn hafði verið með sex tölur réttar í lottóinu í heila sjö mánuði og því var vinningsupphæðin svo há. Erlent 13.10.2005 19:10 « ‹ ›
Sprengt við ræðismannsskrifstofu Tvær heimatilbúnar handsprengjur voru sprengdar fyrir utan bresku ræðismannsskrifstofuna í New York í gærmorgun. Íslenska ræðismannsskrifstofan stendur þar steinsnar frá. Erlent 13.10.2005 19:10
Páfabíllinn sleginn Búið er að selja Volkswagen Golf bifreiðina sem var í eigu Josef Ratzinger, nú Benedikts XVI páfa, á uppboðsvefnum eBay. Erlent 13.10.2005 19:10
Jafnstórar fylkingar í Frakklandi Franska þjóðin skiptist nú í jafnstórar fylkingar í afstöðu sinni til stjórnarskrár Evrópusambandsins, rúmum þremur vikum áður en gengið verður til kosninga um hana. Samkvæmt skoðanakönnun sem gerð varð fyrir tímaritið <em>Paris Match</em> og birt var í dag er helmingur á móti stjórnarskránni og jafnhátt hlutfall fylgjandi henni, en aðeins níu prósent aðspurðra sögðust ekki hafa gert upp hug sinn. Erlent 13.10.2005 19:10
Kosningar í Palestínu Sveitarstjórnarkosningar voru haldnar í fjölda bæja á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu í gær. Úrslit þeirra þykja gefa fyrirheit um lyktir þingkosninganna sem haldnar verða í júlí. Erlent 13.10.2005 19:10
Dagur eldri borgara í kirkjum Dagur eldri borgara er í kirkjum landsins í dag, á uppstigningardegi. Af því tilefni bjóða margar kirkjur til guðsþjónustu sem sérstaklega er tileinkuð öldruðum. Aldraðir taka þá virkan þátt í guðsþjónustunni, svo sem með ritningalestrum, söng og bænalestri. Gjarnan er boðið til kaffisamsætis að guðsþjónustu lokinni þar sem gefst tækifæri til uppbyggilegrar og ánægjulegrar samveru að því er fram kemur á vef þjóðkirkjunnar. Innlent 13.10.2005 19:10
Ekki saksóttur fyrir dráp á Íraka Bandarískur hermaður sem skaut særðan og óvopnaðan Íraka til bana úr návígi verður ekki sóttur til saka. Framganga hans var í samræmi við reglur hersins. Erlent 13.10.2005 19:10
Lítið traust borið til Howard "Afrek Howards var að byggja sér upp orðstír stjórnmálamanns sem kjósendum gæti líkað enn verr við en Tony Blair." Þetta var dómur leiðaragreinar í The Times í gær yfir frammistöðu Michaels Howard, leiðtoga Íhaldsflokksins, í kosningabaráttunni. Erlent 13.10.2005 19:10
Samþykkt að kallað herliðið heim Búlgarska þingið samþykkti í dag áætlun ríkisstjórnar landsins um brottflutning allra búlgarskra hermanna frá Írak fyrir lok þessa ár. Fyrstu hermennirnir halda heim í lok næsta mánaðar en allir hermennirnir 450 verða komnir til síns heima fyrir næstu áramót. Mikil andstaða hefur verið við Íraksstríðið í Búlgaríu og eru þrír af hverjum fjórum Búlgörum andvígir því að búlgarskir hermenn séu í Írak. Erlent 13.10.2005 19:10
Fitandi að synda í köldu vatni Það hefur löngum þótt bæði hreystimerki og hressandi að fá sér sundsprett í ísköldu vatni. Hópur vísindamanna við háskólann í Flórída ákvað að kanna hvort að það væri jafnhollt og hressileikinn gefur til kynna. Erlent 13.10.2005 19:10
Samið um þingkosningar í Líbanon Forseti Líbanons, Emile Lahoud, samþykkti í dag tillögu ríkisstjórnarinnar um að halda þingkosningar í landinu á tímabilinu 29. maí til 19. júní. Um leið hvatti hann þingið til að breyta umdeildum kosningalögum til þess að reyna að lægja óánægjuöldurnar í landinu. Erlent 13.10.2005 19:10
Stríðsloka víða minnst Danir fögnuðu því í gær að sextíu ár eru liðin síðan land þeirra var frelsað undan oki nasista. Í Auschwitz minntust menn hins vegar helfararinnar gegn gyðingum. Erlent 13.10.2005 19:10
