Fréttir Páfabíllinn sleginn Búið er að selja Volkswagen Golf bifreiðina sem var í eigu Josef Ratzinger, nú Benedikts XVI páfa, á uppboðsvefnum eBay. Erlent 13.10.2005 19:10 Jafnstórar fylkingar í Frakklandi Franska þjóðin skiptist nú í jafnstórar fylkingar í afstöðu sinni til stjórnarskrár Evrópusambandsins, rúmum þremur vikum áður en gengið verður til kosninga um hana. Samkvæmt skoðanakönnun sem gerð varð fyrir tímaritið <em>Paris Match</em> og birt var í dag er helmingur á móti stjórnarskránni og jafnhátt hlutfall fylgjandi henni, en aðeins níu prósent aðspurðra sögðust ekki hafa gert upp hug sinn. Erlent 13.10.2005 19:10 Kosningar í Palestínu Sveitarstjórnarkosningar voru haldnar í fjölda bæja á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu í gær. Úrslit þeirra þykja gefa fyrirheit um lyktir þingkosninganna sem haldnar verða í júlí. Erlent 13.10.2005 19:10 Dagur eldri borgara í kirkjum Dagur eldri borgara er í kirkjum landsins í dag, á uppstigningardegi. Af því tilefni bjóða margar kirkjur til guðsþjónustu sem sérstaklega er tileinkuð öldruðum. Aldraðir taka þá virkan þátt í guðsþjónustunni, svo sem með ritningalestrum, söng og bænalestri. Gjarnan er boðið til kaffisamsætis að guðsþjónustu lokinni þar sem gefst tækifæri til uppbyggilegrar og ánægjulegrar samveru að því er fram kemur á vef þjóðkirkjunnar. Innlent 13.10.2005 19:10 Ekki saksóttur fyrir dráp á Íraka Bandarískur hermaður sem skaut særðan og óvopnaðan Íraka til bana úr návígi verður ekki sóttur til saka. Framganga hans var í samræmi við reglur hersins. Erlent 13.10.2005 19:10 Fjarski í fullum rétti Samkvæmt úrskurði Hæstaréttar var Fjarski ehf. í fullum rétti er þeir leigðu út fjarskiptarásir í skúr sem Fjarski á á landareign Reykjahlíðar. Samkvæmt samningi frá 1971sem íslenska ríkið gerði við eigendur jarðarinnar um nýtingu jarðhita og byggingu mannvirkja því tengdu á Kröflusvæðinu þá var Fjarska fullheimilt að nýta skúrinn að vild. Innlent 13.10.2005 19:10 Ráðist gegn umsækjendum Enn er ráðist gegn umsækjendum um löggæslustörf í Írak. Í gær féllu ellefu manns í slíkri árás en auk þeirra fórst fjöldi fólks í árásum víða um landið. Erlent 13.10.2005 19:10 Gripnir fyrir akstur utan vega Þrír mótorhjólamenn voru gripnir fyrir akstur utan vega á norðanverðu Snæfellsnesi í gærkvöldi. Lögreglumenn á eftirlitsferð veittu athygli mannlausri bifreið með eftirvagn fyrir mótorhjól við Grákúlu, sem er eldgígur skammt frá Stykkishólmi. Frá bifreiðinni lágu hjólför sem lögreglumennirnir röktu meðal annars yfir mosavaxna hraunmöl. Innlent 13.10.2005 19:10 Mótmæla skiptingu vegafjár Bæjarstjórar á höfuðborgarsvæðinu ásamt borgarstjóra mótmæla skiptingu vegafjár. Þeir afhentu samgöngunefnd Alþingis sameiginlega athugasemdir sínar í byrjun vikunnar. Innlent 13.10.2005 19:10 Meðafli í kolmunna ekki vandi Fyrirhuguð lagabreyting, sem skyldar útgerðum að draga meðafla í uppsjávarveiðum frá kvóta, er meingallað að mati Magnúsar Þórs Hafsteinssonar þingmanns Frjálslynda flokksins. Hann hefur skilað séráliti í sjávarútvegsnefnd Alþingis vegna frumvarps sjávarútvegsráðherra til breytinga á