Erlent

Sprenging við ræðismannsskrifstofu

Sprenging varð utan við ræðismannsskrifstofu Bretlands í New York í morgun. CNN greinir frá því að blómapottur hafi sprungið í loft upp og virðist sem að um heimatilbúna sprengju eða litla handsprengju hafi verið að ræða. Sjónarvottar segjast hafa heyrt tvær sprengingar með nokkurra sekúndna millibili. Nokkrar skemmdir urðu á framhlið byggingarinnar, gluggar splundruðust en engan sakaði enda hánótt í New York. Lögregla hefur þó lokað af stóru svæði í grennd við ræðismannsskrifstofuna á Manhattan en skrifstofan er á horni 3. breiðgötu og 50. strætis. Sem stendur er leitað í ruslatunnum og undir bílum í grennd að öðrum hugsanlegum sprengjum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×