Fjöldi manns hjólar í vinnuna Í tilefni af fyrirtækjakeppninni Hjólað í vinnuna stóð Íþróttasamband Íslands fyrir Hjólalestinni í gær. Lestin lagði af stað úr Nauthólsvíkinni eftir hádegi og hjóluðu fleiri en 250 manns sem leið lá niður í Laugardal þar sem fjölskylduskemmtun beið þátttakenda. Innlent 13.10.2005 19:10
Má vera veitingahús Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Vesturbrú ehf. hafi verið heimilt að breyta verslunarhúsnæði í veitingahús í fjöleignarhúsi í miðborg Reykjavíkur. Aðrir eigendur í húsinu höfðu kvartað undan því að breytingarnar hefðu valdið raski en í eignaskiptayfirlýsingu var þar gert ráð fyrir verslunarhúsnæði. Innlent 13.10.2005 19:10
Kröfu vísað frá Kröfu Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar á hendur leigusölum sínum var vísað frá í Hæstarétti á grundvelli þess að leigusamningnum var aldrei þinglýst. Hitaveitan taldi sig eiga forkaupsrétt á landspildu samkvæmt leigusamningi en þegar eigendur landsins seldu reyndist forkaupsrétturinn ekki standast fyrir dómi. Innlent 13.10.2005 19:10
Bensínstöð á Landspítalalóð Fjölmargir starfsmenn Landspítala - háskólasjúkrahúss telja fyrirætlanir um að reisa bensínstöð við lóð LSH brot á samkomulagi ríkisins og Reykjavíkurborgar um samráð frá því í apríl í fyrra. Þetta er mat Ólafs F. Magnússonar, borgarfulltrúa F-lista. Innlent 13.10.2005 19:10
Rannsaka sprengjutilræði Lögregla í New York í Bandaríkjunum reynir nú ásamt sérfræðingum í hryðjuverkum og alríkislögreglunni að komast að því hver hafi komið fyrir tveimur sprengjum sem sprungu fyrir utan ræðismannsskrifstofu Bretlands í borginni í morgun. Um var að ræða heimatilbúnar sprengjur sem sprungu með nokkurra sekúndna millibili fyrir utan skrifstofuna og voru þær svo öflugar að gluggar splundruðust og framhlið byggingarinnar skemmdist nokkuð. Erlent 13.10.2005 19:10
Minntust fórnarlamba Helfarar Fjöldi manna safnaðist saman við hinar alræmdu útrýmingarbúðir nasista í Auschwitz í Póllandi í dag til þess að taka þátt í Göngu hinna lifandi á svokölluðum minningardegi um Helförina. Gangan hefur verið árviss viðburður í 17 ár en gengið er um þriggja kílómetra leið að Birkenau-búðunum þar sem þeirra sem létust í búðunum verður minnst. Erlent 13.10.2005 19:10
Stúlka á Akureyri slapp vel Ekið var á stúlku á tíunda ári á Hörgárbraut á Akureyri um fjögurleytið í gær. Stúlkan var á hjóli og var á leið yfir gangbraut þegar bíll kom aðvífandi og ók á hana. Sem betur fer var bíllinn ekki á mikilli ferð og stúlkan með hjálm. Innlent 13.10.2005 19:10
Skotar í forystu Skotar, sem hafa unað því misjafnlega síðustu aldirnar að lúta stjórn Englendinga, virðast nú sífellt vera að auka áhrif sín í breskum stjórnmálum. Erlent 13.10.2005 19:10
Stefnir í söguleg úrslit Það stefnir allt í söguleg úrslit í kosningunum í Bretlandi þar sem kjörstöðum verður lokað eftir nokkrar stundir. Þau eru söguleg að því leyti að Tony Blair er á góðri leið með að verða fyrsti leiðtogi Verkamannaflokksins til að sitja þrjú kjörtímabil í röð. Erlent 13.10.2005 19:10
Íslendingar í laxveiði til útlanda Laxveiðiár hér á landi eru sífellt að verða dýrari og eru íslenskir veiðimenn farnir að leita í auknum mæli til útlanda til að stunda þessa iðju. Innlent 13.10.2005 19:10
Blaðið kemur út á morgun <em>Blaðið</em>, nýtt dagblað, lítur dagsins ljós á morgun. Því verður dreift inn á 75 þúsund heimili og vinnustaði. Það er útgáfufélagið Ár og dagur sem gefur blaðið út og verður því dreift ókeypis á höfuðborgarsvæðinu til að byrja með en möguleikar eru á enn meiri dreifingu. Innlent 13.10.2005 19:10
