Innlent

Bensínstöð á Landspítalalóð

Fjölmargir starfsmenn Landspítala - háskólasjúkrahúss telja fyrirætlanir um að reisa bensínstöð við lóð LSH brot á samkomulagi ríkisins og Reykjavíkurborgar um samráð frá því í apríl í fyrra. Þetta er mat Ólafs F. Magnússonar, borgarfulltrúa F-lista. Í samkomulaginu er heimiluð 30 þúsund fermetra bygging á svæði Umferðarmiðstöðvarinnar, þar af úthlutar borgin LSH og stofnunum Háskólans sem tengjast spítalanum um 23 þúsund fermetra. Þegar umhverfismat á færslu Hringbrautar var gert var aldrei rætt um bensínstöð enda aldrei gert ráð fyrir slíku á lóð Háskólasjúkrahússins. Í samningi borgarinnar við Ker frá því í desember er gert ráð fyrir að bensín- og þjónustustöð við Geirsgötu þurfi að víkja vegna fyrirhugaðs tónlistar- og ráðstefnuhúss. Í staðinn var Keri heitið 4.000 fermetra lóð undir bensín- og bílaþjónustustöð við Umferðarmiðstöðina. Ólafur telur að borgin verði að endurskoða þessa ákvörðun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×