lögum um nytjastofna sjávar. Innlent 13.10.2005 19:10 Eldur í fiskikörum á Stokkseyri Lögreglunni á Selfossi barst tilkynning um eld í þremur fiskikörum við frystihúsið á Stokkseyri rétt eftir klukkan tvö í nótt. Grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða. Samkvæmt lögreglunni á Selfossi urðu litlar skemmdir á frystihúsinu sjálfu en körin eru þó talin ónýt. Brunavarnir Árnessýslu komu á staðinn og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Innlent 13.10.2005 19:10 Óvissa um kosningaþátttöku Kjörstöðum í Bretlandi verður lokað klukkan níu í kvöld að íslenskum tíma og þá verða fyrstu útgönguspár birtar, þær hafa þó stundum ekki reynst alls kostar réttar en þetta ætti allt að liggja ljóst fyrir snemma í fyrramálið. Erlent 13.10.2005 19:10 Vilja hækka sektargreiðslur Kröfur komu fram á Alþingi í gær um að sektir fyrir að leggja ólöglega í bílastæði fatlaðra yrðu stórhækkaðar. Innlent 13.10.2005 19:10 SUF fylgjandi afnámi fyrningar Samband ungra framsóknarmanna hefur sent frá sér ályktun þar sem það hvetur til þess að frumvarp sem er nú til umfjöllunar í allsherjarnefnd, þess efnis að kynferðisbrot gegn börnum fyrnist ekki, verði að lögum frá Alþingi. Þá fagnar sambandið þeirri þjóðarvakningu sem hafi átt sér stað í samfélaginu um alvarleika kynferðisglæpa gegn börnum. Sérstaklega beri að fagna þeirri vinnu sem Stígamót og Blátt áfram hafi sinnt til að kynna málstaðinn. Innlent 13.10.2005 19:10 Rúmt tonn af sprengiefni finnst Lögregluyfirvöld í Grosní, höfuðborg Tsjetsjeníu, stöðvuðu í gær bifreið sem í voru 1,2 tonn af sprengiefninu TNT. Erlent 13.10.2005 19:10 Myndavél rænt af leikskóla Lögreglunni í Reykjavík barst tilkynning um hádegi í dag um að brotist hefði verið inn í leikskólann Hólaborg í Breiðholti og þaðan stolið stafrænni myndavél. Lögreglan segir að engin ummerki hafi verið um að brotist hafi verið inn í leikskólann og ekki ólíklegt að einhver hafi gleymt að læsa eftir á eftir sér í gær. Lögreglan biður þá sem urðu varir við eitthvað grunsamlegt í kringum leikskólann í morgun að hafa samband. Innlent 13.10.2005 19:10 Pólitísk ráðning á Höfða? Guðjón Guðmundsson, fyrrverandi alþingismaður, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Dvalarheimilisins Höfða á Akranesi. Sextán sóttu um stöðuna en Guðjón er með minnstu menntunina. Hann sat á Alþingi í tólf ár fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Annar umsækjandi segir mörgum þyki þetta merkileg ráðning. Innlent 13.10.2005 19:10 Sex um hverja lóð Mikil eftirspurn er eftir lóðum víðar en á suðvesturlandi eins og sannaðist við úthlutun tíu einbýlishúsalóða á Akureyri í gær. Innlent 13.10.2005 19:10 Rauða spjaldið á ofbeldi Birting, nýstofnuð samtök gegn ofbeldi, efna til samstöðu gegn ofbeldi á Ingólfstorgi í dag klukkan 17 þar sem ofbeldi verður sýnt rauða spjaldið. Innlent 13.10.2005 19:10 Síbrotamaður dæmdur Hæstiréttur dæmdi á miðvikudaginn þrítugan Reykvíking í átta mánaða fangelsi fyrir þjófnað. Maðurinn stal 18 feta rörabát og utanborðsmótor alls að verðmæti 3,8 milljón krónur. Lögreglan í Hafnarfirði hafði hendur í hári mannsins en