Innlent

Fjöldi manns hjólar í vinnuna

Í tilefni af fyrirtækjakeppninni Hjólað í vinnuna stóð Íþróttasamband Íslands fyrir Hjólalestinni í gær. Lestin lagði af stað úr Nauthólsvíkinni eftir hádegi og hjóluðu fleiri en 250 manns sem leið lá niður í Laugardal þar sem fjölskylduskemmtun beið þátttakenda. Fyrirtækjakeppnin er í fullum gangi og hafa 275 vinnustaðir skráð fleiri en 470 lið til keppni. Alls hafa um 4.600 keppendur hjólað meira en 80 þúsund kílómetra í átakinu. Enn er hægt að skrá lið í keppnina, sem lýkur 13. maí.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×