Innlent

Kröfu vísað frá

Kröfu Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar á hendur leigusölum sínum var vísað frá í Hæstarétti á grundvelli þess að leigusamningnum var aldrei þinglýst. Hitaveitan taldi sig eiga forkaupsrétt á landspildu samkvæmt leigusamningi en þegar eigendur landsins seldu reyndist forkaupsrétturinn ekki standast fyrir dómi. Hitaveitan krafðist þess að fá að kaupa spilduna á verði í réttu hlutfalli við verðið sem eigendurnir fengu fyrir landið allt. En þar sem samningurinn var ekki þinglýstur var hinn nýi landeigandi grunlaus um forkaupsréttinn og því stóðst krafa hitaveitunnar ekki fyrir dómi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×