Innlent

Fjarski í fullum rétti

Samkvæmt úrskurði Hæstaréttar var Fjarski ehf. í fullum rétti er þeir leigðu út fjarskiptarásir í skúr sem Fjarski á á landareign Reykjahlíðar. Samkvæmt samningi frá 1971sem íslenska ríkið gerði við eigendur jarðarinnar um nýtingu jarðhita og byggingu mannvirkja því tengdu á Kröflusvæðinu þá var Fjarska fullheimilt að nýta skúrinn að vild. Landeigendur kröfðust aukagreiðslna fyrir áframsölu Fjarska á fjarskiptarásum en enginn fótur þótti fyrir því í gildandi samningi. Því vísaði Hæstiréttur kröfum landeiganda frá og gerði þeim að greiða málskostnað Fjarska.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×