Fréttir Hæsta boðið stóðst ekki Íslandsbanki keypti fótboltatreyjuna sem Eiður Smári Guðjohnsen, nýbakaður Englandsmeistari með Chelsea, gaf Neistanum, styrktarfélagi hjartveikra barna, í 10 ára afmælisgjöf á dögunum. Innlent 13.10.2005 19:10 Rætt um stækkun þjóðgarðs Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra fjallaði um áherslu sem lögð hefur verið á náttúruvernd og þjóðgarða og fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um enn frekari stækkun Skaftafellsþjóðgarðs og um þjóðgarð norðan Vatnajökuls í opnunarávarpi sínu á ráðstefnu í Skaftafelli um helgina. Innlent 13.10.2005 19:10 Vilja N-Kóreu að samningaborðinu Stjórnvöld í Evrópu og Asíu skora á Norður-Kóreu að setjast aftur að samningaborðinu og ræða kjarnorkuvopnaáætlun landsins, án frekari tafa. Talið er að Norður-Kórea sé að undirbúa tilraunir með kjarnorkuvopn. Erlent 13.10.2005 19:10 Bush mærir Letta George Bush, forseti Bandaríkjanna, fagnar þeim skrefum sem yfirvöld í Lettlandi hafa stigið í átt til frelsis og lýðræðis eftir að landið varð frjálst frá Sovétríkjunum. Bush kom í opinbera heimsókn til Lettlands í gær og markar það upphaf heimsóknar hans til Evrópu þar sem hann tekur þátt í hátíðarhöldum í tilefni af því að 60 ár eru liðin frá lokum Síðari heimstyrjaldar. Erlent 13.10.2005 19:10 Áfall fyrir Blair Úrslit þingkosninganna í nótt eru nokkuð áfall fyrir Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem það gerist að breski Verkamannaflokkurinn vinnur þrjár kosningar í röð en flokkurinn tapaði engu að síður miklu fylgi og mörgum þingmönnum. Erlent 13.10.2005 19:10 Tregablandin ánægja Forystumenn allra helztu flokkanna í Bretlandi sáu hverjir sínar ástæður til að kætast yfir úrslitum þingkosninganna. En þeir urðu líka allir fyrir vonbrigðum. Erlent 13.10.2005 19:10 Varnarsigur Verkamannaflokksins Þótt Verkamannaflokkurinn hafi haldið velli í bresku þingkosningunum í fyrradag þá er ljóst að þingmeirihlutinn má ekki naumari vera. Óvæntustu tíðindi gærdagsins voru þó afsögn Michaels Howard, leiðtoga íhaldsmanna. Erlent 13.10.2005 19:10 Upplýsingaskrifstofa ESB opnuð Í ungmennahúsi Ísafjarðarbæjar, sem kallast Gamla apótekið, verður rekin upplýsingaskrifstofa Evrópusambandsins fyrir íslensk ungmenni. Ísafjarðarbær og skrifstofa í málefnum ungs fólks í Evrópu skrifuðu undir samstarfssamning þessa efnis á dögunum. Innlent 13.10.2005 19:10 Þúsundir flýja Tógó Ólgan í Tógó heldur áfram eftir að Faure Gnassingbe var kjörinn forseti landsins í kosningum sem margir telja vafasamar í meira lagi. Erlent 13.10.2005 19:10 Marburg-veiran lætur á sér kræla Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO skoðar nú hvort verið geti að að læknir og hjúkrunarfræðingur í Angóla hafi smitast af hinni óhugnanlegu Marburg-veiru. Erlent 13.10.2005 19:10 Sjö lögreglumenn féllu Að minnsta kosti sjö lögreglumenn féllu í valinn og fimmtán særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í borginni Tíkrit í Írak í morgun. Árásarmaðurinn sprengdi sig í loft upp á námunda við rútu sem flytur lögreglumenn í og úr vinnu. Erlent 13.10.2005 19:10 Dantas drukknaði Dánarorsök Brasilímannsins Ricardo Correia Dantas liggja nú fyrir eftir að réttarkrufning hefur farið fram og leitt í ljós að hann drukknaði. Innlent 13.10.2005 19:10 Óráðsía og blekkingar fyrir austan "Þeim er að einhverju leyti vorkunn vegna þeirrar