Erlent

Fitandi að synda í köldu vatni

Það hefur löngum þótt bæði hreystimerki og hressandi að fá sér sundsprett í ísköldu vatni. Hópur vísindamanna við háskólann í Flórída ákvað að kanna hvort að það væri jafnhollt og hressileikinn gefur til kynna. Niðurstöðurnar koma ugglaust mörgum á óvart. Það er fitandi að synda í köldu vatni. Vísindamennirnir fengu ellefu sjálfboðaliða til að synda bæði í heitu og köldu vatni og komust að því að þeir sem syntu í kalda vatninu borðuðu 44 prósentum fleiri kaloríur eftir köldu sundferðina. Þeir sem syntu í kalda vatninu léttust því til að mynda ekki jafn mikið og hinir og það að líkindum vegna átsins að sundsprettinum loknum. Líkamshiti sundmannanna í kalda vatninu lækkar við sundsprettinn og er það talið valda því að þeir girnast kaloríubombur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×