Innlent

Rauða spjaldið á ofbeldi

Birting, nýstofnuð samtök gegn ofbeldi, efna til samstöðu gegn ofbeldi á Ingólfstorgi í dag klukkan 17 þar sem ofbeldi verður sýnt rauða spjaldið. Tryggvi Aðalbjörnsson sem situr í framkvæmdastjórn samtakanna segir samtökin ekki beina spjótum sínum gegn yfirvöldum heldur sé markmið þeirra að vekja almenning til vitundar um alvarleika ofbeldis. Hrikaleg árás á Vaðlaheiði fyrir nokkru hafi verið kornið sem fyllti mælinn og orðið til þess að menntaskólanemar á Akureyri hafi ákveðið að stofna samtökin. Tryggvi vonast til að Reykvíkingar fjölmenni og fylli Ingólfstorg klukkan 17 í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×