þá hafði hann tekið utanborðsmótorinn af og brotið niður og kippt víra í stjórnborðspúlti bátsins. Innlent 13.10.2005 19:10 Skipta 6 milljarða lottóvinningi Tíu Ítalír duttu heldur betur í lukkupottinn í gær þegar stærsti vinningur sem nokkur tíma hefur verið í lottói í landinu var dreginn út. Vinningshafarnir tíu voru allir með sex stafa talnaröð rétta á lottómiða sem þeir keyptu á litlum bar í útjaðri Mílanóborgar. Þeir deila með sér 72 milljónum evra, eða tæpum sex milljörðum króna, en þess má geta að enginn hafði verið með sex tölur réttar í lottóinu í heila sjö mánuði og því var vinningsupphæðin svo há. Erlent 13.10.2005 19:10 Sagði frá síðustu dögum Hitlers Í þessari viku eru liðin sextíu ár síðan þýski og sovéski herinn háðu sína síðustu blóðugu baráttu um Berlín. Enn eru þeir til sem muna vel eftir þessum tíma, þar á meðal lífvörður Adolfs Hitlers sem eyddi síðustu dögunum með honum tíu metrum undir yfirborði jarðar. Erlent 13.10.2005 19:10 Flugskóli Íslands seldur Íslenska ríkið hefur nú selt allan hlut sinn í Flugskóla Íslands hf. til þriggja aðila sem í flugrekstri standa og er skólinn því orðinn einkavæddur að öllu leyti. Innlent 13.10.2005 19:10 Vilja Vaðlaheiðargöng Sveitarstjórn Þingeyjasveitar telur áríðandi að Vaðlaheiðargögn komist nú þegar á samgönguáætlun og nauðsynlegt sé að breyta veglínu Norðausturvegar þannig að stytting náist á leiðinni milli Reykjavíkur og Akureyrar. Innlent 13.10.2005 19:10 Kosningaþátttaka eina vafaatriðið Allar skoðanakannanir bresku dagblaðanna í dag benda til sigurs Verkamannaflokksins. Eina vafaatriðið er kosningaþátttakan og það getur oltið á henni hvort Blair situr uppi með óstarfhæfa stjórn að kosningum loknum. Erlent 13.10.2005 19:10 Um 300 í reiðhjólalest í Reykjavík Lest reiðhjóla fór um Reykjavík í blíðunni í dag en hún var hluti af fyrirtækjakeppninni <em>Hjólað í vinnuna</em>, sem nú er í fullum gangi. Talið er að allt að 300 manns hafi tekið þátt í hjólalestinni. Innlent 13.10.2005 19:10 Hjólað um Reykjavík í dag Reiðhjólalest mun silast um Reykjavík í dag. Tilefnið er fyrirtækjakeppnin Hjólað í vinnuna. Hjólalestin leggur af stað klukkan eitt úr Nauthólsvík en klukkustund áður, klukkan tólf, munu þrjár minni lestir fara úr Spönginni, Mjódd og Smáratorgi og að Nauthólsvík. Meðal lestarstjóra verður Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra. Innlent 13.10.2005 19:10 Stjórnin heldur velli en veikist Tony Blair forsætisráðherra og Verkamannaflokkurinn tryggðu sér í dag setu á valdastólum þriðja kjörtímabilið í röð. Sigurinn er hins vegar súrsætur þar sem meirihluti flokksins á þingi er mun minni en áður. Erlent 13.10.2005 19:10 Tvær sprengjur sprungu í New York Tvær sprengjur skóku ræðismannsskrifstofu Bretlands í New York í morgun. Gluggar splundruðust og lögregla lokaði af svæði á Manhattan meðan fleiri sprengja var leitað. Erlent 13.10.2005 19:10 Hægri hönd bin Laden Handtöku Abu Faraj al-Libbi í Pakistan á mánudaginn hefur verið fagnað af þeim sem heyja svonefnt stríð gegn hryðjuverkum. Hann er sagður vera þriðji valdamesti maðurinn í al-Kaída. Erlent 13.10.2005 19:10 « ‹ ›
