Innlent

Síbrotamaður dæmdur

Hæstiréttur dæmdi á miðvikudaginn þrítugan Reykvíking í átta mánaða fangelsi fyrir þjófnað. Maðurinn stal 18 feta rörabát og utanborðsmótor alls að verðmæti 3,8 milljón krónur. Lögreglan í Hafnarfirði hafði hendur í hári mannsins en þá hafði hann tekið utanborðsmótorinn af og brotið niður og kippt víra í stjórnborðspúlti bátsins. Maðurinn hefur sjö sinnum áður verið dæmdur fyrir brot á hegningarlögnum og umferðarlögum og þótti háttsemi hans bera merki um skýran brotavilja. Sjálfur neitaði ákærði öllum sakargiftum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×