Tíu létust í flugslysi í A-Kongó Tíu fórust þegar flugvél hrapaði til jarðar nærri borginni Kisangani í Austur-Kongó í gærdag. Frá þessu greindu flugmálayfirvöld á svæðinu í dag. Alls voru tólf manns um borð, þar af sex manna úkraínsk áhöfn sem lést öll, en einn komst lífs af og þá er leitað að öðrum. Flugvélin flutti, auk farþeganna, mat og sápu, en hún var rússnesk af Antonov-gerð. Erlent 13.10.2005 19:10
Banaslys á Breiðholtsbraut Ung kona beið bana í bílslysi á Breiðholtsbraut í morgun. Vegfarandi tilkynnti slysið til lögreglu klukkan níu í morgun en ekki er vitað nákvæmlega hvenær það átti sér stað. Konan, sem er á tvítugsaldri, ók bíl sínum í norðaustur eftir Breiðholtsbraut. Skammt frá Norðlingaholti virðist sem hún hafi ekið á vegrið og farið eftir því öfugum megin og bíllinn síðan oltið fram af veginum, en nokkur halli er þar niður þar sem reiðgöng eru undir veginum á þessum stað. Innlent 13.10.2005 19:10
Landspítali sýknaður Hæstiréttur sýknaði Landspítala - háskólasjúkrahús af kröfum hjúkrunarfræðings sem taldi ólögmætar breytingar hafa verið gerðar á starfi hennar og verksviði þegar Landspítalinn og Borgarspítalinn sameinuðust. Hjúkrunarfræðingurinn vildi meina að öll meðferð hennar mála hefði verið verulegum annmörkum háð. Innlent 13.10.2005 19:10
Blaðið kemur út í dag Nýtt dagblað, Blaðið, hefur göngu sína í dag. Blaðinu verður dreift með póstinum og berst það til einstaklinga og fyrirtækja á tímabilinu frá níu og fram yfir hádegi. Dreifingin verður fyrst um sinn til allra heimila og fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 13.10.2005 19:10
Sprenging við ræðismannsskrifstofu Sprenging varð utan við ræðismannsskrifstofu Bretlands í New York í morgun. <em>CNN</em> greinir frá því að blómapottur hafi sprungið í loft upp og virðist sem að um heimatilbúna sprengju eða litla handsprengju hafi verið að ræða. Sjónarvottar segjast hafa heyrt tvær sprengingar með nokkurra sekúndna millibili. Nokkrar skemmdir urðu á framhlið byggingarinnar, gluggar splundruðust en engan sakaði enda hánótt í New York. Erlent 13.10.2005 19:10
Bannað að dilla bossanum Fulltrúadeild ríkisþingsins í Texas samþykkti í gær heldur óvenjleg lög, en samkvæmt þeim mega klappstýrur á íþróttaleikjum í menntaskólum ekki hvetja áfram lið og áhorfendur með djörfum hreyfingum eins og að dilla bossanum. Mikil hefð er fyrir því í Bandaríkjunum að klappstýrur hvetji áfram íþróttalið og leiki listir sínar í leikhléum á kappleikjum. Erlent 13.10.2005 19:10
Síbrotamaður dæmdur Hæstiréttur dæmdi á miðvikudaginn þrítugan Reykvíking í átta mánaða fangelsi fyrir þjófnað. Maðurinn stal 18 feta rörabát og utanborðsmótor alls að verðmæti 3,8 milljón krónur. Lögreglan í Hafnarfirði hafði hendur í hári mannsins en þá hafði hann tekið utanborðsmótorinn af og brotið niður og kippt víra í stjórnborðspúlti bátsins. Innlent 13.10.2005 19:10
Skipta 6 milljarða lottóvinningi Tíu Ítalír duttu heldur betur í lukkupottinn í gær þegar stærsti vinningur sem nokkur tíma hefur verið í lottói í landinu var dreginn út. Vinningshafarnir tíu voru allir með sex stafa talnaröð rétta á lottómiða sem þeir keyptu á litlum bar í útjaðri Mílanóborgar. Þeir deila með sér 72 milljónum evra, eða tæpum sex milljörðum króna, en þess má geta að enginn hafði verið með sex tölur réttar í lottóinu í heila sjö mánuði og því var vinningsupphæðin svo há. Erlent 13.10.2005 19:10