Páfabíllinn sleginn Búið er að selja Volkswagen Golf bifreiðina sem var í eigu Josef Ratzinger, nú Benedikts XVI páfa, á uppboðsvefnum eBay. Erlent 13.10.2005 19:10
Jafnstórar fylkingar í Frakklandi Franska þjóðin skiptist nú í jafnstórar fylkingar í afstöðu sinni til stjórnarskrár Evrópusambandsins, rúmum þremur vikum áður en gengið verður til kosninga um hana. Samkvæmt skoðanakönnun sem gerð varð fyrir tímaritið <em>Paris Match</em> og birt var í dag er helmingur á móti stjórnarskránni og jafnhátt hlutfall fylgjandi henni, en aðeins níu prósent aðspurðra sögðust ekki hafa gert upp hug sinn. Erlent 13.10.2005 19:10
Kosningar í Palestínu Sveitarstjórnarkosningar voru haldnar í fjölda bæja á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu í gær. Úrslit þeirra þykja gefa fyrirheit um lyktir þingkosninganna sem haldnar verða í júlí. Erlent 13.10.2005 19:10
Dagur eldri borgara í kirkjum Dagur eldri borgara er í kirkjum landsins í dag, á uppstigningardegi. Af því tilefni bjóða margar kirkjur til guðsþjónustu sem sérstaklega er tileinkuð öldruðum. Aldraðir taka þá virkan þátt í guðsþjónustunni, svo sem með ritningalestrum, söng og bænalestri. Gjarnan er boðið til kaffisamsætis að guðsþjónustu lokinni þar sem gefst tækifæri til uppbyggilegrar og ánægjulegrar samveru að því er fram kemur á vef þjóðkirkjunnar. Innlent 13.10.2005 19:10
Ekki saksóttur fyrir dráp á Íraka Bandarískur hermaður sem skaut særðan og óvopnaðan Íraka til bana úr návígi verður ekki sóttur til saka. Framganga hans var í samræmi við reglur hersins. Erlent 13.10.2005 19:10
Fjarski í fullum rétti Samkvæmt úrskurði Hæstaréttar var Fjarski ehf. í fullum rétti er þeir leigðu út fjarskiptarásir í skúr sem Fjarski á á landareign Reykjahlíðar. Samkvæmt samningi frá 1971sem íslenska ríkið gerði við eigendur jarðarinnar um nýtingu jarðhita og byggingu mannvirkja því tengdu á Kröflusvæðinu þá var Fjarska fullheimilt að nýta skúrinn að vild. Innlent 13.10.2005 19:10
Ráðist gegn umsækjendum Enn er ráðist gegn umsækjendum um löggæslustörf í Írak. Í gær féllu ellefu manns í slíkri árás en auk þeirra fórst fjöldi fólks í árásum víða um landið. Erlent 13.10.2005 19:10
Gripnir fyrir akstur utan vega Þrír mótorhjólamenn voru gripnir fyrir akstur utan vega á norðanverðu Snæfellsnesi í gærkvöldi. Lögreglumenn á eftirlitsferð veittu athygli mannlausri bifreið með eftirvagn fyrir mótorhjól við Grákúlu, sem er eldgígur skammt frá Stykkishólmi. Frá bifreiðinni lágu hjólför sem lögreglumennirnir röktu meðal annars yfir mosavaxna hraunmöl. Innlent 13.10.2005 19:10
Mótmæla skiptingu vegafjár Bæjarstjórar á höfuðborgarsvæðinu ásamt borgarstjóra mótmæla skiptingu vegafjár. Þeir afhentu samgöngunefnd Alþingis sameiginlega athugasemdir sínar í byrjun vikunnar. Innlent 13.10.2005 19:10
Meðafli í kolmunna ekki vandi Fyrirhuguð lagabreyting, sem skyldar útgerðum að draga meðafla í uppsjávarveiðum frá kvóta, er meingallað að mati Magnúsar Þórs Hafsteinssonar þingmanns Frjálslynda flokksins. Hann hefur skilað séráliti í sjávarútvegsnefnd Alþingis vegna frumvarps sjávarútvegsráðherra til breytinga á lögum um nytjastofna sjávar. Innlent 13.10.2005 19:10
