Erlent

Trimble segir af sér

Róttækir flokkar kaþólikka og mótmælenda fengu flest þingsæti Norður-Íra í bresku þingkosningunum, á kostnað hófsamari flokka. Ósigur David Trimble, leiðtoga Sameiningarflokks Ulster, kom mest á óvart en hann hefur verið í fylkingarbrjósti hófsamra mótmælenda um margra ára skeið. Hann fékk friðarverðlaun Nóbels á sínum tíma ásamt kaþólikkanum John Hume fyrir þátt sinn í friðarsamkomulaginu sem kennt er við föstudaginn langa. Flokkur séra Ian Paisley vann hins vegar stórsigur í röðum mótmælenda og Sinn Fein fékk bróðurpartinn af atkvæðum kaþólikka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×