Erlent

Barnaklámsrassía í átta löndum

Lögreglusveitir í átta Evrópulöndum leituðu á heimilum yfir hundrað manna sem grunaðir eru um að hafa skipst á barnaklámmyndum. Notaður var sérstakur búnaður til að fylgjast internetnotkun mannanna en þetta er í fyrsta sinn sem slíkri tækni er beitt. Í gær hafði franska lögreglan hneppt tuttugu manns í varðhald og lagt hald á hátt í fimm þúsund barnaklámmyndir. Einnig var leitað hjá meintum níðingum í Svíþjóð, Ítalíu, Danmörku, Póllandi, Noregi, Möltu og Hollandi. Lögreglusamstarfið er undir hatti Evrópusambandsins og er búist við að í fleiri slík verkefni verði ráðist á næstunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×