Eldur í fiskikörum á Stokkseyri Lögreglunni á Selfossi barst tilkynning um eld í þremur fiskikörum við frystihúsið á Stokkseyri rétt eftir klukkan tvö í nótt. Grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða. Samkvæmt lögreglunni á Selfossi urðu litlar skemmdir á frystihúsinu sjálfu en körin eru þó talin ónýt. Brunavarnir Árnessýslu komu á staðinn og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Innlent 13.10.2005 19:10
Óvissa um kosningaþátttöku Kjörstöðum í Bretlandi verður lokað klukkan níu í kvöld að íslenskum tíma og þá verða fyrstu útgönguspár birtar, þær hafa þó stundum ekki reynst alls kostar réttar en þetta ætti allt að liggja ljóst fyrir snemma í fyrramálið. Erlent 13.10.2005 19:10
Vilja hækka sektargreiðslur Kröfur komu fram á Alþingi í gær um að sektir fyrir að leggja ólöglega í bílastæði fatlaðra yrðu stórhækkaðar. Innlent 13.10.2005 19:10
SUF fylgjandi afnámi fyrningar Samband ungra framsóknarmanna hefur sent frá sér ályktun þar sem það hvetur til þess að frumvarp sem er nú til umfjöllunar í allsherjarnefnd, þess efnis að kynferðisbrot gegn börnum fyrnist ekki, verði að lögum frá Alþingi. Þá fagnar sambandið þeirri þjóðarvakningu sem hafi átt sér stað í samfélaginu um alvarleika kynferðisglæpa gegn börnum. Sérstaklega beri að fagna þeirri vinnu sem Stígamót og Blátt áfram hafi sinnt til að kynna málstaðinn. Innlent 13.10.2005 19:10
Rúmt tonn af sprengiefni finnst Lögregluyfirvöld í Grosní, höfuðborg Tsjetsjeníu, stöðvuðu í gær bifreið sem í voru 1,2 tonn af sprengiefninu TNT. Erlent 13.10.2005 19:10
Myndavél rænt af leikskóla Lögreglunni í Reykjavík barst tilkynning um hádegi í dag um að brotist hefði verið inn í leikskólann Hólaborg í Breiðholti og þaðan stolið stafrænni myndavél. Lögreglan segir að engin ummerki hafi verið um að brotist hafi verið inn í leikskólann og ekki ólíklegt að einhver hafi gleymt að læsa eftir á eftir sér í gær. Lögreglan biður þá sem urðu varir við eitthvað grunsamlegt í kringum leikskólann í morgun að hafa samband. Innlent 13.10.2005 19:10
Pólitísk ráðning á Höfða? Guðjón Guðmundsson, fyrrverandi alþingismaður, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Dvalarheimilisins Höfða á Akranesi. Sextán sóttu um stöðuna en Guðjón er með minnstu menntunina. Hann sat á Alþingi í tólf ár fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Annar umsækjandi segir mörgum þyki þetta merkileg ráðning. Innlent 13.10.2005 19:10
Sex um hverja lóð Mikil eftirspurn er eftir lóðum víðar en á suðvesturlandi eins og sannaðist við úthlutun tíu einbýlishúsalóða á Akureyri í gær. Innlent 13.10.2005 19:10
Rauða spjaldið á ofbeldi Birting, nýstofnuð samtök gegn ofbeldi, efna til samstöðu gegn ofbeldi á Ingólfstorgi í dag klukkan 17 þar sem ofbeldi verður sýnt rauða spjaldið. Innlent 13.10.2005 19:10
Síbrotamaður dæmdur Hæstiréttur dæmdi á miðvikudaginn þrítugan Reykvíking í átta mánaða fangelsi fyrir þjófnað. Maðurinn stal 18 feta rörabát og utanborðsmótor alls að verðmæti 3,8 milljón krónur. Lögreglan í Hafnarfirði hafði hendur í hári mannsins en þá hafði hann tekið utanborðsmótorinn af og brotið niður og kippt víra í stjórnborðspúlti bátsins. Innlent 13.10.2005 19:10