þenslu sem hér hefur verið en það átti ekki að koma þeim á óvart," segir Magni Kristjánsson, sem sæti á í bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Allur minnihlutinn í bæjarstjórn sat hjá við afgreiðslu ársreiknings í vikunni vegna þess sem Magni kallar óráðsíu og blekkingarleik. Innlent 13.10.2005 19:10 Líffærabiðlistar lengjast hratt Aðstandendur látinna verða sífellt tregari til að leyfa að líffæri þeirra séu tekin til ígræðslu samkvæmt íslenskri rannsókn. Biðlistar eftir líffærum í heiminum lengjast hratt og fleiri látast meðan þeir bíða en hinir sem fá ígræðslu. Innlent 13.10.2005 19:10 Ólögleg litarefni í matvörum Vegna aðvörunar í tíma frá framleiðslufyrirtækinu General Mills í Bandaríkjunum fóru ekki á markað hérlendis vörur sem innihéldu krabbameinsvaldandi litarefni sem eru stranglega bönnuð erlendis. Innlent 13.10.2005 19:10 Illa farið með útlenskar konur Allmörg dæmi eru um í Noregi að taílenskar konur sem giftast norskum mönnum eru þvingaðar í vændi þangað til þeim er hent út að lokum. Erlent 13.10.2005 19:10 Tugir handteknir vegna klámhrings Tugir manna hafa verið handteknir og yfirheyrðir undanfarna daga í átta Evrópulöndum vegna meintrar aðildar þeirra að barnaklámhring á Netinu. Lögregluyfirvöld í Frakklandi segja að á tölvum hinna handteknu sé að finna þúsundir ljósmynda og myndbanda sem sýni börn misnotuð kynferðislega. Erlent 13.10.2005 19:10 Barnaklámsrassía í átta löndum Lögreglusveitir í átta Evrópulöndum leituðu í gær á heimilum yfir hundrað manna sem grunaðir eru um að hafa skipst á barnaklámmyndum. Notaður var sérstakur búnaður til að fylgjast internetnotkun mannanna en þetta er í fyrsta sinn sem slíkri tækni er beitt. Erlent 13.10.2005 19:10 Spáð góðu laxveiðisumri Sérfræðingur Veiðimálastofnunar spáir bæði góðu laxveiðisumri um land allt og auknum stórlaxagöngum í ám fyrir norðan og austan. Innlent 13.10.2005 19:10 Ofbeldi mótmælt á Ingólfstorgi Talið er að á þriðja hundrað manns hafi haldið rauðu spjaldi hátt á lofti á útifundi á Ingólfstorgi nú síðdegis sem haldinn var til höfuðs ofbeldi. Það er Birting, samtök ungs fólks gegn ofbeldi, sem stóð fyrir fundinum á Ingólfstorgi í samstarfi við Reykjavíkurborg. Innlent 13.10.2005 19:10 Hópakstur fornbíla um borgina Þeir verða gamlir bílarnir sem verða í skoðunarstöð Frumherja á Hesthálsi á morgun en þar verða um eitt hundrað fornbílar skoðaðir. Að lokinni skoðun mun bílalestin keyra um borgina. Innlent 13.10.2005 19:10 Fimm aðilar keppast um háskólatorg Hús Háskóla Íslands verða tengd saman í sérstakt háskólatorg sem fimm útvalin fyrirtæki keppast um að hanna. Kynningarfundur með þeim hófst í morgun. Innlent 13.10.2005 19:10 Sigur Fatah-hreyfingarinnar? Fatah-hreyfingin í Palestínu virðist hafa sigrað í sveitastjórnarkosningum í landinu, samkvæmt óopinberum tölum sem birtar voru í morgun. Samkvæmt þeim hlaut Fatah alls fimmtíu og tvö sæti af áttatíu og tveimur en Hamas-samtökin fengu tuttugu og fjögur sæti. Erlent 13.10.2005 19:10 Dæmdir í 2.775 ára fangelsi Dómstóll á Spáni hefur dæmt tvo menn á þrítugsaldri í 2.775 ára langt fangelsi hvorn. Þeir voru sakfelldir fyrir að hafa komið sprengju fyrir um borð í lest á leið til Madrid á aðfangadagskvöld 2003. Erlent 13.10.2005 19:10 Töfravatn leitt á sundlaugarsvæði Orkuveita Húsavíkur hefur ákveðið að leiða 95 gráðu heitt vatn úr borholu á