Innlent

Sex um hverja lóð

Mikil eftirspurn er eftir lóðum víðar en á suðvesturlandi eins og sannaðist við úthlutun tíu einbýlishúsalóða á Akureyri í gær. Alls voru 66 aðilar sem sóttu um en um er að ræða lóðir í nýju Naustahverfi og verða lóðirnar byggingarhæfar næsta sumar. Strangar reglur gilda um úthlutanir af þessu tagi hjá Akureyrarbæ og ganga þar einstaklingar fyrir. Drógu umsækjendur að þessu sinni númer úr kassa og fengu þeir sem lægstu tölurnar fengu umræddar lóðir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×