Innlent

Rætt um stækkun þjóðgarðs

Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra fjallaði um áherslu sem lögð hefur verið á náttúruvernd og þjóðgarða og fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um enn frekari stækkun Skaftafellsþjóðgarðs og um þjóðgarð norðan Vatnajökuls í opnunarávarpi sínu á ráðstefnu í Skaftafelli um helgina.  "Náttúruverndarsvæði þjóna margvíslegum tilgangi, en fyrst er að nefna að þau eru ætluð til að vernda líffræðilega fjölbreytni og vistkerfi," sagði hún. Ráðstefnunni, sem var á vegum umhverfisráðuneytis og Norrænu ráðherranefndarinnar lauk í gær. Fjallað var um þjóðgarða, útivist og heilsu frá ýmsum sjónarhornum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×