Skipta 6 milljarða lottóvinningi Tíu Ítalír duttu heldur betur í lukkupottinn í gær þegar stærsti vinningur sem nokkur tíma hefur verið í lottói í landinu var dreginn út. Vinningshafarnir tíu voru allir með sex stafa talnaröð rétta á lottómiða sem þeir keyptu á litlum bar í útjaðri Mílanóborgar. Þeir deila með sér 72 milljónum evra, eða tæpum sex milljörðum króna, en þess má geta að enginn hafði verið með sex tölur réttar í lottóinu í heila sjö mánuði og því var vinningsupphæðin svo há. Erlent 13.10.2005 19:10
Sagði frá síðustu dögum Hitlers Í þessari viku eru liðin sextíu ár síðan þýski og sovéski herinn háðu sína síðustu blóðugu baráttu um Berlín. Enn eru þeir til sem muna vel eftir þessum tíma, þar á meðal lífvörður Adolfs Hitlers sem eyddi síðustu dögunum með honum tíu metrum undir yfirborði jarðar. Erlent 13.10.2005 19:10
Flugskóli Íslands seldur Íslenska ríkið hefur nú selt allan hlut sinn í Flugskóla Íslands hf. til þriggja aðila sem í flugrekstri standa og er skólinn því orðinn einkavæddur að öllu leyti. Innlent 13.10.2005 19:10
Vilja Vaðlaheiðargöng Sveitarstjórn Þingeyjasveitar telur áríðandi að Vaðlaheiðargögn komist nú þegar á samgönguáætlun og nauðsynlegt sé að breyta veglínu Norðausturvegar þannig að stytting náist á leiðinni milli Reykjavíkur og Akureyrar. Innlent 13.10.2005 19:10
Kosningaþátttaka eina vafaatriðið Allar skoðanakannanir bresku dagblaðanna í dag benda til sigurs Verkamannaflokksins. Eina vafaatriðið er kosningaþátttakan og það getur oltið á henni hvort Blair situr uppi með óstarfhæfa stjórn að kosningum loknum. Erlent 13.10.2005 19:10
Um 300 í reiðhjólalest í Reykjavík Lest reiðhjóla fór um Reykjavík í blíðunni í dag en hún var hluti af fyrirtækjakeppninni <em>Hjólað í vinnuna</em>, sem nú er í fullum gangi. Talið er að allt að 300 manns hafi tekið þátt í hjólalestinni. Innlent 13.10.2005 19:10
Hjólað um Reykjavík í dag Reiðhjólalest mun silast um Reykjavík í dag. Tilefnið er fyrirtækjakeppnin Hjólað í vinnuna. Hjólalestin leggur af stað klukkan eitt úr Nauthólsvík en klukkustund áður, klukkan tólf, munu þrjár minni lestir fara úr Spönginni, Mjódd og Smáratorgi og að Nauthólsvík. Meðal lestarstjóra verður Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra. Innlent 13.10.2005 19:10
Stjórnin heldur velli en veikist Tony Blair forsætisráðherra og Verkamannaflokkurinn tryggðu sér í dag setu á valdastólum þriðja kjörtímabilið í röð. Sigurinn er hins vegar súrsætur þar sem meirihluti flokksins á þingi er mun minni en áður. Erlent 13.10.2005 19:10
Tvær sprengjur sprungu í New York Tvær sprengjur skóku ræðismannsskrifstofu Bretlands í New York í morgun. Gluggar splundruðust og lögregla lokaði af svæði á Manhattan meðan fleiri sprengja var leitað. Erlent 13.10.2005 19:10
Hægri hönd bin Laden Handtöku Abu Faraj al-Libbi í Pakistan á mánudaginn hefur verið fagnað af þeim sem heyja svonefnt stríð gegn hryðjuverkum. Hann er sagður vera þriðji valdamesti maðurinn í al-Kaída. Erlent 13.10.2005 19:10