Innlent

Ofbeldi mótmælt á Ingólfstorgi

Talið er að á þriðja hundrað manns hafi haldið rauðu spjaldi hátt á lofti á útifundi á Ingólfstorgi nú síðdegis sem haldinn var til höfuðs ofbeldi. Það er Birting, samtök ungs fólks gegn ofbeldi, sem stóð fyrir fundinum á Ingólfstorgi í samstarfi við Reykjavíkurborg. Fyrir réttri viku var haldinn svipaður fundur á ráðhústorginu á Akureyri, skömmu eftir að tvö ofbeldismál komu upp í bænum með stuttu millibili. Á fundinn á Akureyri mættu um þúsund manns en á þriðja hundrað manns komu saman á Ingólfstorgi. Þórný Haraldsdóttir og Tryggvi Aðlabjörnsson, skipuleggjendur fundarins, segjast hafa vonað að aðeins fleiri kæmu en þau væru mjög sátt þrátt fyrir það. Sjá mátti þónokkra þingmenn og virtust njóta tónlistar KK og Hjálma í botn, líkt og aðrir viðstaddur. Skipuleggjendur fundarins segist síður en svo hafa lagt árar í bát og munu halda ótrauð áfram baráttu sinni gegn hvers kyns ofbeldi. Fyrsta takmarkið hafi verið að vekja upp umræðu um málefnið og það hafi tekist.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×