Húsavíkurhöfða í pott sem komið verður fyrir við Sundlaug Húsavíkur. Veitustjóri segir vatnið hafa góða virkni gegn psoriasis-sjúkdómnum auk þess sem breyting á efnainnihaldi þess getur sagt til um yfirvofandi jarðhræringar á Norðurlandi. Innlent 13.10.2005 19:10 Slegnir yfir rítalínnotkun barna Landlæknir hætti að fylgjast með ávísunum á rítalín til barna og unglinga árið 2001. Þingmenn voru slegnir á Alþingi í dag yfir upplýsingum um umdeilt heimsmet íslenskra barna í notkun rítalíns. Innlent 13.10.2005 19:10 Forsætisráðherrann sagði af sér Forsætisráðherra Póllands, Marek Belka, sagði af sér fyrir stundu eftir að meirihluti þings hafnaði því að flýta kosningum. Pattstaða hefur verið á þinginu í mánuð en stjórnmálaskýrendur segja að kosningar hefðu hugsanlega þýtt nýja ríkisstjórn sem væri skipuð hægriöflum og umbótasinnum. Erlent 13.10.2005 19:10 Af hverju er staða Blairs veik? Af hverju stendur Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ekki ýkja vel að vígi þrátt fyrir sextíu og sex sæta meirihluta á þingi? Erlent 13.10.2005 19:10 Lækkuð í tign vegna pyntinganna Janet Karpinski, yfirmaður herfangelsisins í Abu Ghraib, er fyrst yfirmaðurinn í Bandaríkjaher sem er refsað fyrir framgöngu hermanna þar. Í gærkvöldi lækkaði George Bush Bandaríkjaforseti hana í tign: hún var hershöfðingi en er nú ofursti. Erlent 13.10.2005 19:10 Sótti um án samráðs við stjórn Fyrrverandi alþingismaðurinn Guðjón Guðmundsson, sem ráðinn hefur verið framkvæmdastjóri dvalarheimilisins Höfða á Akranesi, segist hafa sótt um stöðuna einfaldlega vegna þess að hann taldi sig uppfylla þær hæfniskröfur sem fram komu þegar staðan var auglýst. Innlent 13.10.2005 19:10 « ‹ ›
Hæsta boðið stóðst ekki Íslandsbanki keypti fótboltatreyjuna sem Eiður Smári Guðjohnsen, nýbakaður Englandsmeistari með Chelsea, gaf Neistanum, styrktarfélagi hjartveikra barna, í 10 ára afmælisgjöf á dögunum. Innlent 13.10.2005 19:10
Rætt um stækkun þjóðgarðs Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra fjallaði um áherslu sem lögð hefur verið á náttúruvernd og þjóðgarða og fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um enn frekari stækkun Skaftafellsþjóðgarðs og um þjóðgarð norðan Vatnajökuls í opnunarávarpi sínu á ráðstefnu í Skaftafelli um helgina. Innlent 13.10.2005 19:10
Vilja N-Kóreu að samningaborðinu Stjórnvöld í Evrópu og Asíu skora á Norður-Kóreu að setjast aftur að samningaborðinu og ræða kjarnorkuvopnaáætlun landsins, án frekari tafa. Talið er að Norður-Kórea sé að undirbúa tilraunir með kjarnorkuvopn. Erlent 13.10.2005 19:10
Bush mærir Letta George Bush, forseti Bandaríkjanna, fagnar þeim skrefum sem yfirvöld í Lettlandi hafa stigið í átt til frelsis og lýðræðis eftir að landið varð frjálst frá Sovétríkjunum. Bush kom í opinbera heimsókn til Lettlands í gær og markar það upphaf heimsóknar hans til Evrópu þar sem hann tekur þátt í hátíðarhöldum í tilefni af því að 60 ár eru liðin frá lokum Síðari heimstyrjaldar. Erlent 13.10.2005 19:10
Áfall fyrir Blair Úrslit þingkosninganna í nótt eru nokkuð áfall fyrir Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem það gerist að breski Verkamannaflokkurinn vinnur þrjár kosningar í röð en flokkurinn tapaði engu að síður miklu fylgi og mörgum þingmönnum. Erlent 13.10.2005 19:10
