Innlent

Stúlka á Akureyri slapp vel

Ekið var á stúlku á tíunda ári á Hörgárbraut á Akureyri um fjögurleytið í gær. Stúlkan var á hjóli og var á leið yfir gangbraut þegar bíll kom aðvífandi og ók á hana. Sem betur fer var bíllinn ekki á mikilli ferð og stúlkan með hjálm. Stúlkan meiddist lítillega við slysið og var flutt á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. Að sögn lögreglu varð hún þó ekki fyrir neinum alvarlegum meiðslum og fær líklega að fara heim fljótlega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×