Fréttir

Fréttamynd

Hæsta boðið stóðst ekki

Íslandsbanki keypti fótboltatreyjuna sem Eiður Smári Guðjohnsen, nýbakaður Englandsmeistari með Chelsea, gaf Neistanum, styrktarfélagi hjartveikra barna, í 10 ára afmælisgjöf á dögunum.

Innlent
Fréttamynd

Rætt um stækkun þjóðgarðs

Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra fjallaði um áherslu sem lögð hefur verið á náttúruvernd og þjóðgarða og fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um enn frekari stækkun Skaftafellsþjóðgarðs og um þjóðgarð norðan Vatnajökuls í opnunarávarpi sínu á ráðstefnu í Skaftafelli um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Vilja N-Kóreu að samningaborðinu

Stjórnvöld í Evrópu og Asíu skora á Norður-Kóreu að setjast aftur að samningaborðinu og ræða kjarnorkuvopnaáætlun landsins, án frekari tafa. Talið er að Norður-Kórea sé að undirbúa tilraunir með kjarnorkuvopn.

Erlent
Fréttamynd

Bush mærir Letta

George Bush, forseti Bandaríkjanna, fagnar þeim skrefum sem yfirvöld í Lettlandi hafa stigið í átt til frelsis og lýðræðis eftir að landið varð frjálst frá Sovétríkjunum. Bush kom í opinbera heimsókn til Lettlands í gær og markar það upphaf heimsóknar hans til Evrópu þar sem hann tekur þátt í hátíðarhöldum í tilefni af því að 60 ár eru liðin frá lokum Síðari heimstyrjaldar.

Erlent
Fréttamynd

Þrjár sprengjur sprungu samtímis

Þrjár sprengjur sprungu nánast á sama tíma í jafnmörgum verslunarmiðstöðvum í Yangon, höfuðborg Burma, í morgun. Fjöldi fólks særðist en ekki hafa fengist nánari upplýsingar um mannskaða, þ.á m. hvort einhver hafi látist.

Erlent
Fréttamynd

Krufning bendir til drukknunar

Réttarkrufning á líki Brasilíumannsins Dantas, sem leitað var í síðasta mánuði og fannst á skeri undan Stokkseyri fyrir viku, bendir til að hann hafi drukknað. Lögreglan telur ekki ástæðu til frekari rannsókna á orsökum andláts hans.

Innlent
Fréttamynd

Hefndaraðgerðir stjórnvalda

Stjórnarandstaðan kallar frumvarp til samkeppnislaga hefndaraðgerðir og varar við því að það verði samþykkt sem lög frá Alþingi. Í áliti minnihluta efnahags- og viðskiptanefndar segir að það veiki samkeppniseftirlit á Íslandi og að helstu sérfræðingar þjóðarinnar á þessu sviði vari við því.

Innlent
Fréttamynd

13 létust í bílsprengingu

Að minnsta kosti níu Írakar og fjórir útlendingar létu lífið þegar bílsprengja sprakk í miðborg Bagdad í morgun. Sprengjan sprakk þegar erlendar öryggissveitir óku fram hjá svæðinu og er talið að þær hafi verið skotmark uppreisnarmanna. Lögreglan í Bagdad segir að þrjátíu og fimm hið minnsta hafi særst í árásinni.

Erlent
Fréttamynd

Raffarin í skyndi á sjúkrahús

Forsætisráðherra Frakklands, Jean-Pierre Raffarin, var fluttur í skyndi á sjúkrahús í París í dag vegna sýkingar í þvagblöðru, að því er fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Hann mun gangast undir aðgerð síðdegis.

Erlent
Fréttamynd

Sorgarborðar á feig hús

Svartir sorgarborðar voru í nótt hengdir á húsin sem má rífa við Laugaveginn; andófinu er bersýnilega ekki hætt þótt umræðan sé þögnuð. Heimilt er að rífa á þriðja tug húsa sem flest eru meira en hundrað ára gömul. Borðarnir voru hengdir upp að næturþeli til að minna á varðveislugildi húsanna.

Innlent
Fréttamynd

Samgönguáætlun samþykkt

Meirihluti samgöngunefndar Alþingis samþykkti samgönguáætlun í gærkvöld. Búist er við að minnihlutinn skili séráliti í dag.

Innlent
Fréttamynd

Aðgerðin tókst vel

Aðgerðin sem Jean-Pierre Raffarin, forsætisráðherra Frakklands, gekkst undir í dag tókst vel að sögn talsmanns í franska varnarmálaráðuneytinu. Ráðherrann var fluttur í skyndi á sjúkrahús í París í dag vegna gallsteinkasts. Upphaflega sagði Reuters-fréttastofan að um sýkingu í þvagblöðru væri að ræða, eins og greint var frá á Vísi fyrr í dag, en leiðrétti það skömmu síðar.</font />

Erlent
Fréttamynd

Trimble lætur af embætti

David Trimble, leiðtogi sambandssinna á Norður-Írlandi, lét af formennsku flokksins í dag eftir slæma útkomu hans í kosningunum í fyrradag. Trimble hefur verið formaður flokksins frá árinu 1995 en hann missti sæti sitt á þingi í kjölfar kosninganna.

Erlent
Fréttamynd

Full alvara með eigin vegaáætlun

Gunnar I. Birgisson þingmaður Sjálfstæðisflokksiins er afar ósáttur við afgreiðslu meirihluta samgöngunefndar Alþingis á vegaáætlun, en hún var afgreidd úr nefndinni með litlum breytingum. Gunnar lagði fram eigin vegaáætlun í gær og verður hún tekin fyrir á Alþingi eftir helgi.