Tregablandin ánægja Forystumenn allra helztu flokkanna í Bretlandi sáu hverjir sínar ástæður til að kætast yfir úrslitum þingkosninganna. En þeir urðu líka allir fyrir vonbrigðum. Erlent 13.10.2005 19:10
Varnarsigur Verkamannaflokksins Þótt Verkamannaflokkurinn hafi haldið velli í bresku þingkosningunum í fyrradag þá er ljóst að þingmeirihlutinn má ekki naumari vera. Óvæntustu tíðindi gærdagsins voru þó afsögn Michaels Howard, leiðtoga íhaldsmanna. Erlent 13.10.2005 19:10
Upplýsingaskrifstofa ESB opnuð Í ungmennahúsi Ísafjarðarbæjar, sem kallast Gamla apótekið, verður rekin upplýsingaskrifstofa Evrópusambandsins fyrir íslensk ungmenni. Ísafjarðarbær og skrifstofa í málefnum ungs fólks í Evrópu skrifuðu undir samstarfssamning þessa efnis á dögunum. Innlent 13.10.2005 19:10
Þúsundir flýja Tógó Ólgan í Tógó heldur áfram eftir að Faure Gnassingbe var kjörinn forseti landsins í kosningum sem margir telja vafasamar í meira lagi. Erlent 13.10.2005 19:10
Marburg-veiran lætur á sér kræla Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO skoðar nú hvort verið geti að að læknir og hjúkrunarfræðingur í Angóla hafi smitast af hinni óhugnanlegu Marburg-veiru. Erlent 13.10.2005 19:10
Sjö lögreglumenn féllu Að minnsta kosti sjö lögreglumenn féllu í valinn og fimmtán særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í borginni Tíkrit í Írak í morgun. Árásarmaðurinn sprengdi sig í loft upp á námunda við rútu sem flytur lögreglumenn í og úr vinnu. Erlent 13.10.2005 19:10
Dantas drukknaði Dánarorsök Brasilímannsins Ricardo Correia Dantas liggja nú fyrir eftir að réttarkrufning hefur farið fram og leitt í ljós að hann drukknaði. Innlent 13.10.2005 19:10
Óráðsía og blekkingar fyrir austan "Þeim er að einhverju leyti vorkunn vegna þeirrar þenslu sem hér hefur verið en það átti ekki að koma þeim á óvart," segir Magni Kristjánsson, sem sæti á í bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Allur minnihlutinn í bæjarstjórn sat hjá við afgreiðslu ársreiknings í vikunni vegna þess sem Magni kallar óráðsíu og blekkingarleik. Innlent 13.10.2005 19:10
Líffærabiðlistar lengjast hratt Aðstandendur látinna verða sífellt tregari til að leyfa að líffæri þeirra séu tekin til ígræðslu samkvæmt íslenskri rannsókn. Biðlistar eftir líffærum í heiminum lengjast hratt og fleiri látast meðan þeir bíða en hinir sem fá ígræðslu. Innlent 13.10.2005 19:10
Ólögleg litarefni í matvörum Vegna aðvörunar í tíma frá framleiðslufyrirtækinu General Mills í Bandaríkjunum fóru ekki á markað hérlendis vörur sem innihéldu krabbameinsvaldandi litarefni sem eru stranglega bönnuð erlendis. Innlent 13.10.2005 19:10
Illa farið með útlenskar konur Allmörg dæmi eru um í Noregi að taílenskar konur sem giftast norskum mönnum eru þvingaðar í vændi þangað til þeim er hent út að lokum. Erlent 13.10.2005 19:10
Tugir handteknir vegna klámhrings Tugir manna hafa verið handteknir og yfirheyrðir undanfarna daga í átta Evrópulöndum vegna meintrar aðildar þeirra að barnaklámhring á Netinu. Lögregluyfirvöld í Frakklandi segja að á tölvum hinna handteknu sé að finna þúsundir ljósmynda og myndbanda sem sýni börn misnotuð kynferðislega. Erlent 13.10.2005 19:10
Barnaklámsrassía í átta löndum Lögreglusveitir í átta Evrópulöndum leituðu í gær á heimilum yfir hundrað manna sem grunaðir eru um að hafa skipst á barnaklámmyndum. Notaður var sérstakur búnaður til að fylgjast internetnotkun mannanna en þetta er í fyrsta sinn sem slíkri tækni er beitt. Erlent 13.10.2005 19:10
