Erlent

Dæmdir í 2.775 ára fangelsi

Dómstóll á Spáni hefur dæmt tvo menn á þrítugsaldri í 2.775 ára langt fangelsi hvorn. Þeir voru sakfelldir fyrir að hafa komið sprengju fyrir um borð í lest á leið til Madrid á aðfangadagskvöld 2003. Þeir hlutu fimmtán ára langt fangelsi fyrir morðtilræði við hvern einasta farþega í lestinni, en þeir voru 184. Reyndar hafði sprengjan verið stillt til að springa eftir að för hennar lyki en hún fannst nokkru áður en hún kom á Chamartin-lestarstöðina. Tvímenningarnir þurfa þó að dúsa í steininum í mun skemmri tíma því hámarkslengd refsingar fyrir hryðjuverk á Spáni er fjörtíu ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×