Innlent
Fréttamynd

Veiðarnar virðast hafa lítil áhrif

Hvalveiðar í vísindaskyni virðast lítil áhrif hafa haft á fjölda þeirra ferðamanna sem nýta sér hvalaskoðunarferðir. Tekjur af 82 þúsund slíkum ferðamönnum námu 1,9 níu milljörðum króna á síðasta ári, og hvalaskoðun er orðin vinsælasta afþreying ferðamanna hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Díselolía 5 krónum ódýrari

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að lækka hið umdeilda olíugjald til að stuðla að frekari notkun díselbíla, sem viðurkennt er að menga síður umhverfið þar sem vélarnar eru sparneytnari en bensínvélar. Útsöluverð díselolíu verður fimm krónum ódýrara en ella í sex mánuði frá og með 1. júlí.

Innlent
Fréttamynd

60 ár frá lokum styrjaldar

Biskup Íslands, séra Karl Sigurbjörnsson, boðar til samkirkjulegrar minningar- og bænastundar í Hallgrímskirkju í dag kl. 17.00 til að minnast þess að sextíu ár eru liðin frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Innbrotum og þjófnuðum fækkar

Innbrotum, þjófnuðum og umferðarslysum í umdæmi Hafnarfjarðarlögreglunnar hefur fækkað á fyrstu fjórum mánuðum ársins samanborið við sama tímabil áranna 2000 til 2004.

Innlent
Fréttamynd

Trimble segir af sér

Róttækir flokkar kaþólikka og mótmælenda fengu flest þingsæti Norður-Íra í bresku þingkosningunum, á kostnað hófsamari flokka.

Erlent
Fréttamynd

Bílsprengjur í Bagdad

Hryðjuverkamenn létu sem fyrr að sér kveða í Írak í gær en þá fórust 22 í tveimur bílsprengjuárásum í Bagdad. Áströlskum gísl hefur verið hótað lífláti kalli Ástralir ekki hersveitir sínar heim á næstu dögum.

Erlent
Fréttamynd

Börnin stimpluð sem lyfjafíklar

Þingmenn fá ákúrur frá foreldri barns sem gefið er rítalín vegna hegðunarvanda. Faðir stúlku, sem átt hefur við mikla ofvirkni að stríða frá sjö ára aldri, segir umræður um lyfjanotkun barna í þingsölum stimpla fólk í hans stöðu og börn þeirra sem lyfjafíkla og sníkjudýr í þjóðfélaginu.

Innlent
Fréttamynd

Ástand vegriða í lagi?

Vegamálastjóri segist ekki viss um að ástand vegriða hér á landi sé óviðunandi. Rannsóknarnefnd umferðarslysa rekur tvö banaslys sem urðu nýlega til stuttra eða gallaðra vegriða.

Innlent
Fréttamynd

Með 12 lítra af landa og fíkniefni

Tveir piltar, innan við tvítugt, voru gripnir af lögreglu með tólf lítra af landa og fíkniefni á Laugaveginum um klukkan þrjú í nótt. Þessa stundina er verið að yfirheyra mennina en lögregla komst á snoðir um landann og fíkniefnin í bifreið þeirra við hefðbundið eftirlit.

Innlent
Fréttamynd

Olíugjald lækkað

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að lækka olíugjaldið til að stuðla að frekari notkun díselbíla, sem viðurkennt er að menga síður umhverfið þar sem vélarnar eru sparneytnari en bensínvélar. Ríkisstjórnin kom saman í morgun og samþykkti að breyta lögum um olíugjald og kílómetragjald í þessu skyni.

Innlent
Fréttamynd

Hafa hugleitt að loka landinu

Nefnd ríkisstjórnarinnar stýrir viðbúnaði vegna nýs heimsfaraldurs inflúensu. Hugleitt hefur verið að "loka landinu," en slíkt er þó talið erfitt í framkvæmd. Viðbúnaður heilbrigðisyfirvalda miðast við að smit berist hingað.

Innlent
Fréttamynd

Stríðsloka í Evrópu minnst

Sextíu ár eru í dag liðin síðan nasistastjórnin í Þýskalandi gafst upp fyrir herjum bandamanna. Þess er víða minnst um Evrópu um helgina en hátíðahöldin ná hámarki í Moskvu á morgun.

Erlent
Fréttamynd

Þrír létust í sprengingunum

Þrír létust í sprengingunum þremur sem áttu sér stað nánast samtímis á verslunarráðstefnu í Mjanmar, sem áður hét Burma, í dag og greint var frá á Vísi í morgun. Auk hinna látnu liggur tugur manna særður.

Erlent
Fréttamynd

Stjórnin stendur tæpt

Verkamannaflokkurinn hefur 66 sæta meirihluta í breska þinginu en úrslit bresku þingkosninganna lágu endanlega ljós fyrir í gær. Sá meirihluti gæti reynst ríkisstjórninni of naumur til að koma umdeildum málum í gegn.

Erlent
Fréttamynd

Líffæragjafir afar mikilvægar

Fyrsta íslenska konan sem fékk grætt í sig hjarta biður fólk að hugleiða vandlega þá þýðingu sem líffæragjafir geta haft fyrir aðra. Fyrir fimmtán árum var hún í hjólastól og beið dauða síns. Í dag lifir hún eðlilegu lífi.

Innlent
Fréttamynd

60 ár frá uppgjöf nasista

Sextíu ár eru liðin í dag, 7. maí, frá því að nasistar gáfust upp fyrir bandamönnum í seinni heimsstyrjöldinni. Stríðinu lauk svo formlega tveimur dögum síðar.

Erlent