Innlent

Hæsta boðið stóðst ekki

Íslandsbanki keypti fótboltatreyjuna sem Eiður Smári Guðjohnsen, nýbakaður Englandsmeistari með Chelsea, gaf Neistanum, styrktarfélagi hjartveikra barna, í 10 ára afmælisgjöf á dögunum. Þar sem hæstbjóðendur í treyjuna sáu sér ekki fært að standa við boð sín, ákváðu aðstandendur uppboðsins að fella það niður. Íslandsbanki ákvað þá að hlaupa undir bagga og keypti treyjuna á 500.000 krónur sem renna mun til Neistans. Treyjan hafði hæst náð upp í 800.000 krónur. "Þetta var maður sem meinti mjög vel og langaði að eignast þessa treyju en þegar aðstandendur hans fréttu af þessu kom í ljós að hann gat ekki staðið við þetta," sagði Eggert Skúlason hjá Hjartaheill, sem fannst málið hið leiðinlegasta. "Þá var leitað til númer tvö en hann treysti sér ekki heldur til að standa við sitt tilboð. Ég vissi af nokkrum fyrirtækjum sem höfðu hætt að bjóða og hringdi í Íslandsbanka. Þeir bjarga okkur alveg og gefa 500.000 krónur og eignast treyjuna í leiðinni," sagði hann. "Þetta voru 100% viðbrögð hjá Íslandsbanka."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×