Spáð góðu laxveiðisumri Sérfræðingur Veiðimálastofnunar spáir bæði góðu laxveiðisumri um land allt og auknum stórlaxagöngum í ám fyrir norðan og austan. Innlent 13.10.2005 19:10
Ofbeldi mótmælt á Ingólfstorgi Talið er að á þriðja hundrað manns hafi haldið rauðu spjaldi hátt á lofti á útifundi á Ingólfstorgi nú síðdegis sem haldinn var til höfuðs ofbeldi. Það er Birting, samtök ungs fólks gegn ofbeldi, sem stóð fyrir fundinum á Ingólfstorgi í samstarfi við Reykjavíkurborg. Innlent 13.10.2005 19:10
Hópakstur fornbíla um borgina Þeir verða gamlir bílarnir sem verða í skoðunarstöð Frumherja á Hesthálsi á morgun en þar verða um eitt hundrað fornbílar skoðaðir. Að lokinni skoðun mun bílalestin keyra um borgina. Innlent 13.10.2005 19:10
Fimm aðilar keppast um háskólatorg Hús Háskóla Íslands verða tengd saman í sérstakt háskólatorg sem fimm útvalin fyrirtæki keppast um að hanna. Kynningarfundur með þeim hófst í morgun. Innlent 13.10.2005 19:10
Sigur Fatah-hreyfingarinnar? Fatah-hreyfingin í Palestínu virðist hafa sigrað í sveitastjórnarkosningum í landinu, samkvæmt óopinberum tölum sem birtar voru í morgun. Samkvæmt þeim hlaut Fatah alls fimmtíu og tvö sæti af áttatíu og tveimur en Hamas-samtökin fengu tuttugu og fjögur sæti. Erlent 13.10.2005 19:10
Dæmdir í 2.775 ára fangelsi Dómstóll á Spáni hefur dæmt tvo menn á þrítugsaldri í 2.775 ára langt fangelsi hvorn. Þeir voru sakfelldir fyrir að hafa komið sprengju fyrir um borð í lest á leið til Madrid á aðfangadagskvöld 2003. Erlent 13.10.2005 19:10
Töfravatn leitt á sundlaugarsvæði Orkuveita Húsavíkur hefur ákveðið að leiða 95 gráðu heitt vatn úr borholu á Húsavíkurhöfða í pott sem komið verður fyrir við Sundlaug Húsavíkur. Veitustjóri segir vatnið hafa góða virkni gegn psoriasis-sjúkdómnum auk þess sem breyting á efnainnihaldi þess getur sagt til um yfirvofandi jarðhræringar á Norðurlandi. Innlent 13.10.2005 19:10
Slegnir yfir rítalínnotkun barna Landlæknir hætti að fylgjast með ávísunum á rítalín til barna og unglinga árið 2001. Þingmenn voru slegnir á Alþingi í dag yfir upplýsingum um umdeilt heimsmet íslenskra barna í notkun rítalíns. Innlent 13.10.2005 19:10
Forsætisráðherrann sagði af sér Forsætisráðherra Póllands, Marek Belka, sagði af sér fyrir stundu eftir að meirihluti þings hafnaði því að flýta kosningum. Pattstaða hefur verið á þinginu í mánuð en stjórnmálaskýrendur segja að kosningar hefðu hugsanlega þýtt nýja ríkisstjórn sem væri skipuð hægriöflum og umbótasinnum. Erlent 13.10.2005 19:10
Af hverju er staða Blairs veik? Af hverju stendur Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ekki ýkja vel að vígi þrátt fyrir sextíu og sex sæta meirihluta á þingi? Erlent 13.10.2005 19:10
Lækkuð í tign vegna pyntinganna Janet Karpinski, yfirmaður herfangelsisins í Abu Ghraib, er fyrst yfirmaðurinn í Bandaríkjaher sem er refsað fyrir framgöngu hermanna þar. Í gærkvöldi lækkaði George Bush Bandaríkjaforseti hana í tign: hún var hershöfðingi en er nú ofursti. Erlent 13.10.2005 19:10
Sótti um án samráðs við stjórn Fyrrverandi alþingismaðurinn Guðjón Guðmundsson, sem ráðinn hefur verið framkvæmdastjóri dvalarheimilisins Höfða á Akranesi, segist hafa sótt um stöðuna einfaldlega vegna þess að hann taldi sig uppfylla þær hæfniskröfur sem fram komu þegar staðan var auglýst. Innlent 13.10.2005 19:10